Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 32
 Frásagnargleðin var áberandi í skáfdsagnagerð þar sem karlar viku fyrir konum. Klisjan hélt velli í íslenskum bók- menntum á síðasta ári. Það er að segja, ár konunnar tók við af ári Thors, eins og hent var á lofti í gáfu- mannahópum. Víst er að konur voru mjðg áberandi í skáldsagnarit- un síðasta árs, sterkasta skáldverk ársins var kvennaverk hennar Vig- dísar Grímsdóttur, Kaldaijós, og skammt undan var afbragðsverk Svövu Jakobsdóttur, Gunnlaðar- saga. Þá sendi Nína Björk Árnadótt- ir frá sér sína fyrstu skáldsögu, Móð- ur, konu, meyju. En árið var ekki síður athyglisvert fyrir margt annað en þá tilviljun að konur skyldu vera jafnáberandi í skáldsagnagerð og raun varð á. Það sem ekki gerðist var ekki síður til- efni umhugsunar. Flestir afkasta- mestu og viðurkenndustu rithöf- undarnir gáfu ýmist engar bækur út á árinu eða sendu frá sér eins konar millispil eða uppsafnað efni — og nægir hér að nefna Thor Vilhjálms- son, Guðberg Bergsson, Einarana Má Guðmundsson og Kárason, Þór- arin Eldjárn, Pétur Gunnarsson, Ólaf Gunnarsson og Ólaf Hauk Símonarson. Þetta merkir væntan- B-32 HELGARPÓSTURINN lega ekkert annað en að það ár sem nú er nýhafið verður afburðagott skáldsagnaár, ailtént að magni og efalítið að gæðum lika, því sú hefur þróunin verið í þessum geira ís- lenskra bókmennta að hinn epíski þáttur verksins hefur verið að styrkjast, frásagnargleðin hreint dæmalaust öflug. Það vakti jafnframt athygli að tveir ungir ljóðamenn komu fram með sínar fyrstu skáldsögur, báðar góðar en ólíkar, svo sem nöfnin gefa til kynna; Gangandi íkorni Gyrðis Elíassonar og Stálnótt Sjóns. Hvor tveggja stutt, hnitmiðuð bók mik- illar yfirlegu. Áberandi var ást manna á skáld- sögunni, hrifning lesandans á frá- sögu. Bækur voru í æ meira mæli keyptar til lestrar og meðal annars þess vegna festist kiljan í sessi sem hagkvæmur kostur í kappi við bandið. Stórir og næstum konung- legir bókaklúbbar viku fyrir smelln- um kiljuklúbbum. Skáld undu glöð við sitt. Sjaldan eða aldrei hefur ljóðið notið jafnal- mennrar hylli og á síðasta ári. Sýnd- armennska og næstum skylduræk- inn áhugi viku fyrir innilegri „intr- essu“, ljóðalestrar urðu allt í einu fjölsóttir og bókmenntafræðingar gripu tii þeirrar skýringar að það væri ef til vill þetta knappa form, þessi samanþjappaða kúnst í hraða hversdagsins, sem orsakaði áhug- ann. Hvort ljóðin höfðu batnað vissu menn ekki eða spurðu einfald- lega ekki um. Aðalatriði var að mæta, hlusta á ljóð, vera ljóðelskur. Tvær vörður á leiðinni; Stefán Hörð- ur með Tengsl, Sigfús Daðason með Útlínur bakvið minnið. En svo sem fyrri daginn verður ekki á allt kosið. Neikvæðu fréttirn- ar á sviði bókmennta koma innan af söfnunum, sem liðu fjársvelti á ár- inu. Og það sem er verst: Fyrst er skorið niður í kaupunum á barna- efni, sem hefur leitt til þess að börn- in sjá ekki lengur neina ástæðu til að koma á söfnin, sem í eina tíð voru full af nýju efni og hressum bókþyrstum börnum. Nýjar bækur heyra nánast sögunni til, söfnin standast myndbandinu ekki snún- ing og er skarð fyrir skildi. Væmnar hátíðarræður hafa hér engu breytt, þessi þróun hefur orðið hægt og sígandi síðustu ár og varðar sjálfsagt einkum spurningu um hug- arfar til þessara efna frekar en gleymsku. Því bókmenntir gleym- ast ekki. Bókhlaða þjóðarinnar fékk sínar tugmilljónir með herkjum, svo hald- ið verður áfram með byggingu hennar á árinu, en átak þarf til. Merkilegt viðhorf þegar menning er annars vegar. Menn geta göslað með flugstöðvar, ráðhús og þing- virki og opnað allt saman eftir hent- ugleikum. Menning er hins vegar á kirkjustiginu, miðast við mannsald- ur. Bóksala var betri á árinu en verið hefur síðasta aldarfjórðung, enda þótt viðmiðunin við brennivíns- flöskuna sé fyrir langa löngu ótæk, áfenginu í vil. Mest seldu bækurnar fóru yfir tíu þúsund, og sem fyrr voru það „formúleraðar" viðtals- bækur í bland við biturleika og tár. Konur selja, virka betur innan bók- fells en utan markaðslega séð. En athygli vekur einnig góð sala á erlendri þungavigt, þykkum kúltúr; vandaðar góðbókmenntir seldust helmingi betur en alla jafna, ekki óalgengt að vönduð þýðing seldist í tvö þúsund eintökum, en áður reiknuðu menn með þúsundinu og þóttust vel sleppa. Skýringin senni- lega að hluta til aukin myndmáls- notkun. Nú um stundir er myndefni haldið svo að fólki að eigin hugsun er á undanhaldi, menn setja sig ekki iengur í spor annarra heldur eru settir í þau og það gerist einnig mun oftar að skoðanir manna byggist á myndum en orðum. Mönnum finnst þetta eiga að vera eins og sýnt var en ekki eins og þeim var sagt og eiga fyrir bragðið, í mörgum tilvik- um, erfiðara með að tjá hug sinn. Með öðrum orðum: Hugarheimur manna fæst við myndir og liti. Þess vegna er bókin allt í einu orð- in svo miklu meira „öðruvísi" en allt annað, vinalegur kjölturakki sem hægt er að njóta hvenær og hvar semvill— ífullkominniróogþögn. Og það þarf ekki að setja hana í samband við neitt annað en mann sjálfan. Og góð bók bregst ekki í slíku sambandi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.