Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 11
BÍLAPENINGAR OG ÖKHJTÆKJASJYRKUR íSTAÐGREÐSLU - Það borgarsig að kynna sérnýju regiumar vel. Endurgjaldslaus afnot launamanns af bifreið launagreiðanda eru staðgreiðsiuskyld og skulu þau metin honum til tekna þannig: Fyrirfyrstu 70.000km 15.50 kr. pr. km. Fyrirnœstu 10.000km 13.90kr.pr.km. Yflr 20.000km 1225kr. pr. km. Ef launamaður greiðir fyrir afnot af bifreiðinni gjald sem er lægra en framangreint mat telst mismunurinn launamanni til tekna. Hafi launamaðurfullan umráðarétt yfir bifreiðinni skal miða við það að hann aki 10.000 km á ári í eigin þágu eða 833 km á mánuði. Staðgreiðsluskyld hlunnindi hans eru þá 12.912 kr. á mánuði hið laegsta. Fari aksturinn fyrirsjáanlega yfir 10.000 km á ári skal ákveða mánaðarlegan akstur sem 1/i2 af áætluðum heildarakstri á ári. Eknir kílómetrar umfram 833 km skulu þá reiknast á 13.90 kr enda fari heildarakstur ekki fram úr 20.000. Ef launamaður leggur fram gögn með skattframtali er sanna að akstur í eigin þágu hafi verið minni en viðmiðunin skal leiðrétta hlunnindamatið við álagningu. Endurgreiddur kostnaður til launamanns vegna afnota launagreiðanda af bifreið hans sem halda má utan staðgreiðsiu, er metinn þannig: Kílómetragjald undlr vlðmiðunarmörkum: Fyrir 1-10.000km 15.50kr.pr km. Fyrír 10.001-20.000km 13.90 kr. pr. km. Fyrír 20.001 km. - > 12.25 kr. pr. km. Þar eð kílómetragjaid er lægra fyrir akstur umfram 10.000 km þarf launagreiðandi að fylgjast með heildarakstri launamanna í hans þágu. Fái launamaður greitt kílómetragjald frá opinberum aðilum vegna aksturs í þágu þeirra sem miðast við „sérstakt gjald“ eða „torfærugjald“ sem Ferðakostnaðarnefnd ákveður má hækka viðmiðunarfjárhæðirsem hérsegir: Fyrír 1-10.000kmakstur-sérstaktgjald hœkkun um 2.55 kr. pr. km. — torfœrugjald hœkkun um 5.60 kr. pr. km. Fyrír 10.001-20.000km akstur - sérstakt gjald hœkkun um 2.25 kr.pr. km. — torfœrugjald hœkkun um 5.00kr.pr. km. Umfram 20.000km akstur-sérstaktgjald hækkun um 2.00 kr. pr. km. — torfœrugjald hœkkun um 4.40 kr. pr. km. Skilyrði fyrir niðurfellingu staðgreiðslu af ofannefndu er að færð sé reglulega akstursdagbók eða akstursskýrsla þar sem skráð er hver ferð, dagsetning, ekin vegalengd, aksturserindi, kílómetragjald greitt iaunamanni, nafn og kennitaia launamanns og einkennisnúmer ökutækis. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI ÓLI ÞORBJÖRN GUÐBJARTSSON F. 27. ágúst 1935 á Bíldudal. For.: Guðbjartur Ólason skipstjóri þar, síðar bókari í Reykjavík, og k.h. María Guðmundsdóttir. Landspróf frá Héraðsskólanum á Núpi 1951. Kennarapróf 1955. Framhaldsnám í sögu og dönsku við Danmarks Lærerhejskole í Khöfn 1957—59. Kennari við barnaskólann á Selfossi 1959-70, skólastjóri frá 1970. í hreppsn. Selfosshr. 1962—78, odd- viti 1970—78. í bæjarstiórn Selfoss frá 1978. Form. FUS í Arn. 1963- 67. f stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Suðurlandskjördæmi frá 1964. í stjórn SUS 1961-69. Alþing- ismaðurSuðurlandskjördæmis síðan 1987. K. 24. mars 1962: Þuríður Svava, f. 9. maí 1933, Kjartansdóttir b. á Torfastöðum í Fljótshlíð, nú safn- vörður á Selfossi, Magnússonar og k.h. Önnu Guðmundsdóttur. JÓN SÆMUNDUR SIGURJÓNSSON F. 25. nóv. 1941 á Siglufirði. For.: Sigurjón Sæmundsson prentsmiðju- stjóri á Siglufirði og Ragnheiður Jónsdóttir húsmóðir þar. Föðurfor.: Sæmundur Kristjánsson bóndi í Lambanesi í Fljótum og Herdís Jónasdóttir húsmóðir þar. Móður- for.: Jón St. Melstað bóndi á Hallgils- stöðum í Hörgárdal og Albína Pét- ursdóttir húsmóðir þar. Stúdent MA 1961, þjóðhagfræð- ingur (Diplom Volkswirt) frá Uni- versitát zu Köln 1969. Sveinspróf í þrentiðn hjá Iðnfræðsluráði Norður- landi vestra 1970. Dr. rer. pol. frá Universitát zu Köln 1971—1975. Að- stoðarmaður í sendiráði íslands í Bonn 1976—1977. Deildarhagfræð- ingur í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti frá 1977. Hefur átt sæti i fjölda nefnda á vegum ríkisins, m.a. um launamál, ýmis mál varð- andi almannatryggingar, m.a. vegna samninga á því sviði við önn- ur ríki. Fulitrúi íslands í Steering Committee for Sotial Securitv viö Evrópuráðið í Strasbourg frá 1977. Sat ístjórn HSÍ 1978—1979. f flokks

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.