Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 30
 EIKUSTIN Söngleikir héldur áfram að trekkja. Þetta er Kabarett í uppfœrslu Leikfélags Akureyrar, en fjárhagsstaða þess var tryggð á afmælisári Akureyrarkaup- staðar. Sýnu meiri geðshræring ríkti hér- iendis i upphafi síðastliðins árs en undir lok þess, en andlegt fát á fólki var þó líka talsvert þá. Hvort tveggja tilefnið má rekja til íslenskra sjón- varpsmynda, hin fyrri eftir Nínu Björk Arnadóttur í leikstjórn Krist- ínar Jóhannesdóttur, en þar brá fyr- ir kynþörfum — sem er ekki enn viðurkennt fyrirbæri uppi á íslandi, í besta falli að fólki finnist það ekk- ert hafa að gera með að horfa á svo- leiðis hluti — en einkar snjöll flétta þessa verks lýsti samskiptum mæðgna, þrám þeirra og viðhorfum til karlsins í stykkinu. Viðar Víkings- son spann Tilbury undir lok ársins og af því þar var ekki hægt að setja út á klám var nöldrað yfir ógeði og yfirgengilegum ælum sem aldrei ætluðu enda að taka. Vandlifað. Sjónvarpsmynd Nínu Bjarkar og Kristínar, Líf til einhvers, hefur lík- lega haft nokkur áhrif í leiklistar- heiminum og skilað sér í áherslum inn í leikhúsið. Það er átakameira en oft áður, verkefnava! er að verða djarfara og fólki finnst það ágætt. Nærgöngul verk og auðmýkjandi uppfærslur eru ekki lengur hreinasti viðbjóður, heldur viðurkenndur partur af litrófi leikbókmenntanna. Á árinu vannst einn merkasti sig- ur í íslensku leikhúsi frá upphafi leiklistarsögunnar hérlendis, en það var uppfærsla Stefáns Baldurssonar á Degi vonar eftir Birgi Sigurðsson. Dagur vonar er áhrifamesta leik- verk islensks leikskálds það sem af er, þéttskrifuð, (kannski einum of) örlagasaga á fátæku reykvísku heimili eftirstríðsáranna þar sem menn eru ýmist sáttir við sitt auma hlutskipti eða gera sér vonir um glæsta sigra í ritlistinni. Samtöl verksins eru unnin af slíkri nostur- semi að undrun vekur, byggingin er sterkleg og ræður vel við krefjandi inntakið. Leikstjórn Stefáns Baldurs- sonar í hinum litla kassa Iðnó er ráðagóð; fumlausar skiptingar og öruggar hreyfingar einkenna upp- færsluna. Og þarna blómstruðu leikarar, kannski mest og best Sig- urður Karlsson, sem er með tilþrifa- mestu skapgerðarleikurum okkar í dag, öryggið uppmálað. Guðrún Guðrún Gísladóttir svarar umhverf- inu í Degi vonar, einu magnaðasta leikverki íslenskrar leiksögu. Það er eftir Birgi Sigurðsson, en þáverandi leikhússtjóri í Iðnó, Stefán Baldurs- son, leikstýrði. B-30 HELGARPÓSTURINN Gísladóttir snart leikhúsgesti ekki síður, lék langt út í sal. Allir leikarar þessarar sýningar unnu reyndar sigur. Og eftir stendur höfundurinn með pálmann í höndunum. Dagur vonar hefur nú verið tekinn til leiklestrar hjá kunnum leikhópi í New York, sem er í sjálfu sér ein mesta viður- kenning sem íslenskt leikverk hefur fengið lengi. Þessi áfangi opnar því leið sem það á skilið. Það er eigin- girni að ætla einungis íslendingum að njóta Dags vonar. Brúðarmynd Guðmundar Steins- sonar var einnig leiklesin vestra á síðasta ári, á hátíð sem nefnd er eftir Eugene O’Neill, og vakti mjög mikla athygli, líkast til meiri en hér heima, þar sem verkið var fært upp í þjóð- leikhúsinu og fékk bágt fyrir. Leik- dómar voru allir á einn veg. Hér væri um millispil höfundar að ræða. En þetta var nærgöngult verk, rétt eins og önnur íslensk verk á árinu, og nægir þar að nefna Bílaverk- stæði Badda eftir Ólaf Hauk Símon- arson, sem var með fyrstu verkum sem Þjóðleikhúsmenn sýndu á nýju nettu sviði í kjallara húss Jóns Þor- steinssonar, norðan Lindargötu. Það er jafnvel svo nærgöngult verk að nálgast auðmýkingu, svo nærri er gengið aðalpersónum verksins. Það sem jafnframt einkenndi leik- húsárið í fyrra — jafnan erfitt að miða það við almanaksárið vegna eðlis leikársins — var leiksigur Við- ars Eggertssonar á Bretlandseyjum, einkum á Brighton-hátíðinni, en þar kom Egg-leikhúsið, sá og sigraði, og samkvæmt blaðadómum var koma þess sá listviðburður á hátíðinni sem vakti einna mesta athygli fyrir ágengni og frumleika. Og ágengni er efalítið vel til fundið orð í þessu samhengi því Viðar sýndi einleikina Skjaldbakan kemst þangað líka og Ekki ég — en fyrir einn gest í einu; orðið uppselt eða fullt hús öðlaðist þar með nýja skilgreiningu, og áhrif á mótherjann voru að líkindum yfir- þyrmandi, svo berskjaldaður hlýtur áhorfandi að vera í þessum leik ögr- unar og ágangs. fslenskt leikhúslíf er hressilegt og fjölskrúðugt, því er ekki lengur neitt óviðkomandi. Uppfærslur bera vitni áræði og metnaði í bland við mark- aðsundirgefni — og þetta tvennt hefur gert það að verkum að að- sókn í leikhús hefur aukist jafnt og þétt. Leikhúsferð er sá kostur sem fólk hugsar til þegar það hugsar sér til hreyfings í menningu og listum. Atvinnuleikhúsin þrjú hafa styrkst, þau reykvísku opnað frækileg útibú sem hafa aukið möguleika þeirra umtalsvert — og loksins, loksins var rekstrargrundvöllur Leikfélags Akureyrar tryggður og þurfti eitt stórt afmæli til, 125 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar. Menn eins og Birgir Sigurðsson og Guðmundur Steinsson hafa orðið öðrum leikskáldum mikil hvatning. Svo er að sjá að rithöfundar horfi meira til leikhússins en oftast áður og kjósi heldur að finna orðum sín- um stað á sviði en innan bókfells. Innan seilingar er kynslóð nýrra leikskálda sem eru óhrædd við ögr- andi verkefni. Það brakar hressilega í fjölunum, átökin eru rétt að byrja. Eitt hinna nærgöngulu íslensku leikverka frá síöasta ári, reyndar enn sýnt fyrir fullu húsi á Litla sviðinu í Þjóöleikhúsinu, Bílaverkstæði Badda eftir Ólaf Hauk. Á myndinni eru Bessi Bjarnason og Sigurður Sigurjónsson í hlutverkum sfnum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.