Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 31
Breskir poppgáfumenn hóldu ekki vatni af hrifningu yfir verkum Sykurmola sem fannst fátt til um umstangið — og héldu sinu striki, sérstœðir og ögrandi Fjöldi tónleika og tónlistarvið- burða var engu minni á síðasta ári en endranær. Metið var jafnað sem fyrr, músíklífið er margbrotið á ís- landi og sigrar unnust heima og heiman. Ný kynslóð tónskálda, hljóðfæra- leikara, söngvara og stjórnenda festi sig í sessi á árinu og iét mikið á sér bera í tónlistar lífinu. Yngra fólk- ið, sprenglært, bar með sér nýja strauma, nýjar viðmiðanir og nýjar tilraunir. Menn leituðu fyrir sér, tón- listarlífið hefur oftast verið í fastari skorðum en á árinu sem leið. Umræða um nýtt tónlistarhús í Laugardal var áberandi og það breytt frá fyrra ári að sundrung vék fyrir samstöðu um þetta glæsilega mannvirki sem vonaraugu beinast að. Tónleikar til styrktar byggingu hússins, sem fram fóru nýlega í Há- skólabíói, báru þessu vitni; þar ríkti samhljómur, ólíkar tónlistarstefnur og greinar af meiðinum slógu sama taktinn, enda fullljóst að húsið verð- ur miðað við þarfir allra tegunda tónlistar, allt frá poppi til óperu. íslensk tónskáld og söngvarar unnu sigra á árinu svo um munar, unnu meira að segja landvinninga. Fyrst ber að telja Hafliða Hallgríms- son, sem hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrir verk sitt Poemi. Hafliði var áberandi hér heima á árinu, haldnir voru sérstak- ir Hafliða-dagar í Norræna húsinu sem tókust einkar vel og tónskáldið stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Islands á einum tónleikum hennar seint á árinu. Atli Heimir Sveinsson vakti einnig mikla athygli erlendis fyrir verk sín, sérstaklega fyrir sinn hlut í Scandinavia Today í Japan á árinu. Atli Heimir fékk að margra mati uppreisn æru á árinu, öðlaðist þá athygli sem verk hans eiga skilið, en hann er nú um stundir fremstur ís- lenskra tónskálda sem vinna hér- lendis, að því er ófáum finnst. Árið 1987 var ár íslenskra söngv- ara. Hjónin Bergþór Pálsson og Sól- rún Bragadóttir komust bæði á samning við virt þýskt óperuhús og vekur athygli hvað það tók þau stuttan tíma að ná jafngóðum árangri og samningur sem þessi er dæmi um. Garðar Cortez vann góða sigra á Bretlandseyjum þar sem hann hefur sungið sig inn í hug og lijörtu landsmanna. Garðar hefur bæði komið fram sem einsöngvari og tekið þátt í uppfærslum í Eng- landi og fengið mjög góða dóma fyr- ir, en til þess hefur verið tekið hvað hann hefur til að bera góða sviðs- framkomu og öryggi í söngtúlkun. Enda vanur maður úr íslenskum óperuuppfærslum, burðarásinn í rekstri Islensku óperunnar, sem lagði til glæsilegasta tónlistarvið- burð síðasta árs; hvorki meira né minna en Aida Guiseppes Verdi var til sýnis fram eftir ári í Gamla bíói í leikstjórn kraftaverkakonunnar Brí- etar Héðinsdóttur. Sigríður Ella Magnúsdóttir tók þátt í þessari upp- færslu og sýndi að hún er á toppi fer- ils síns nú um þessar mundir. En það er auðvitað Kristján Jó- hannsson sem stendur uppi með stærsta sigur ársins, samning um sönghlutverk í Scala — á betra verð- ur ekki kosið. Kristján hefur hin seinni árin sungið í fjölmörgum upp- færslum í Bandaríkjunum, stendur nú á þröskuldi Metropolitan, og hef- ur þegar öðlast þá víðtæku reynslu sem á að nægja honum til að stand- ast fyllilega samanburð við allra mestu hetjutenóra okkar daga. Kristján er farinn að standa við stóru orðin. Skömmu eftir að fréttist að hann hefði skrifað undir samning við La Scala fréttist að samningur um annað hlutverk í öðru verki þar væri í burðarliðnum, auk þess sem það spurðist út að hann væri kom- inn á samning hjá umboðsskrifstofu sem eiginkona sjálfs Pavarottis rek- ur, en það eru öngvir viðvaningar sem fá inni hjá þeirri konu. Meðal verkefna sem Kristján tók þátt í hér heima á árinu voru tema-tónleikar íslensku hljómsveitarinnar þar sem listamennirnir Sigurður Pálsson, Þorkell Sigurbjörnsson og Gunnar Örn spunnu saman íslenskt lands- lag. Hugmyndin vakti mikla athygli, en Kristján naut sín ekki sem skyldi í verkinu. Tveir kunnustu kórar landsins geisluðu á árinu, Bach og Hándel á disk hjá Pólýfón og Lang- hyltingum. Djarft og mikilfenglegt. En íslenskt tónlistarlíf er meira en ópera og einstakir hetjutenórar. Dægurtónlistin var meira áberandi en jafnan áður, sjaldan hafa íslensk- ar hljómplötur selst viðlíka og á undanliðnu ári þegar tvær íslenskar hljómplötur seldust í meira en fimmtán þúsund eintökum, Dögun Bubba Morthens og í fylgd með full- orðnum Bjartmars Guðlaugssonar. íslensk textagerð hélt velli og gott betur, meiri alúð var lögð við ís- lenskuna en oft áður, kveðskapur- inn betri og veigameiri í flutn- ingnum. Tónleikar voru vel sóttir og góðir, eftirtektarverðar voru hing- aðkomur vinsælla erlendra sveita. Þetta var ár Sykurmolanna sem virðast ætla að sigra Tjallann, að minnsta kosti héldu virtustu tónlist- artímaritin þar í landi ekki vatni á árinu yfir ágæti svo gott sem alls sem viðkom þessari hljómsveit á ár- inu. Plata grúppunnar, Birthday, hlaut einróma lof, og svo virðist sem nýjasta afurð hennar, Cold Sweat, ætli að fylgja þeirri fyrri eftir að vinsældum. Þá gerðu meðlimir Mezzoforte samning á árinu sem fleytir þeim inn á Bandaríkjamarkað, sem var langþráð takmark hljómsveitarinn- ar. Og Megas hvarf aftur til upphafs- ins, lokaði hringnum á endasprett- inum með því að líta yfir farinn veg, horfa ofan á heimaslóðirnar í mein- hæðnislegum Megasartón. HELGARPÓSTURINN B-31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.