Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 29
Kvikmyndaársins 1987 verður varla minnst fyrir athafnasemi, enda var þá ein íslensk kvikmynd frumsýnd. En sitthvað er magn og gæði, og geta íslenskir kvikmynda- gerðarmenn verið ágætlega stoltir af þessari einmanalegu mynd, sem var fyrsta leikna kvikmynd ólík- indatólsins Friðriks Þórs Friðriks- sonar — Skytturnar. Myndin var frumsýnd í Háskóla- bíói, ,,af því það er ekki til stærra tjald" í Reykjavík, eins og höfundur- inn komst að orði. Handrit verksins samdi Einar Kárason rithöfundur ásamt Friðriki, og er hér um eins konar Islendingasögu okkar tíma að ræða, örlagasögu tveggja utan- garðsmanna sem rekast harkalega á í þessu þjóðfélagi skipulags og hraða. Það er vegur í þessari mynd, hraði, ofbeldi og harkaleg orða- skipti. Og, í fyrsta sinn í íslenskri mynd er landslagið látið lönd og leið, áherslan er á manninn og allra næsta umhverfi hans, sem er ýmist húsnæði, bifreiðir eða götur. Skytturnar fengu lof gagnrýn- enda sem líkaði keyrsla myndar- innar, tökur og athyglisverð tónlist- arnotkun. Leikur tveggja aðalleik- ara myndarinnar þótti og merkileg- ur, en þar var um tvo „amatöra" að ræða, ,,af því þeirra andlit eru ekki föst í öðrum rullum", eins og leik- stjórinn komst að orði. En þrátt fyrir það varð ekki góð aðsókn að mynd- inni, innan við tíu þúsund létu sjá sig — það þurfti glæsta sigra á erlendri grund til að Islendingar tækju við sér og skoðuðu þessa hrífandi kvik- mynd Friðriks Þórs. Myndin var fyrst sýnd í Cannes, utan samkeppni, en vakti þar þá at- hygli sem átti eftir að skila henni inn á fjölmargar aðrar hátíðir, svo sem Locarno, sem fagnaði 40 ára afmæli sínu á síðasta ári eins og Cannes. í Locarno hrepptu Skytturnar sérstök aukaverðlaun í mjög harðri keppni nokkurra eftirtektarverðustu ungu leikstjóra sem eru að um þessar mundir. Nokkru síðar hlaut myndin fyrstu verðlaun á norrænu kvik- myndahátíðinni í Lúbeck — og enn sér ekki fyrir endann á góðum mót- tökum myndarinnar sem bráðlega verður sýnd í Berlín, Búdapest, Köln og Osló. Hér heima var einnegin haldin kvikmyndahátíð, sem fram fór í september. Þetta var áttunda sinni sem Listahátíð í Reykjavík gengst fyrir festivali fyrir unnendur hreyfi- mynda og í þetta skipti tókst betur til en oftast áður. Þar kemur einkan- lega þrennt til. f fyrsta lagi var breiddin í vali mynda einkar góð, í öðru lagi gaf að líta á þessari hátíð myndir frá menningarsvæðum sem íslenskir kvikmyndahúsagestir eiga ekki alla jafna kost á að sjá, svo sem frá Taiwan og Finnlandi; áberandi voru þessi svokölluðu jaðarsvæði. Og það er greinilegt að þar er sitt- hvað að gerast: Ovenjuleg mynd- notkun, myndbygging og kraftur einkenndu margar þessara mynda. Frá Rússlandi kom Komið og sjáið, ein áhrifamesta stríðsmynd sem sýnd hefur verið, kvikmynd kven- leikstjórans Elen Klimov, meistara- verk sem dró að sér flesta áhorfend- Þórarinn Agnar Þórarinsson og Eggert Guömundsson léku utangarðsmennina í fyrstu leiknu kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar sem frumsýnd var í febrúar. Skytturnar hittu í mark og fengu slíkar viðtökur erlendis aö hægt er aö tala um margverðlaunað verk, varla ársgamalt. ur sem sátu fyrir framan hana í þrjá tíma, göptu og komust við, breið- tjaldið hafði tangarhald á fólkinu. Eins Matador frá Spáni, einhver glæsilejgasta litmynd sem sést hefur lengi. I þriðja lagi var Kvikmynda- hátíðin í Reykjavík 1987 merkileg fyrir gesti sína, en hingað komu ekki minni spámenn en Ettero Scola frá Ítalíu (La Bal, Maccharoni) og Roman Polanski (Tess, Rosmary’s Baby) og vöktu báðir athygli fyrir rólegt fas og prúðmennsku, blátt áfram og venjulegir menn, „eins óvenjulegir og maður gat hugsað sér að þeir hlytu að vera", komst einn að orði. Kvikmyndasjóður gildnaði á ár- inu og er það aðallega Þorsteini Pálssyni að þakka, sem veitti all- mörgum umframmilljónum í sjóð- inn, en úr honum verður veitt, að því er best er vitað, í næstu viku og að minnsta kosti fjörutíu manns bíða; aldrei fleiri og kannski aldrei áður jafnháleitar hugmyndir, til dæmis Kristnihald undir Jökli í leik- stjórn dóttur nóbelsskáldsins. Síðastliðið sumar unnu tveir hóp- ar hérlendis að gerð mynda sem sonur Bergmans, Ingmars Berg- man. Þetta verður dýr mynd, lang- samlega dýrasta verk sem íslenskur kvikmyndagerðarmaður hefur stýrt, enda styrkt duglega af sænsk- um sjóðum, Svenska Institutet og Viking Film. Frostfilm-menn, Karl Óskarsson og Jón Tryggvason, unnu að Fox- trott eftir handriti Sveinbjörns I. Baldvinssonar, sem er um þessar mundir að læra fagið á vesturströnd Bandaríkjanna. Aðstoðarleikstjóri myndarinnar er Lárus Ýmir Óskars- son, sem gerði góða hluti fyrir sænska sjónvarpið á síðasta ári, unglingamynd eftir hann fékk við- urkenningu á alþjóðlegu sjónvarps- myndahátíðinni í Bratislawa — og þarf talsvert til. íslensk kvikmyndagerð dró djúpt andann á árinu. Árið var lygnt með staðbundnum vindum, en framund- an er, ætla menn, stormur, átök. Kannski stormur í glasi, kannski meiri. Eitt er víst að árið 1988 sker úr um það hvort hérlendis verður jöfn og góð framleiðsla á íslensku myndefni eða áframhaldandi óvissa. HELGARPÓSTURINN B-29 væntanlega verða frumsýndar á ný- höfnu ári. Hrafn Gunnlaugsson skelfdi blaðalesendur með alla vega uppákomum, einkum dýrslegum, sem ýmsum þótti miður geðslegt, öðrum áhrifamikið — eins og geng- ur. Hrafn var þarna í skugga sjálfs sín að halda áfram fornsögum með sínu lagi. Aðstoðarleikstjórinn vakti athygli, ungur Svíi að nafni Davíð, Kvikmyndasjóður gildnaði á árinu fyrir velvilja Þorsteins Pálssonar. Sjóð- stjórnin honum á vinstri hönd: Friðbert Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Guö brandur Gislason, Knútur Hallsson, Sigurður Sverrir Pálsson og Kristín Jö hannesdöttir.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.