Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 16
um. Svoleiðis stígvél vildu bara fáir Islendingar. Meirihlutinn var fyrir einfaldleikann. Meirihlutinn gerði sér líka grein fyrir að í hálku þýðir lítið að ganga á sléttum leðurbotn- um. Islendingar eru praktískir. Þeir' kaupa sér skó til að ganga á í snjó og slyddu. Það vita íslenskir skóhönn- uðir. Þeir varast að láta erlend tísku- áhrif ná tökum á sér. Hanna skó sem henta íslenskri veðráttu. En snjór- inn kom ekki þrátt fyrir góðan fóta- búnað íslendinga. Hann misskildi dæmið og settist að í öðrum lönd- um. Löndum þar sem fólk var ekki svo heppið að hafa íslenska hönnuði sem boðuðu ákveðna skótísku. Þess vegna rennblotnaði þetta fólk líka á fótunum. En íslenskar konur þurftu ekki að setja spariskóna með skrautinu í plastpoka tii að hafa meðferðis á dansleiki. Þær gengu bara út á sínum finu skóm, gengu út á götu um miðjan vetur sem há- sumar væri. Krakkar voru svo heppnir að „fjallgönguskór" voru í tísku. Grófgerðir skór með grófum sólum. Skór sem engum varð kalt í. Að vísu fannst þeim svolítið heitt að sitja í þessum skóm inni í húsum en létu sig hafa það. Allt fyrir tískuna. í BALLETTPILSI OG FJALLGÖN GUSKÓM Tískan hjá unglingunum þótti svakaleg á köflum. Að minnsta kosti fannst foreldrunum hún „einum of“. Ballettpils, þykkar „gammósíur" og fjallgönguskór. Hvaða samhengi var nú í þessu? Þetta voru fínni fötin. Hversdagsfötin samanstóðu af „snjóþvegnum" gallabuxum og peysum. Helst úr jogginggallaefni. Unglingar lögðu allt upp úr þægileg- um fatnaði. Sem betur fer komust gallajakkar með gærufóðri í tísku. Annars hefðu fleiri kvefast en raun varð á. Þegar snjóþvegnu gallabux- urnar voru í þvotti kiæddust ungl- ingarnir annaðhvort einhvers konar ullarbuxum, sem líktust helst herra- nærbuxum, eða glansandi íþrótta- galla. Almennilegar skólabuxur úr vönduðu ullarefni sáust varla. Ekki nema hjá þeim unglingum sem áttu foreldra sem réðu við þá. Og þeir voru sko ekki margir! Árið 1987 var líka árið sem foreldrar gengu helst á undan eða eftir unglingsbörnunum sínum í bænum. Hver vildi kannast við að strákurinn með stíflakkaða hárið væri einkasonurinn? Hár- greiðslufólkið virtist þeir einu sem voru sammála unglingunum. Enda fylgist það grannt með tískunni. Það er líka hárgreiðslufólkið sem kemur skilaboðum hártískuhönnuða á framfæri hér á landi. ÁRIÐ SEM STJÖRNURNAR KOMU í HÖLLINA Þeir sem ekki voru svo heppnir að eignast geislaspilara í fyrra keyptu sér venjulegar hljómplötur. Með Europe, Madonnu, Terence Trent DArby, Aha eða öðrum stjörnum. Sungu með hástöfum. Það minnk- aði heldur ekki vinsældir söngvar- anna að íslenskum táningum skyldi boðið að sjá þá og heyra. Annar eins viðburður hafði ekki gerst í langan tíma. Unglingarnir fréttu af þessum viðburðum löngu áður en þeir áttu sér stað. Ársins 1987 verður örugg- lega minnst á mörgum heimilum sem ársins „þegar Europe kom í Höllina". í fyrra kom líka myndin „La Bamba" til íslands. Þá ætlaði allt um koll að keyra. Unglingar spurðu foreldra sína hvort þeir myndu virkilega ekki eftir því þegar Ritchie Valens fórst í flugslysi: „Það væri eins og Madonna myndi deyja núna og við værum búin að gleyma því eftir 30 ár!“ Nei, slíkt gæti aldrei gerst, sögðu þau. Og sungu „La Bamba“. LÍTIL BÖRN í VÖNDUÐUM FÖTUM Litlu börnin voru líka látin fylgja tískunni. Hönnuðir barnafata vildu að vísu láta tísku þeirra fylgja tísku hinna fullorðnu. Hönnuðu kjóla sem voru úr vönduðum efnum. Hönnuðu ullarbuxur. Hönnuðu vandaðar peysur. Kápur og úlpur. Allt var vandað. Mikil áhersla lögð á saumaskapinn. Fólk úti í heimi gleypti við þessu. Líka nokkrir ís- lendingar. En ekki margir. Við vor- um nefnilega alltaf að hugsa um veðráttuna. Snjóinn og bleytuna. Við hugsuðum um útifötin sem yrði að vera hægt að „henda í vél“. Við hugsuðum með hryllingi til þess að þurfa að setja öll barnaföt í hreins- un. Og keyptum þess vegna ekki dýr og vönduð barnaföt nema til að nota í afmælum og á jólunum. En þá líka spöruðum við ekki. Þess vegna voru börnin á íslandi mörg hver klædd eftir nýjustu tísku á Ítalíu þeg- ar flugeldum var skotið á loft á Is- landi á gamlárskvöld. Við kvöddum árið 1987, greidd og klædd sam- kvæmt tísku þess árs. Daginn eftir vöknuðum við og við vissum að bráðum yrðu þessi föt komin úr tísku. Það var komið nýtt ár. Tísku- kóngar hafa þegar boðað vortísku ársins 1988. Þeir eru meira að segja búnir að ákveða hvernig við eigum að klæðast næsta haust, næsta vet- ur. En þangað til eru margir mánuð- ir og útilokað að reyna svo mikið sem ímynda sér hverju við klæð- umst um næstu áramót... :áéwá *.' B-16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.