Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 21
Ársins 1987 verður sjálfsagt lengi minnst sem ársins
þegar íslendingar fengu verslunarsamstæðu, líkt og þeir
þekkja frá öðrum löndum. Kringlan var opnuð með við-
höfn 13. ágúst 1987 að viðstöddu fjölmenni sem mætti til
morgunverðar í þessu stóra húsi, sem mörgum fannst
nálgast að vera höll í útliti. Marmari á gólfum, plöntur
sem teygðu sig til lofts, gosbrunnar, rúllustigar. Verslun
við verslun og allt innanhúss.
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND JIM SMART
Kaupmenn í gamla midbœnum Kringlunnar nálgaðist. Mörgum
og í stórmörkuðum voru að vonum þótti hún ógnun við minni verslanir
skelkaðir þegar opnunardagur og ekki minnkaði það óttann þegar
kaupmenn í Kringlunni hömruðu á
því dag eftir dag að nú yrðu
,,Kringlujól“. Fólk hlyti að sjá hversu
miklu þægilegra það væri að gera
innkaupin inni í húsi, inni í hlýju og
yl í stað þess að renna til á frosnum
gangstéttum miðborgarinnar. Jóla-
auglýsing frá Kringlunni 4. desem-
ber 1987 hljóðaði einmitt á þann
veg:
„Hér j Kringlunni eru alltaf sömu
hlýindin og ekki hægt að kvarta yfir
snjónum. Samt lét ég þykku vetrar-
úlpuna mína í hreinsun hérna áðan
svona til vara, ef ég þyrfti niður í
gamla, góða bæinn."
JÓLASALA FRAM ÚR
BJÖRTUSTU VONUM
En hvað gerðist? Það rikti nokk-
urs konar sumarverður í Reykjavík í
desembermánuði og í sjónvarpinu
eftir jólin var haft viðtal við forráða-
mann Kringlunnar, Ragnar Atla
Guðmundsson, og einnig fram-
kvæmdastjóra samtakanna „Gamla
miðbæjarins", Ástbjörn Egilsson.
Báðir báru sig vel. Báðir kváðu
verslun hafa farið fram úr björtustu
vonum fyrir jólin. Hver voru eigin-
lega viðskiptaleg áhrif Kringlunnar?
Hafði það virkilega ekkert að segja
að verslunarhöll sem býður upp á
tugi verslana var opnuð á árinu?
Jú, kaupmenn í gamla miðbæn-
um segjast hafa orðið varir við sam-
drátt í verslun fyrstu vikurnar á eftir
en jólasalan hafi hins vegar orðið
mun betri en þeir reiknuðu með.
„Já ég þekki það að jólasalan í
gamla miðbænum var betri en
menn bjuggust við og auðvitað hef-
ur veðrið haft áhrif" sagði Astbjörn
Egilsson, framkvœmdastjóri sam-
takanna ,,Gamla miðbœjarins",
þegar við bárum þessa fullyrðingu
undir hann. „Ég held að skýringin
sé sú raunaukning sem orðið hefur
HELGARPÓSTURINN B-21