Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 28
NDLISTIN með veggjum og lætur eins lítið fyr- ir sér fara og honum frekast er unnt. Gefur listinni eftir það sem segja þarf. Til þess er hún. Gunnar Örn fór hina leiðina — utan. Hann vann stóra sigra, komst í umboðssölu hjá nafntoguðum listaverkasala í New York, hlaut ýmsar viðurkenningar og sýndi í Japan. Gunnar Örn er einstaklega sterkur þessi misserin, atorkusamur og tæknin slík að samjöfnuð er að- eins að finna hjá bestu mönnum sem nú halda á pensli. Fígúratívur og blandar örugglega. En Iistin, myndlistin, er meira en augngæti og markaðsvara, hún er líka pólitík. Og þess varð vart á ár- inu svo um munar. Bræður börðust og aðrir til um forstöðumannsstöðu við Listasafn Islands, sem hefur margt lengi ef ekki frá upphafi verið heldur hornreka í íslensku kerfi. Dr. Selma Jónsdóttir féll frá á árinu og listfræðingurinn Bera Nordal tók við af henni, hafði áður unnið undir stjórn Selmu, en það var þó fráleitt sjálfgefið að hún tæki við starfanum eftir hennar dag. Einar Hákonarson bauð sig fram, líka Aðalsteinn Ing- ólfsson, svo og bræðurnir Ólafur og Gunnar Kvaran, en sá síðarnefndi átti síðar eftir að hverfa til starfa á Kjarvalsstöðum þegar Einar Hákon- arson lét þar af skammvinnum störf- um sem forstöðumaður. Listasafn íslands var opnað í jafndýru húsi og það er glæsilegt fyrir nokkrum dögum, og kannski ekki síst þess vegna var staðan eftirsótt, baráttan var harðskeytt og pólitísk. En lyktir urðu Beru í hag, sem séð var í upp- hafi að yrðu þau málalok sem flestir gætu sætt sig við. íslenskt myndlistarlíf uar áber- andi og allfyrirferdarmikid á síðasta' ári; meira bar á uöndudum sýning- um en jafnan áður, fleiri sýndu og fjölbreytUegra lið manna en verið hefur. Yfir álinn komu gestir sem brœddu hjörtu landsmanna. kynslóðarinnar, en mjög er vandað til sýninga og vals á listamönnum í þessu snotra vígi við Óðinstorg. FÍM-salurinn var opnaður í Garða- stræti, Gangskör þar sem Langbrók var, útibú Gallerís Borgar við Aust- urstræti og Glugginn norðan heiða, á jarðhæð hússins sem hýsir Mynd- listarskóla Akureyrar sem Helgi Vil- berg hefur gert að stórmerkum listaskóla á síðustu árum, en Helgi er reyndar einn af hvatamönnum að opnun Gluggans og var meðal fyrstu sýnenda þar. Við erum aftur stödd á núllpunkti, sýningarsalirnir er á að giska jafn- margir og þeir voru flestir fyrir fám árum. Enn inntakið? Það hefur Og af hverju var íslenskt myndlist- arlíf svona gott á síðasta ári? Hluti skýringarinnar er velmegun fólks- ins í landinu, sem í auknum mæli ver fjármunum sínum til kaupa á góðri list, rétt eins og brauðrist, með öðrum orðum: Fólk er farið að leggja nytsama hluti og augnayndi að jöfnu, aldrei hefur jafnstór hluti sýningargesta, fólk sem á annað borð kíkir inn á sýningar, keypt verk. Það er jafnvel kominn vísir að myndlistarmarkaði á íslandi. Mynd- listin er orðin markaðsvara, þessir gömlu fjendur, peningar og pensil- för, eiga loksins samleið, sem sér ekki fyrir endann á, samleið sem jafnvel getur leitt til þess að menn geti framfleytt sér á listinni einni saman uppi á íslandi, sem aldrei hef- ur verið hægt til þessa. Það er hægt að ganga að hlutun- um vísum. Gallerí Borg er með gömlu meistarana, Gallerí Svart á hvítu með yngra fólkið. Umboðs- sala, afborgunarkjör, innpakkað í gjafaumbúðir. Alveg eins og brauð- rist. Árið 1986 og árið þar á undan fækkaði sýningarsölum umtalsvert, kunnum sölum eins og Langbrók og Listmunahúsinu var lokað og á tímabili leit svo út sem engir yrðu opnaðir. En svo kom aldan árið 1987, þegar hver salurinn af öðrum var tekinn í notkun, í alla staði fram- bærilegir staðir, litlir, meðfærilegir í alfaraleið. Þegar hefur Gallerí Svart á hvítu verið nefnt en það festi sig mjög í sessi á síðasta ári sem sama- staður metnaðarfullrar listar ungu Gallerí Svart á hvítu var leiðandi í sýningarhaldi ungsfólks á liðnu ári og festi sig þá mjög í sessi sem metnaðarfullt listavígi. Á myndinni eru nokkrir sýnenda á árinu: Helgi Þorgils, Georg Guðni, Margrét Auðuns, Sigurður Örlygsson og Sveinn Björnsson. B-28 HELGARPÓSTURINN Sigurður Guðmundsson kom heim. Sést hér skeggræða við gesti við opnun sýningar sinnar i Gallerí Svörtu á hvítu. breyst með hliðsjón _af helstu straumum erlendis sem íslendingar fylgja orðið í einu og öllu, miðast ef eitthvað er meira við Ameríku en oft áður, enda New York og aðrar stórborgir vestra orðnar vinsælar menntaborgir í þessum efnum, þó Holland haldi alltaf sínu. Post- modernisminn er orðinn áberandi, en yfirleitt eru menn stórir um sig, grófir í pensildráttum, sumir lita- glaðir, allir fígúratívir að meira eða minna leyti, þó landslagið trekki ennþá ótrúlega mikið. Kannski von, fjallahringurinn yfirþyrmandi, nær- staddur og rammar veruleikann inni. Menn eru ankannalegir, ýmist dýrslegir eða mystískir í svona um- hverfi sem litast sterkum tónum. Af nöfnum tjáir að nefna bræð- urna Kristján og Sigurð Guðmunds- syni sem héldu báðir áhrifamiklar sýningar á árinu, Sigurður með grafík í Gallerí Svörtu á hvítu, all- stórar gráfíkjur í pastellitunum, formsterkar og sumar dulúðugar, dýrar og seldust vel. Kristján sýndi í Ásmundarsal, minimal skúlptúra, natinn maður þar — og fer sínar eig- in leiðir sem endranær. Þetta var persónuleg sýning, lítil og fárra hluta. Heimsviðburður. Boðar gott. Louisa Matthíasdóttir kom heim undir lok ársins — þvílík heimkoma. Þetta var fyrsta sýning hennar á íslandi, og kominn tími til að þessi hlédrægni New York-búi, sem hefur hugann meira og betur við föður- landið en flestir þeir sem heima sitja, hengdi upp nokkur verka sinna á Fróni. Augngæti. Uppstökk- ir litir verka hennar, stórkarlalegar útlínur svo makalaust andstæðar sjálfum höfundi verkanna, sem fer

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.