Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 39
hótel í miðborginni upp á því í fyrra
að hafa kaffihlaðborð síðdegis —
við undirleik lifandi tónlistar. Þang-
að lögðu margir leið sína, en ekki
endilega til að borða rjómatertur.
Nei, miklu líklegra að biðröðin sem
náði oft fram á ganginn hafi átt ræt-
ur sínar að rekja til forvitni. Yfir
kaffibolla heyrði fólk nefnilega oftar
en ekki allar nýjustu sögurnar í
bænum. Fyrir þvi þurfti sama og
ekkert að hafa, bara að ná sér í borð
miðja vegu i salnum — leggja við
hlustir og þá var öruggt að hægt var
að heyra ýmislegt, hvort sem fólki
kom það við eða ekki.
Annars er einn staður i bænum
sem virðist alltaf vera í tísku. Þá
skiptir engu hvaða erlend áhrif ber-
ast hingað til lands, hvort æskilegt
þyki að hugsa um línurnar eða hvort
hollustan sé kannski ekki mikil —
pylsubarinn er alltaf jafnvinsæll.
Þangað er líka hægt að fara í hvern-
ig fatnaði sem manni sýnist, á hvaða
aldri sem maður er og fyrir sama og
enga peninga. Ódýr og þægilegur
staður (ef maður er á bíl!) og gæðin
alltaf þau sömu. Þar er að vísu ekki
hægt að fá frátekið borðið sem
stendur á bílastæðinu, en hvað með
það? Það var sama biðröðin við
pylsuvagninn árið 1987 og árið þar
á undan, eða þar á undan eða svo
langt aftur sem fólk nennir að
hugsa.
Það er kannski nokkuð dæmigert
fyrir þann áhuga sem íslendingar
höfðu á mataræði í fyrra að nafn
nýju verslunarsamstæðunnar skyldi
vera „Kringlan". Sumir áttu reyndar
erfitt með að muna fyrstu dagana
hvað þessi nýja höll hét og kölluðu
hana „kleinuna”. Eitthvað matar-
kyns var það a.m.k. sögðu menn og
fengu sér salat og súpu, einhvern
vinsælasta málsverðinn ’87.
bæjarins
B E ZTO
bvt CTID
I I LoU Xl>
HELGARPÓSTURINN B-39