Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 4
RIKISFJARMALIN 1987 Að vanda var ekki gripið til róttœkra efnahagsað- gerða — fyrr en eftir kosningar. Þá var gripið til uppstokkunar — sem gœti oröið banabiti nýrrar ríkisstjórnar. UPPLAUSN Ríkisfjármálin einkenndust á síðasta ári af miklum sveiflum, sem gjarnan fylgja kosningaárum og stóla- skiptum í fjármálaráduneyti. Þorsteinn Pálsson mátti búa við það, að stjórnmálamenn voru komnir í kosningaham á síðustu mánuðum ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, og þaö tók að gæta upplausnar í stjórn ríkisfjármála. Eftirmaður Rorsteins, Jón Baldvin Hanni- balsson, færði fram róttækar hugmyndir um uppstokkun kerfisins með hástemmdum yfirlýsingum um hallalaus- an ríkissjóð og frystingu á erlendum lántökum. EFTIR FRÍÐRIK Þ. GUÐMUNDSSON MYNDIR JIM SMART Fráfarandi ríkisstjórn hafði skilað ríkissjóði í lok ársins 1986 með 40,1 milljarðs króna útgjöldum á móti 38,2 milljarða tekjum — nær tveggja milijarða halla. í fjárlögum 1987 var gert ráð fyrir enn meiri halla, gati upp á 2,8 milljarða króna, þrátt fyrir margumtalað góðæri. Kosningarnar höfðu þau áhrif að ríkisstjórnin afréð að gripa ekki til róttækra efnahagsaðgerða, þótt verðbólga færi vaxandi og þrátt fyr- ir þenslu sem allflestum þótti yfir- gengileg. SÖLUSKATTURINN FREISTAR Þegar kom að stjórnarmyndunar- viðræðum þótti ljóst að það stefndi allt í 4ra milljarða gat. Tilvonandi ríkisstjórnarflokkar settu á fót 6-manna nefnd til að gera tillögur um lausn málsins. Nefndin fór yfir fjárlögin niður í hina smæstu tekjuliði — enda var fremur litið til aukinnar tekjuöflunar en útgjaldalækkunar. Strax urðu menn ásáttir um að söluskatturinn þætti vænleg leið í þessu sambandi. Það þótti líklegt t.d. að með því að hækka söluskattinn um 2 prósentustig mætti eyða halla ríkissjóðs á 3—4 árum, þ.e. á kjör- tímabilinu. Þarna kom hins vegar fram krafa kratanna um að fækka undanþág- um og leggja á svo gott sem undan- þágulausan söluskatt, þó með breytiiegri álagningu milii vöruteg- unda. Endanleg útkoma skyldi þó skila umtalsverðum tekjum í gata- sigtið ríkissjóð. Menn vissu sem var, að það myndi mælast pólitískt illa fyrir að leggja söluskatt á matvæli — en menn urðu þó furðulega sam- mála um þessa Ieið í grundvallarat- riðum. T.d. þótti sjálfstæðismönnum þetta ekki fráfararatriði, en lögðu allt undir til að kveða niður hug- myndir framsóknarmanna og sjálf- stæðismanna um stóreignaskatt og skatt á hátekjur. Kratar lögðu stór- eignaskattsleiðina á borðið með þeirri áætlun að tekjumöguleikarn- ir hljóðuðu upp á allt að 800 milljón- um króna. TOLLAR OG VÍXLAR KOSNINGA Eftir að ríkisstjórnin hafði tekið við komu fram ýmsar skýringar á auknum halla ríkissjóðs. Meðal ann- ars 560 milljóna króna aukafjárveit- ingar fyrri hluta ársins. „Kosninga- tollur" var það kallað. Af þessum 560 milljónum króna fóru um 218 milljónir í heilbrigðis- og trygginga- PSTOI ráðuneytið, þ.e. 115,5 milljónir vegna bifreiðakaupa fatlaðra. Af öðrum stórum póstum í aukafjár- veitingum má nefna 75 milljónir króna í viðbótarniðurgreiðslur á ullarverði og 37 milljónir í Víðishús- ið., Á sama tíma kom í ljós sú niður- staða sérstakrar nefndar að flugstöð Leifs Eiríkssonar hefði farið nær 900 milljónum umfram áætlun, einkum og sér í lagi var það rakið til mikillar áherslu á að ljúka stöðinni fyrir kosningar! Af álika stórum „óvæntum" útgjöldum fyrir ríkis- sjóð má nefna 750—800 milljóna króna gjaldþrotavíxil Utvegsbank- ans. MÍNUS 4 MILLJARÐAR Fyrstu aðgerðir nýrrar ríkisstjórn- ar þóttu að mörgu leyti gallaðar og haldlitlar. Undanþágum frá sölu- skatti var fækkað og tekinn var upp sérstakur söluskattur á ýmsar vörur og þjónustu. Lagt var sérstakt bif- B-4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.