Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 41
frá Afríku og Asíu í A-riðil Ólympíu-
leikanna í Seoul árið 1988. Sannar-
lega sterkur riðill og upplagt tæki-
færi til að klekkja á Svíum.
Þetta var síðasti mánuður flestra
vetraríþrótta. Njarðvíkingar urðu
íslandsmeistarar karla í körfuknatt-
leik eftir tvo sigra á Valsmönnum.
Njarðvíkingar tryggðu sér einnig
sigur í bikarkeppni karla í körfu-
knattleik með stórsigri á Valsmönn-
um. í 1. deild kvenna tryggðu KR-
stúlkurnar sér íslandsmeistaratitil
og þær sigruðu einnig í bikarkeppn-
inni. Unnu ÍBK í úrslitaleik.
Pálmar Sigurðsson var valinn
Körfuknattleiksmaður ársins og
Linda Jónsdóttir Körfuknattleiks-
kona ársins. Pálmar var einnig stiga-
hæsti leikmaður mótsins, með besta
vítahittni og gerði flestar þriggja
stiga körfur.
Stjarnan varð bikarmeistari karla
í handknattleik eftir góðan sigur á
Fram í æsispennandi leik sem þurfti
að framlengja. Fram-stúlkurnar
héldu hins vegar uppi heiðri þeirra
bláklæddu með sigri í bikarkeppni
kvenna. Liðið sigraði FH í úrslita-
leik. Breiðablik varð í öðru sæti á ís-
landsmótinu í handknattleik karla
og tryggði sér sæti í Evrópukeppni
en liðið kom upp úr 2. deild á síðasta
ári.
Kristján Sigmundsson, markvörð-
ur Víkinga, var valinn Handknatt-
leiksmaður ársins og Kolbrún Jóns-
dóttir, markvörður Fram, var Hand-
knattleikskona ársins.
ÍS varð bikarmeistari karla í blaki
en Breiðablik sigraði í kvenna-
flokki.
Fjórtán íslandsmet voru sett á inn-
anhússmeistaramóti íslands í súndi
og á móti í Skotlandi setti landslið
íslands í sundi ótal íslandsmet og
aldursflokkamet.
A meistaramóti Islands í kraftlyft-
ingum féllu metin í hrönnum en
hæst bar afrek Magnúsar Vers í hné-
beyju í 125 kg flokki þar sem hann
bætti met Jón Páls Sigmarssonar.
Þorsteinn Páll Hængsson og Þór-
dís Edwald sigruðu þrefalt á íslands-
mótinu í badminton.
A skíðamóti íslands varð Bryndís
Ýr Viggósdóttir sigursæl og Einar
Ólafsson gekk alla af sér í göngu.
íslenska knattspyrnulandsliðið
tapaði fyrir ítölum, 0—2, í undan-
keppni ÓL en U-18 ára landsliðið í
handknattleik varð í 2. sæti á Norð-
urlandamótinu sem fram fór hér á
landi. Þar var Þorsteinn Guðjónsson
kosinn besti varnarleikmaður móts-
ins. Það gekk ekki eins vel hjá
A-landsliði íslands í körfuknattleik,
en liðið varð i neðsta sæti á Norður-
landamótinu sem fram fór í Dan-
mörku, en fyrirfram hafði verið bú-
ist við góðu af liðinu. Þá tapaði
A-landslið okkar í knattspyrnu fyrir
Frökkum, 0—2, í París í undan-
keppni Evrópukeppninnar.
Maí
Island og Holland gerðu jafntefli
2—2 í skemmtilegum landsleik í
knattspyrnu á Laugardalsvelli. Guð-
mundur Torfason skoraði bæði
mörkin í leiknum, sem var liður í
undankeppni ÓL.
Eyþór Pétursson varð Glímukappi
Islands og karatemenn náðu ágæt-
um árangri á EM í karate.
Valsmenn urðu Reykjavíkur-
meistarar í knattspyrnu en Skaga-
menn meistarar meistaranna.
íslendingar tóku þátt í Ólympíu-
leikum smáþjóða og náðu góðum
árangri. Leikarnir sjálfir vöktu ekki
mikla athygli.
Júní
Arnór Guðjohnsen varð belgískur
meistari með Anderlecht í knatt-
spyrnunni þar í landi annað árið í
röð. Hann varð einnig markahæsti
leikmaður í Belgíu og valinn knatt-
spyrnumaður ársins af virtu dag-
blaði þar í landi.
íslenska landsliðið í knattspyrnu
varð fyrir miklu áfalli er liðið tapaði
0—6 fyrir A-Þjóðverjum á Laugar-
daisvelli.
Handknattleiklandslið pilta U-21
árs tapaði tvívegis fyrir Norðmönn-
um í undankeppni HM og er liðið úr
leik. Reyndar komst það síðan á HM
eftir að Argentínumenn hættu við
þátttöku. A-landslið íslands vann
aðeins einn sigur á Dönum í æfinga-
leikjum (3) og virkaði þungt og
slappt.
Ragnheiður Ólafsdóttir setti
glæsilegt íslandsmet í 3.000 m
hlaupi á móti i Bandaríkjunum.
Júli
Einar Vilhjálmsson setti Norður-
landamet i spjótkasti á vel heppn-
uðu landsmóti ungmennafélaganna
á Húsavík. Einar kastaði 82,96 m.
HSK sigraði örugglega í stigakeppni
mótsins eins og á undanförnum ár-
um. Vésteinn Hafsteinsson setti ís-
landsmet í kringlukasti á móti í Sví-
þjóð. Kastaði hann 67,20 og bætti
fyrra met sitt um eina 2 metra. Einar
Vilhjálmsson sigraði síðan á stiga-
móti frjálsíþróttamanna í Róm.
ísienska handknattleikslandsliðið
varð í 3. sæti á miklu móti í Júgó-
slavíu og sigraði m.a. Júgóslava, A-
Þjóðverja og Norðmenn.
Ágúst
Eðvarð Þór setti NM-met í 200 m
baksundi og að auki tvö íslandsmet
á Evrópumeistaramótinu sem fram
fór í Strassborg.
Haukur Gunnarssoh setti heims-
met fatlaðra i 100 m hlaupi er hann
V- hljóp á 12,8 sek.
Úlfar Jónsson sigraði örugglega á
landsmótinu í golfi, annað árið í röð.
HELGARPÓSTURINN B-41