Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 27
ÁRIÐ 1987 KEYPTU MENN SÉR BÍLA OG ÞVOTTAVÉLAR. I FYRRA VANN FÖLK SÉR INN MIKLA PENINGAOG EYDDI ÞEIM JAFNÓÐUM. ÞETTA VAR VERALDLEGT ÁR, ÓVENJULEGT ÁR MEÐ NÝRRI STJÓRN OG KRÖFUM; MESTAN PART AÐ HAFA ÞAÐ GOTT, SUMPART AÐ GERA ÞAÐ GOTT. OG AF ÞVI LIST VAR ENNÞÁ TIL VAR HÚN GÓÐ OG GILD. ÞANIN EINS OG ALLT ANNAÐ — OG KEYPT — KEYPT DÝRUM DÖMUM. ÁBERANDI MÁLARINN Louisa Matthíasdóttir. íslenskt landslag með nýjum Jór- víkuraugum. KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN Friðrik Þór Friðriksson. „Frægð mín kemur að utan." Locarno — Lúbeck... RITHÖFUNDURINN Vigdís Gríms- dóttir. Kaldaljos: ... og það birtir yfir íslenskum skáldskap. Frásagnargleði og lipurð. NÝTT FÖLK LEIKSKÁLDIÐ Birgir Sigurðsson. Dagur vonar — ste rkt, hrífandi, djúpt. Sigur íslensks leikhúss. SÖNGVARINN Kristján Jóhannsson. Kominn í höfn. Skemman — La Scala. Stóð við stóru orðin. HALLMAR Sigurðsson — nýr leikhússtjóri við Tjörnina. Hann tók við af félaga sinum Stefáni Baldurssyni leikstjóra. BERA Nordal listfræðingur er orðin forstöðu- maður Listasafns íslands, en dr. Selma Jóns- dóttir, sem féll frá á árinu, hafði gegnt embættinu frá þvi safnið hóf starfsemi á önd- veröum sjöunda áratugnum. ARNÓR Benónýsson leikari tók við for- mennsku hjá Bandalagi íslenskra listamanna á árinu, en fyrirrennari hans var Birgir Sigurðs- son rithöfundur. GUNNAR B. Kvaran hefur komið sér fyrir á Kjarvalsstöðum. Eftir merkilegt starf í Ás- mundarsafni settist listfræðingurinn í stól Einars Hákonarsonar, forstöðumanns á Mikla- túni. HELGARPÓSTURINN B-27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.