Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 19
hátt yfirsýn yfir baráttuna. Fjöldi
fjölmiðla gerði það sömuleiðis að
verkum, að hraðinn í kosningabar-
áttunni varð meiri. Það ríkti sann-
kallað anarkí síðustu vikur fyrir
kosningar. Flokkarnir mættu þess-
ari óvissu með því að leggja frekari
áherslu á beinar auglýsingar í fjöl-
miðlum og kom þá glögglega fram
hvaða flokkar það voru sem greið-
astan aðgang höfðu að fé. Hefð-
bundnir stjórnmálafundir misstu að
verulegu leyti marks, nema úti um
land þar sem kosningafundir urðu
allt í einu eins og fastur liður í
skemmtanalífi hvers pláss — eins
konar sumargleði.
Auglýsingar flokkanna voru mest-
an part í höndum fagmanna — aug-
lýsingastofa — sem er önnur breyt-
ing á kosningabaráttu í landinu. Og
stofurnar gerðu vitaskuld það sem
þær eru færastar í, markaðssettu
stjórnmálamenn og stefnur eins og
hverja aðra vöru. Einkennandi var
áherslan sem lögð var á einstakl-
inga. Þannig var Steingrímur Her-
mannsson matreiddur eins og klett-
ur sem stendur af sér þyngstu öldur
sjávarins og fékk fyrir það gælu-
nafnið ,,kletturinn“, eða Rocky, sem
vísaði til ævintýrakvikmynda Sylv-
esters Stallone. Ólafur Ragnar
Grímsson var matreiddur sem sér-
stakur talsmaður hins smáa — í at-
vinnurekstri — og baráttumaður
lýðræðisaflanna á Suðurnesjum,
þar sem hann átti í höggi við Stein-
grím ,,Rocky“ Hermannsson. Smá-
iðnaðartilhneiging Ólafs Ragnars og
skemmtilegar auglýsingar munu
hafa farið fyrir brjóstið á „sósíalist-
um flokksforystunnar" í Reykjavík.
Kosningarnar í vor sem leið voru
forsmekkurinn að því sem koma
skal.
STJÓRNARMYNDUN —
RÍKISSTJÓRN
Fylgishrun Sjálfstæðisflokksins
varð til þess að ekki tókst að mynda
tveggja flokka ríkisstjórn, eins og
formenn fjórflokkanna töldu heppi-
legast. Fljótlega varð ljóst að þriggja
flokka ríkisstjórn yrði niðurstaðan.
Spurningin var aðeins sú hvaða þrír
flokkar röðuðu sér saman. Tveir
kostir voru ræddir af alvöru. Al-
þýðuflokkur, Kvennalisti og Sjálf-
stæðisflokkur, eða Alþýðuflokkur,
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur. Til að gera langa sögu stutta
varð síðari kosturinn að ríkisstjórn.
Og Þorsteinn Pálsson varð, þrátt fyr-
ir fylgishrunið, forsætisráðherra.
Var það skilyrði sem sjálfstæðis-
menn settu fyrir ríkisstjórnarþátt-
töku. í stjórnarmyndunarviðræðum
og stefnuyfirlýsingu kemur glöggt
fram, að ríkisstjórnin er mynduð til
að standa vörð um og koma í veg
fyrir verulegar breytingar í efna-
hagsmálum. Markmiðið er að koma
á svokölluðum stöðugleika í efna-
hagslífinu og ná niður verðbólgu.
Hafa aðgerðir ríkisstjórnar síðan
miðast við þetta markmið, en að-
gerðarleysi orðið til þess að mark-
miðið er enn óralangt úti í framtíð-
inni.
Ríkisstjórnin er ekki rökrétt fram-
hald af kosningunum. Fjöldi fram-
boðslista, uppgangur Kvennalista
og tilurð Borgaraflokksins, ásamt
fylgishruni Sjálfstæðisflokksins,
benti til þess að þjdðin væri að kjósa
yfir sig fjögurra, eða fimm flokka
ríkisstjórn, en eins og í kosningun-
um níu árum áður, 1978, virtu
stjórnmálamennirnir þessar óskir
að vettugi og mynduðu sterka
meirihlutaríkisstjórn í samræmi við
kenninguna að það þyrfti mikinn
meirihluta til að ná tökum á helstu
stærðum í efnahagslífinu. í augna-
blikinu hefur ríkisstjórnin afsannað
meirihlutakenninguna.
ÞINGSTÖRFIN
Alþingi fór hægt og hljótt af stað
eftir átökin við að koma saman
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar og
sætta sjónarmið ríkisstjórnarflokk-
anna í helstu ágreiningsmálunum.
Helstu mál haustsins voru húsnæð-
ismál, staðgreiðsla skatta, fjárlög
með lánsfjárlögum og splunkunýju
„tekjuöflunarkerfi ríkisins", kvóta-
frumvarp Halldórs Ásgrímssonar og
„matarskattsfrumvarpið" sem svo er
nefnt, þ.e. álagning söluskatts á öll
matvæli.
Öll voru mál þessi afgreidd frá Al-
þingi, sem þurfti, vegna þess hve
mál þessi komu seint frá á þingi, að
kalla saman á milli jóla og nýárs og
strax eftir áramót.
Ólga innan þingflokka ríkisstjórn-
arflokkanna einkenndi afgreiðslu
allra málanna. Það gerðist nú, sem
ekki hefur gerst lengi, að þingmenn
greiddu atkvæði út og suður, án
þess þó að ríkisstjórn lenti í minni-
hluta.
Skýringin kann að liggja í rúmum
meirihluta ríkisstjórnar á þingi, en
gæti allt eins verið í samræmi við til-
hneigingu manna til að taka afstöðu
á grundvelli þrengri hagsmuna en
áður. Er hér aftur komið að því sem
endurspeglaðist í fjölda framboðs-
lista, og óvenjulegum niðurstöðum
kosninga, hruni fjórflokkakerfisins
á þingi. Allar skoðanakannanir sem
gerðar hafa verið eftir kosningar
benda til þess að óskin um fjöl-
breytni sé enn fyrir hendi meðal al-
mennings og að hið hefðbundna
mynstur í stjórnmálum — stór Sjálf-
stæðisflokkur sem getur veðjað á
samstarfsflokka til hægri og vinstri
eftir hentugleikum — sé hrunið. Ár-
ið 1987 er því í stóru og smáu tíma-
mótaár í stjórnmálum.
Stjórnmál f fjölmiölum.
Fjölmiðlar og auglýsingar settu mark
sitt á kosningabaráttuna og stjórn-
mólin á árinu 1987. Þorsteinn Pálsson
fór illa út úr fjölmiölafárinu. Fyrst hélt
hann blaðamannafund sem hleypti
öllu i bál og brand. Síðan gaf hann yf-
irlýsingu þess efnis að Albert Guð-
mundsson yrði ekki aftur ráðherra og
leiddi það til þess að Albert yfirgaf
flokkinn og klauf hann. Hér er for-
ssetisráðherra að fylgjast með niður-
stöðum aprílkosninganna.
HELGARPÓSTURINN B-19