Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 38

Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 38
Þaö er spurningin þegar fara á ,,út aö boröau Veitingahúsabransinn hefur tekið miklum stakkaskipt- um á undanförnum árum hér á landi. Það er af sem áður var þegar aðeins var hægt að velja milli örfárra veitinga- húsa þegar gera átti sér glaðan dag. Þá fór fólk líka út að borða bara til þess að fá sér gott að borða og eiga nota- lega kvöldstund. Síðan var gjarnan haldið á dansleik. Núna úir allt og grúir í veitingahúsum og það er meiri- háttar mál að ákveða hvert á að fara. Enda fer fólk ekki lengur á veitingahús bara tiL aö borda. Það fer á veitinga- hús með það fyrir augum að sitja þar fram eftir öllu kvöldi. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR JIM SMART Það eru engar ýkjur að segja að veitingahús hafi í æ ríkari mæli leyst dansstaði af hólmi. Skemmtistaða- eigendur kvarta líka undan minnk- andi aðsókn. Reyna að finna alls konar ástæður. Raunin virðist hins vegar sú að þeir sem á annað borð hafa peninga milli handanna vilja heldur fara á huggulegt veitingahús, fá sér góðan mat og láta stjana við sig en að standa í biðraðamenning- unni sem einkennir danshúsin. Það virðast helst vera þeir skemmtistað- ir sem höfða til aldursins 18—25 ára sem hafa nóg að gera. Þrátt fyrir heilsuæðið sem greip um sig hér á landi í fyrra virtust þeir veitingastaðir sem buðu nær ein- göngu upp á „heilsuleysismát" vera vinsælir. Hollustan -virtist að minnsta kosti cleymast á kvöldipat- var varla hægt að drekka vatn eða mjólk og þess vegna gleymdist að hugsa um kaloríurnar í kókinu rétt á meðan þessu var rennt niður. Svo kom Hard Rock Café, nýr staður í hinni nýju Kringlu. Meira að segja áður en opnað var sást fólk vera að kíkja á gluggana. Þetta var veitingahús sem var allt, allt öðru- vísi en við áttum að venjast. Hávær rokktónlist, fatnaður og hljóðfæri þekktra stjarna úti í heimi hangandi á veggjum, ótrúlega góður og lítt hollustulegur matur á boðstólum. Bráðhresst ungt fólk þjónaði til borðs. Samlokurnar hétu skamm- stöfunum sem þýða áttu hráefnið á erlendri tungu. Með þessu franskar. Fólk steingleymdi línunum. Það streymdi inn í Hard Rock. upp í Kringlunni. enda hættir fólki þangað fóru voru að hugsa um lín- urnar. Svo voru það fiskstaðirnir í mið- bænum. Þangað fóru þeir sem enn höfðu áhuga á hollustufæði. Fiskur hefur löngum verið talinn ein holl- asta fæða sem hægt er að neyta. Á fiskstöðunum var áhersla lögð á „frönsku línuna". Það var á mörkun- um að maður sæi matinn á diskun- um, svo lítið var framreitt. En það þótti smart að borða samkvæmt frönsku línunni. Þangað til manni fannst hún vera farin að ganga út í öfgar. Það var þegar skammturinn á disk gestanna var minni en þú myndir gefa kisunni þinni. Flestum fannst þetta samt alveg nóg. Að minnsta kosti héldu þeir sömu áfram að fara á matsölustaði sem skömmtuðu eftir frönsku línunni. Á tímabili var í tísku að vita ekki hvað maður var að borða. Sú hugmynd kom frá frönskum matreiðslumeist- ara, eftir því ég best veit. Sá hafði unun af að ákveða matseðilinn fyrir gestina, bjóða þeim allt að fimm réttum. Allt eftir frönsku línunni. Fæstir urðu þó saddir af réttunum fimm. Flestum fannst það samt svo- lítið spennandi að borða eitthvað sem þeir vissu ekkert hvað var. Fannst það mjög gott þangað til þeir vissu hvað þeir höfðu verið að borða... En það skipti litlu máli þótt gestir væru jafnsvangir eftir mat- inn. Sósan reddaði kvöldinu. Sósan í frönsku línunni var nefnilega sér- stök. Listilega vel skreytt, jafnvel köflótt eins og dæmt eru um. I ir, ja gvuð má vita hversu margir. Meira að segja gamla góða Kokk- húsið við Lækjargötu er horfið og í staðinn kominn kínverskur mat- sölustaður. Á sumum stöðunum koma meira að segja Kínverjar í símann þegar maður ætlar að panta borð. Reykjavík hefur fengið alþjóð- lecan blæ Það þarf að panta borð á veitinga- húsunum, þrátt fyrir þetta mikla framboð. Raunin er nefnilega sú að á flestöllum stöðunum er uppselt helgi eftir helgi. En fólk virðist ekki aðeins fara út að borða um helgar eða á kvöldin því í hádeginu eru veitingahúsin oftast troðfull. Meira að segja síðdegis. Enda tók ákveðið

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.