Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 15
fólk missa áhugann á litgreiningu. Raunin varð önnur. Ennþá er fullbókað á námskeið hjá þeim sem bjóða kennslu í þessum efnum. FATATÍSKAN '87: KARLMENN HERRA- LEGRI EN ÁÐUR Fatatískan breyttist líka. Að vísu bakkaði hún, líkt og förðun, um tuttugu ár aftur í tímann á sumum sviðum. Rúskinnsjakkarnir, sem voru í tísku í kringum '65, komu aft- ur í fyrra. Herrajakkarnir orðnir herralegri, betur fóðraðir og á margan hátt nýtilegri — en rú- skinnsjakkar samt. Karlmenn virt- ust leggja meira upp úr því í fyrra að klæðast „herralega" en gerst hafði í langan tíma. Eigendur herraversl- ana voru að vonum ánægðir og lýstu því yfir að druslugangurinn væri horfinn. Þeir sem enn gengu í krumpuðum flauelsbuxum og þæfðum peysum hlutu að vera blaðamenn. Eða sálfræðinemar. Hinir, sem keyptu sér rúllukraga- boli, rúskinns- eða leðurjakka og almennilegar, vandaðar buxur, voru almennilegir menn. Gerðu í því að vera huggulega til fara. Skyrtur og slifsi komust líka í tísku. Þeir sem höfðu tíma til að fara heim milli vinnu og kráarsetu fóru gjarnan úr rúllukragabolunum. Snöruðu sér í sturtu og síðan í skyrtu. Röndótta eða einlita, skipti ekki máli. Bundu á sig slifsi og sveipuðu jakkanum yf- ir sig. Sumir fylgdu tískunni út í ystu æsar og fengu sér frakka. Síða herrafrakka. Vandaða og hlýja. Það þótti ekkert smart á árinu 1987 að standa í biðröð á lakkskóm, skjálf- andi af kulda. Þeir sem vildu virki- lega vera „in“ og áttu pening keyptu sér skósíðan úlfapels. Enda orðið sjálfsagt mál að hengja flíkina á læst herðatré á stöðum sem bjóða ekki upp á sérþjálfað starfslið til að gæta yfirhafna gesta. Dags daglega reyndu menn samt að vera „sport- legir" til fara. Gengu í jogginggöll- um daginn út og daginn inn. Ef ekki jogginggöllum þá að minnsta kosti í íþróttalegum peysum og bolum. Hárgreiðsla karlmanna umturnað- ist líka. Sá sem gekk ennþá með sítt hár var plebbi. Sá sem fékk sér ekta herraklippingu var meiriháttar. Sá sem meira að segja gekk svo langt að láta raka hnakkann eins og í eld- gamla daga var „alvöru maður". OG LOKSINS KOM AÐ ÞVÍ: MINI-TÍSKAN NÁÐI VINSÆLDUM! Konur byrjuðu árið á því að ganga í ökklasíðum pilsum. Þær lögðu annars ekki mikla áherslu á að vera kvenlegar. Ekki fyrr en líða tók á ár- iö. Þá fóru pilsin að styttast. Eftir því sem lengra leið því styttri urðu pils- in. Loksins kom að því að mini-tísk- an varð að veruleika. Tískukóng- arnir höfðu reynt að boða mini-tísk- una aftur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Það gekk aldrei. Þangað til 1987. Þá skildu konur loks að kannski væri eitthvað til í þeirri full- yrðingu karlmanna að kvenleggir ættu að sjást. Helst sem oftast. Skipti ekki máli hvort var á vinnu- stað, skemmtistað eða prívatstað. Vinnupilsin voru úr bómullarefnum enda voru bómullarefni í tísku. Sam- kvæmiskjólarnir voru úr vandaðri efnum en sést hafði frá 1950. Þeir urðu líka kvenlegri á allan hátt. Flegnari. Klauf einhvers staðar á pilsinu. Fótleggirnir urðu að sjást. Annars þýddi ekkert að þykjast vera í tískunni. Kjólarnir voru ekki leng- ur einfaldir. Alls konar skraut prýddi þá. Semelíusteinar og bróderí. Hár- skraut rauk líka upp vinsældalist- ann. Konur sem aldrei höfðu sett nokkuð í hárið áttu allt í einu lager af alls kynns slaufum, spennum og hringjum úr glansandi efni. Þær fóru að setja í sig rúllur á nýjan leik. Smábylgjur í hárinu gerðu þær óneitanlega kvenlegri en þessi gel- greiðsla sem þær höfðu verið með. Samt var hún ekkert farin úr tísku. Meðan hárið var eins og ekkert væri fyrir því haft voru konur í tísku. Ef greiðslan var þannig að augljóst var að miklum tíma hafði verið varið í hana og slaufa sett aftan á hnakka voru konur líka í tísku. Það var reyndar svolítið erfitt að vera ekki í tísku árið 1987. Enginn gengur um götur borgar- innar skólaus. Það vita skóhönnuð- ir, íslenskir sem erlendir. Enda hönnuðu þeir skó í öllum regnbog- ans litum. Samt var búið til meira af brúnum skóm þegar haustið nálg- aðist. Lógískt. Fólk gengur ekki í skærum skóm á vetrum. Nema kannski þá helst þegar farið er á dansleiki. Þeir sem áttu svarta sam- kvæmisskó notuðu þá. Svartir sam- kvæmisskór voru nefnilega ennþá í hátísku. En flestir samkvæmisskór voru mun meira skreyttir í fyrra en lengi hafði tíðkast. Slaufur og spennur voru framleiddar í tonna- tali til skrauts á spariskó. Enda mjög smekklegt þegar kvenfætur gægð- ust út um klauf á kjól að sæist í glæsilega, háhælaða skó með skrauti. Islendingar létu samt ekki gabba sig. Erlendir hönnuðir not- uðu slönguskinn og skinn af villtum dýrum í ríkum mæli í skóna. Stund- um varð útkoman góð, stundum ekki. Stígvél að hætti kúreka kom- ust í tísku á ný. Þau voru gjarnan með alls kyns útflúri og helst stein- HELGARPÓSTURINN B-15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.