Helgarpósturinn - 12.11.1987, Blaðsíða 26
„Þeir eru orðnir hálförvænt-
ingarfullir á Wall Street“
Litast um í kauphöllinni þremur vikum eftir hrunid
í strekkingnum fyrir framan kauphöllina í Wall Street
lagði maður skutbíl síðastliðinn föstudagsmorgun. Opn-
aði að aftan og tók að selja skyrtuboli með áletruninni
„Eg lifði hrunið af“. Kauphallarljónin þustu strax að.
Fljótlega voru bolirnir uppseldir og farandsalinn ók á
brott eftir fleiri bolum.
„Það er ágætt ef einhver getur grætt á hruninu," sagði
einn af hlutabréfasölunum á leiðinni inn.
EFTIR GUNNAR SMÁRA EGILSSON
Á gangstéttinni fyrir utan kaup-
höllina var löng biðröð ferðalanga
sem voru komnir til að skoða
stærsta hlutabréfamarkað heims.
Hann er jafnframt annar tveggja
vinsælustu viðkomustaða ferða-
manna í New York. Og einn fárra
sem ekki krefjast aðgangseyris.
Eftir um tveggja tíma bið í ísköld-
um strekkingnum er ferðamönnun-
um boðið upp á sögu markaðarins
af veggspjöldum og myndböndum.
Síðan útsýni yfir sjálfan markaðs-
salinn.
VEGGUR TIL VARNAR
MENNINGUNNI
Wall Street er neðst á Manhattan.
Við þessa götu og í næsta nágrenni
eru höfuðstöðvar allra stærstu fjár-
málafyrirtækja borgarinnar. Þar býr
enginn og á næturnar er þetta
hverfi eins og dauðs manns gröf. Á
daginn iðar hins vegar allt af fólki
þó það sé fátt aðlaðandi á eða við
göturnar.
í sýningarsal Sjónmenntaskólans í
New York hangir uppi sýning nem-
enda á verkum er öll voru unnin út
frá sömu forsendu; einni mílu. Einn
nemendanna hafði notað sína mílu
til þess að draga ferhyrning utan um
Wall Street-hverfið á korti af Man-
hattan.
I skýringartexta greindi hann frá
því að þessi gata drægi nafn sitt af
vegg er Hollendingar hefðu reist
neðst á Manhattan til varnar óvin-
um sínum. Honum fannst því ráð að
reisa nú nýjan vegg, í þetta sinn í
kringum allt hverfið. Tilgangurinn
með þessum nýja vegg væri þó ekki
sá að halda fólki frá hverfinu, heldur
að halda þeim inni er ynnu þar, og
líklega einnig áhrifunum af vinnu
þeirra.
PYLSUÁT í
KAUPHÖLLINNI
„Þetta hefur verið frekar rólegur
morgunn," hafði einn af sölumönn-
unum sagt mér niðri í anddyrinu.
Þegar litið var yfir salinn af svöl-
um í gegnum skothelt gler kom í ljós
að það hafði ekki breyst. Flestir
þeirra sem voru í salnum — og þeir
voru ekki margir — vöfruðu um eins
og þeir væru að bíða eftir að eitt-
hvað gerðist. Nokkrir hölluðu sér
upp að borðum fyrir neðan tölvu-
skjái, sem mynduðu áttstrenda
hringi í loftinu. Eftir skjánum runnu
tölur og á gólfinu lá pappírsrusl.
Þegar sendisveinar frá matsölum
komu klyfjaðir kössum að dyrunum
að salnum kom í ljós eftir hverju
þeir sem ráfuðu um salina voru að
bíða. Þeir þustu að sendisveinunum
og gripu hamborgara, samlokur og
jafnvel pylsur upp úr kössunum.
Það var rólegur dagur í kauphöll-
inni — þremur vikum eftir hrunið
mikla.
FLEST Á NIÐURLEIÐ í
AMERÍKU
Enda gerðist fátt markvert. Dow
Jones-vísitalan féll niður um rétt
rúm tvö prósent. Önnur vísitala
hnökraðist lítið eitt til.
Verðgildi hlutabréfa í einstökum
fyrirtækjum breyttist lítið — flest
lækkuðu. Einu hlutabréf stærri fyr-
irtækjanna sem hækkuðu í verði
voru hlutabréf í fyrirtækjum af evr-
ópskum uppruna og hlutabréf í
amerískum bílaverksmiðjum. Stuttu
áður hafði komið fram að sala á
amerískum bílum hafði aukist um
tíund.
Hlutabréfamarkaðurinn í Wall
Street bjó því ekki til fréttirnar
þennan dag. Fall dollarans, fjárlaga-
og viðskiptahallinn og bið eftir að-
gerðum frá stjórninni í Washington
fylltu viðskiptasíður dagblaðanna
daginn eftir. Þegar litið var yfir þær
virtist flest á niðurleið í Ameriku.
Fréttir af tveggja prósenta falli
Dow Jones neðst á síðunum töldust
ekki til stórtíðinda. Það er orðin við-
urkennd skoðun að hrunið þann 19.
október hafi verið leiðrétting á of
hátt metnum hlutabréfum.
VINNUDÝR Á
ÍSSALAJÖKKUM
Hlutabréfasalarnir sem átu ham-
borgarana sína niðri á gólfinu í
kauphöllinni í Wall Street litu heldur
ekki út fyrir að geta steypt veröld-
inni í glötun. Hvað þá bjargað
henni. Þó álita mætti að menn sem
eru við þessa vinnu breyttu mat sín-
um í taugaveiklun mátti sjá á mörg-
um að þeir breyttu matnum í fitu
eins og svo margir aðrir.
Þeir sem voru að kaupa og selja
hlutabréf í markaðssalnum litu flest-
ir út eins og hverjir aðrir sölumenn.
Þeir gátu allt eins verið að selja
teppi eða bíla.
Þeir sem voru niðri á gólfinu voru
klæddir denimjökkum í ýmsum lit-
um — gráum, bláum, grænum. Þess-
ir jakkar eru einstaklega álappaleg-
ir í sniðinu. Verri en Gefjun hefur
sent frá sér í áraraðir. Það leit í raun
frekar út fyrir að þarna væri þing
íssölumanna en að á þessum stað
hefði verðgildi bandarískra fyrir-
tækja fallið í verði um fimmtung á
einum degi.
Þessir menn voru vinnudýrin. í
bakherbergjum voru stærri spá-
menn, en þeir stærstu létu sér
nægja að fylgjast með tíðindum úr
kauphöllinni í gegnum tölvufjar-
skipti.
SYNGJANDI
FASTEIGNASALAR
Á leiðinni heim frá kauphöllinni
hitti ég kunningja mína á bar á West
Broadway. Þar sem við sátum og
sötruðum drykkina lagði gamall
sendibíll, kyrfilega merktur fast-
eignamiðlun, upp að gangstéttinni
fyrir utan gluggann á barnum. Út úr
bílnum steig rakarakvartett, hóf að
syngja og dreifa bæklingum. Þessir
menn voru að vekja athygli á því að
fasteignamiðlunin væri flutt í nýtt
húsnæði í Wall Street-hverfinu.
„Þetta er einkennileg borg," sagði
kunningi minn. „Einu óvæntu uppá-
komurnar á götunum eru til þess að
selja fasteignir."
Við hlýddum á sönginn um stund.
Þegar barstúlkan kom með nýja
drykki staldraði hún við og fylgdist
með skemmtuninni. Þetta var auð-
sjáanlega í fyrsta skipti sem þessi
kvartett skemmti á götum úti. Fast-
eignasalarnir, sem dubbaðir höfðu
verið upp í blaser-jakka og stráhatta
með flötum kolli, gutu augunum
hver til annars í hughreystingar-
skyni.
„Þeir eru orðnir hálförvæntingar-
fullir niðri í Wall Street," sagði bar-
stúlkan og sneri aftur til vinnu
sinnar.
RUNNI
26 HELGARPÓSTURINN