Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 17
STJÓRNMÁLIN 1987 Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. Jóhanna Siguröardóttir félagsmálaráðherra, Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra, Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráöherra, Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra, Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra, Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, Jón Helgason landbúnaðarráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra og Jón Sig- urðsson dóms- og viðskiptaráðherra. Samtals 11 ráðherrar. Fjölga þurfti um einn til að ná endum saman og uppfylla óskir flokkanna þriggja. Rikisstjórnin var mynduð til að ná því markmiði í efnahagsmálum sem hún hefur fjarlægst á undanförnum mánuðum. Fjórflokkakerfiö hrundi Fylgistap Sjálfstœöisflokks viövarandi Kosningarnar 25. apríl mörkudu þáttaskil í stjórn- málaþróun síðustu ára. Fjórflokkakerfið hrundi meö fylgisaukningu Kvennalista, stofnun Borgaraflokksins og klofningi Sjálfstœdisflokksins, fylgistapi Alþýdu- bandalags og frambodi sérstaks landsbyggöarframboös. Fyrir utan framboð Stefáns Valgeirssonar út úr Fram- sóknarflokknum og samruna Bandalags jafnaöar- manna og Alþýöuflokksins stuttu fyrir kosningar. Má segja aö sannkallaö anarkí hafi skapast í stjórnmálun- um. Stjórnarmyndunarviöræöur sem fylgdu í kjölfar kosninganna voru langar og erfiöar og niðurstaöan varö ráöuneyti Þorsteins Pálssonar, þriggja flokka stjórn Sjálf- stœöis-, Framsóknar- og Alþýöuflokks. Skásti kosturinn, eins og ríkisstjórnin var oft nefnd á árinu. Kosningabar- áttan var háö samfara fjölmiölabreytingu sem haföi af- gerandi áhrif á stjórnmálin. Nú var sömuleiðis fyrsta sinni kosiö samkvœmt nýjum kosningalögum. í ársbyrjun varð mönnum fljótt Ijóst að kosningaár var hafið. Ríkis- stjórn Steingrims Hermannssonar, sem brotið hafði verkalýðshreyfing- una á bak aftur 1983, 1984 og með svokallaðri þjóðarsátt í samningum 1985, lagði i árslok 1986 áherslu á áframhaldandi sátt stjórnar og verkalýðsforystu í samningum. Og varð að vilja sínum. Fyrirtækjum var í skjóli hóflegra kjarasamninga eftirlátið með samþykki verkalýðs- forystunnar, að semja við starfs- menn sína. Ríkisstjórnin fyrirhug- aði engar sérstakar efnahagsráð- stafanir fyrr en að afloknum kosn- ingum. Skattkerfisbreyting fyrir- huguð gerði árið 1987 að „skatt- lausu" ári og þar fyrir utan var ríkj- andi meint góðæri. Það var eins og stjórnkerfið í heild hefði ákveðið að sleppa fram af sér beislinu. FLUGELDASÝNING ÞORSTEINS Sjálfstæðisflokkurinn varð á kjör- tímabilinu fyrir þungum áföllum. Stórfyrirtæki, Hafskip, varð gjald- þrota og forystumaður flokksins í Reykjavík, þá fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson, tengist því máli með alvarlegum hætti. Skatta- mál ráðherrans þóttu í meira lagi tortryggileg og olli málið allt mikilli spennu innan flokksins. Ungur og óreyndur formaður flokksins, Þor- steinn Pálsson, sem kjörinn var á Landsfundi 1983, átti erfitt upp- dráttar í embætti m.a. vegna máls þessa og þegar fjölmiðlar greindu frá því mánuði fyrir kosningar, að hinn ungi formaður hefði á þing- flokksfundi farið fram á það við Al- bert Guðmundsson að hann segði af sér, sprakk blaðran. Formaðurinn hélt sögulegan blaðamannafund þar sem hann staðfesti upplýsingar þær sem áður höfðu birst í Helgar- póstinum um viðræður sínar við Al- bert Guðmundsson. Albert, sem staddur var erlendis, þóttist ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið, og ákvað að stofna Borgaraflokkinn eftir viðræður við Þorstein Pálsson og ummæli hins síðarnefnda þess efnis að Albert yrði ekki ráðherra vegna þeirra skattamistaka sem hann hafði gert. Þorsteinn Pálsson lagði hins vegar til, að Albert yrði áfram á lista sjálfstæðismanna i Reykjavík, efsta sæti, og þótti þessi tillaga stangast á við brottvikning- una úr ráðherrastóli. Þorsteinn, sem var fjármálaráðherra, skýrði ekki fyrir almenningi í smáatriðum skattamál Alberts Guðmundssonar og vísaði til þess að þau væru einka- IEFTIR HELGA MÁ ARTHURSSON MVNDIR JIM SMARTI HELGARPÓSTURINN B-17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.