Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 38

Helgarpósturinn - 15.10.1987, Blaðsíða 38
DAGSKRÁRMEÐMÆU Föstudaginn 16. oktöber kl. 20.55 verður á dagskrá bandarískur tón- listarþáttur. Kántrístjörnur, Brenda Lee, Dolly Parton, B.B. King o.fl. koma fram og kyrja söngva sína í Nashville. Sjónvarpsinynd kvöldsins er Skáldagrillur (Sharma and Beyond) og hefst hún kl. 22.50. Þetta er bresk sjónvarpsmynd frá árinu 1984 og fjallar um kennaraástir, ritstörf o.fl. Laugardaginn 17. október kl. 14.50 verða endursýndir tónleikar með baráttukonunni Joan Baez sem kom hingað til lands fyrir ári. Laugardagsmyndirnar eru tvaer. Sú fyrri, Hörkugæjar (The Lords of Flat- bush), hefst kl. 21.25. Sylvester Stall- one og Perry King leika aðalpersón- urnar, leöurklædda skólastráka í Brooklyn-hverfi New York-borgar á sjötta áratugnum. Hreint ágæt af- þreying. Síðari biómynd kvöldsins, Bílakóng- urinn (The Betsy), kemur á skjáinn kl. 22.40. Þetta er saga umsvifamik- ils bílaframleiðanda, sem leikinn er af Laurence Olivier, og ættar hans. í þessum heimi svífast menn einskis til að komast í efni og áhrif. Svei mér þá ef það er bara ekki hægt aö eyða kvöldinu fyrir framan kassann þetta kvöld. Sunnudaginn 18. október kl. 21.55 hefur nýr breskur myndaflokkur göngu sína. Verið þér sælir, hr. Chips fjallar um kennara sem geng- ur brösuglega í starfi og leik, en á endanum verður hann ástsæll og... Roy Marsden er fjölhæfur leikari og hefur sannað ágæti sitt. Verð athug- unar. STOD TVO Föstudaginn 16. október kl. 22.50 er Vísbending (Clue) á dagskrá. Þettað er stórskemmtilegur farsi með aðat- hetjuna úr Rocky Horror Picture Bílakóngurinn, í öðluðum höndum Laurence Olivier, á trompleik gegn sonarsyni sínum í bílabransanum. Seinni mynd ríkissjónvarpsins á laugardagskvöld. Þungbúinn piparsveinn, leikinn af Jack Lemmon, lendir í hnappheldu hjónabandsins í einni af laugardagsmynd- um Stöðvar 2. Show, Tim Curry, í broddi fylkingar. Síðari bíómynd stöðvarinnar, Þeir kölluðu hann Hest (A Man Called Horse), hefst síðan kl. 00.45. Aðal- hlutverkið er í góðum höndum Rich- ards Harris. Þessi mynd er vel þess virði að vakað sé yfir henni. Laugardaginn 17. október kl. 16.15 sýnir Kvikmyndaklúbbur Stöðvar 2 myndina Tvennt eða þrennt sem ég veit um hana (Deux ou trois choses que je sais d'elle). Þetta er mynd frá millibilsástandi Godards þegar póli- tíkin er að ryðja sér til rúms í verkum hans. Illur fengur (Lime Street) er fyrsta mynd kvöldsins og hefst kl. 21.15. Tryggingasvindl í flugvéla- bransanum. Aðalmynd kvöldsins, Stríð milli kynjanna (The War Between Men and Women), hefst kl. 23.45. Jack Lemmon leikur þar harð- an piparsvein sem giftist fráskilinni konu með stóra fjölskyldu. Æ, hvað það er gott að fá Lemmon svona endrum og eins á skjáinn, Miðnæt- urmyndin er klassamynd, Kína- hverfi (Chinatown), með ekki ómerk- ari leikara en Jack Nicholson, Faye Dunaway, John Huston ofl. innan- borðs. Andvökuhelgi framundan. Göturnar i bænum Laugardaginn 17. október hefur göngu sína á rás eitt þáttaröð í umsjá Guðjóns Friðrikssonar um Göturnar í bœnum. Þættirnir verða á dagskrá hálfsmánaðar- lega og verða teknar fyrir helstu göturnar í hinum gamla hluta Reykjavíkur, ein í einu. I þessum þáttum verður stikl- að á stóru og sagt frá ýmsu sögu- legu, eftirtektarverðu og sér- kennilegu sem gerst hefur við götuna. Það verður minnst á ein- staklinga, fyrirtæki eins og verk- stæði eða búðarholur og svo ein- stök hús. Reynt verður að draga upp sem heillegasta mynd af mannlífi og atvinnulífi hverrar götu. I fyrsta þættinum verður fjall- að um Bergstaðastræti. Rakin verður saga götunnar í stórum dráttum, allt frá því að Reykvík- ingar fóru að hrófla upp kotum, þar sem nú er Bergstaðastræti, til dagsins í dag. M.a. verður sagt frá Láka í Lákabæ og rifjað verð- ur upp gamalt sakamál sem gerðist við götuna. © Loksins byrja hinir skemmtilegu framhaldsþættir úr þinginu aftur. Þingmál verða á dagskrá föstudag- inn 16. október kl. 19.30 í umsjá Atla Rúnars Halldórssonar. Laugardaginn 17. október kl. 16.30 mun Guðjón Friðriksson leiða okkur um Bergstaðastræti í nýrri þáttaröð sem hann kallar Göturnar í bænum. Eftir kvöldfréttir verður broslegur þáttur, Spáö' í mig, í umsjá Margrét- ar Ákadóttur og Sólveigar Pálsdótt- ur. Sunnudaginn 18. október kl. 13.30 mun GunnarStefánsson kynna dag- skrá í tilefni af aldarminningu Stef- áns skálds frá Hvítadal. Kl. 14.30 heldur Arnaldur Arnarsson áfram að kynna meistara klassíska gítarsins, André Segovia. Það mætti vera meira af gítartónlist í útvarpinu, en þetta er góð viðleitni. Pallborðið er á sínum stað kl. 16.20 en þar sitja fjórir landsþekktir menn fyrir svörum um eitt hundrað áheyr- enda á Torginu í útvarpshúsinu. Þetta er bein útsending. Stf Lengi má gott batna. Dægurmálaút- varpiö fellur í góðan jarðveg, enda um ágætis þætti að ræða. Annars er það tónlistardagskrá með léttu spjalli sem þekur mestan hluta dag- skrárinnar. Léttir kettir Jóns Ólafs- sonar, laugardaginn 17. októbereft- ir hádegisfréttir, eru verðir áheyrnar. Góðvinafundur verður síðan á dag- skránni kl. 17.00 en þar tekur Ólafur Þórðarson á móti gestum á hinum nýja „samkomustað" útvarpsins, Torginu. Tónlistarþættir eru aðaldagskrárefni þessara stöðva. Þeir standa fyrir sínu sem slíkir en sem betur fer eru þó fréttir inn á milli. ÚTVARP eftir Jónínu Leósdóttur * Urvalsliöinu teflt fram Það er ekki laust við að nýjustu breyting- ar í útvarpsmálum kalli fram nær gleymdar æskuminningar í brjóstum okkar, sem ól-. umst upp við þuli og þýskan Ijóðasöng á gömlu gufunni. Þulatónlistin er nefnilega farin að hljóma aftur á rás 1, eftir að nýja dægurmáladeildin tók að sér morgun- og eftirmiðdags,,magasínin“ á rás 2. (Hafa ís- lenskir orðsmiðir ekki fundið upp neina góða þýðingu á þessari leiðindaslettu?) Léttu lögin og lýsingar Jóns Múla og Ragn- heidar Astu á veðri og vindum höfðu vikið fyrir þróuninni og í þeirra stað höfðum við vanist svokölluðu morgunútvarpi með fréttaviðtölum og uppákomum. Svipað morgunfæði fengum við síðan á Bylgjunni, bæði hjá Sigurði G. Tómassyni og nú nýver- ið hjá Stefáni Jökulssyni. Yfirleitt hefur mér líkað mjög vel við morgunþættina, bæði á rás 1 og Bylgjunni, og saknaði alls ekki morgnanna, þegar maður heyrði Die Forelle og Lorelei í svefn- rofunum. Afturhvarfi til fortíðarinnar hef- ur hins vegar eiginlega verið þvingað upp á mig, þar sem útvarpstækið í bílnum mín- um hefur ekki FM-bylgju. Núna stendur valið því einungis um „létt lög af plötum" eða Kanaútvarpið, sem ég hafði alveg gleymt að væri til. Þégar staðið er frammi fyrir þessum tveimur valkostum er valið ekki erfitt: Þögn. Og, í sannleika sagt, þá kann ég núverandi ástandi bara ljómandi vel. Ég mæli með þessu! Annars er maður nánast hissa á því að ein allsherjar þögn skuli ekki vera farin að ríkja á öllum rásum. En það er með algjör- um ólíkindum hvað hægt er að kreista af fréttum og viðtalsefnum út úr þessu litla þjóðfélagi. Alltaf tekst að grafa upp ein- hvern náunga, sem stendur fyrir huglækn- inganámskeiði fyrir hundaeigendur, er að opna veitingastað sem framreiðir ein- göngu gulrætur, eða eitthvað álíka. í sam- keppninni verðúr líka allt fréttnæmt. Dæg- urmáladeild RÚV var þannig t.d. með við- tal við rakara fyrir norðan, sem stundar passamyndatökur sem aukabúgrein. Ekki beint stórfrétt! Um starfsmenn dægurmáladeildarinnar á rás 2 er hins vegar allt gott að segja. Þetta er sannkallað úrvalslið í fjölmiðlaíþrótt- inni, svo það verður spennandi að fylgjast með baráttunni um hlustir landsmanna á næstu mánuðum. En skondið er að sjá vinstrimenn eins og Stefán Jón Hafstein, Einar Kárason og Æuar Kjartansson berj- ast af hörku í liði sjálfstæðismannsins Markásar Arnar. PS Ég leyfi mér að lokum að hneykslast mjög svo á framferði Stöðvar 2 á laugar- dags- og sunnudagsmorgnum, þó umræðu- efnið hér eigi strangt til tekið að einskorð- ast við útvarp. Það er nefnilega farið að lauma gos- og sælgætisauglýsingum inn á milli barnaþáttanna á morgnana, þegar pabbi og mamma sofa. Þetta er víst ekki brot á nýju útvarpslögunum, eins og marg- ir halda, en mikið hræðilega finnst mér það lágkúrulegt að selja gos- og sælgætis- framleiðendum aðgang að börnum á þenn- an hátt. SJÓNVARP Frétt vikunnar Sigrún Stefánsdóttir er einkar áheyrileg- ur fréttamaður og gerir oft góða hluti. Auk frétta er Sigrún umsjónarmaður þáttarins Nafns vikunnar, sem sjónvarpið sýnir á laugardagskvöldum. Sl. laugardag var nafn vikunnar tíu barna móðir í Reykjavík. Var bæði forvitnilegt og skemmtilegt að heyra það sem þessi unga kona hafði fram að færa og væri mikið unnið ef sjónvarpið héldi áfram á þeirri braut að flytja upplýs- ingar af hinu óvenjulega í þjóðfélaginu. Þátturinn Nafn vikunnar, sem hér er til umræðu, átti sér hins vegar óskemmtileg- an eftirmála í fréttum. Oskemmtilegan af því þá var gerð frétt úr auglýsingu. Nafn vikunnar, sem upplýsti að hún hefði aldrei til útlanda komið, fékk heimsókn daginn eftir. Var þar kominn Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnuferða-Útsýnar. Og skipti engum togum að forstjórinn gaf nafni vik- unnar ferð til útlanda fyrir alla fjölskyld- una. Svo einkennilega vildi til að frétta- maður sjónvarps var mættur á staðinn með tilheyrandi gauragangi, myndaði forstjór- ann þar sem hann renndi í hlað á glæsi- eftir Helga Má Arthúrsson kerru og afhenti nafni vikunnar blóm og farmiða til útlanda. Úr öllu saman var gerð „frétt vikunnar" sem við kjósum að kalla svo. Sjö mínútna innslag í fréttatíma þar sem forstjóra ferðaskrifstofu er gefið frítt spil til að auglýsa þá vöru sem hann hefur á boðstólum. Auglýsingamínútan í sjónvarpi kostar um sjötíu þúsund kr. sem þýðir að sjónvarp- ið auglýsti þarna gratís fyrir jafnvirði hálfr- ar milljónar. Nafn vikunnar getur hrósað happi yfir höfðingsskap Samvinnuferða- Útsýnar, Helgi Jóhannsson yfir höfðings- skap fréttastofu sjónvarpsins, en við hin sem horfðum á „fréttina" veltum því fyrir okkur hvort ferðaskrifstofan hefði ekki hreinlega grætt á gjöfinni. Fréttaflutningur af því tagi sem hér er gerður að umtalsefni færir til mörkin á milli auglýsinga og raunverulegra frétta. Og það vekur óneitanlega furðu að sjón- varpið skuli á þennan hátt leggjast í nýtt strandhögg í fréttaöflun. Menn gerðu frek- ar ráð fyrir að einkastöðin, Stöð 2, héldi öllu frumkvæði í þessum efnum. Svo er ekki. 38 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.