Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 18
mál. Hann mun hins vegar hafa skýrt málið í smáatriðum á einhverj- um fundi sjálfstæðismanna í Valhöll. Fjölmiðlaveisla fylgdi flugelda- sýningu Sjálfstæðisflokksins og í því umróti og skemmilegheitum var kosningabaráttan háð. Hún var stutt og snörp. Hlaðin spennu og undar- legum uppátækjum. Borgaraflokk- urinn bauð fram í öllum kjördæm- um. Ástandið í forystu Sjálfstæðis- flokksins setti svip sinn á kosninga- baráttuna og stjórnmálin í heild og má segja að stjórnmál á árinu hafi þróast í skugga upplausnarinnar í stærsta flokki landsins. Stjórnar- myndunarviðræður flokksins runnu út í sandinn meira og minna og ef kosningarnar hefðu boðið upp á aðra möguleika væri flokkurinn ekki í ríkisstjórn nú. NÝ KOSNINGALÖG — LOKUÐ PRÓFKJÖR (aprílkosningunum var kosið eftir nýjum kosningalögum. í veiga- mestu atriðum voru þetta lög sem samþykkt voru stuttu fyrir þing- lausnir vorið 1983. Þau byggðu í grundvallaratriðum á þrennu: í fyrsta lagi, að jafna atkvæðisrétt á milli strjálbýlis og þéttbýlis, í öðru lagi, að jafna dreifingu þingmanna flokka og á milli flokka, og i þriðja lagi, að útiloka smáflokka, eða klofningsframboð. Gera varð laga- breytingu á kosningalögunum stuttu fyrir þinglausnir vegna úti- lokunaratriða í lögunum sem hafði í för með sér að smáflokkum og klofningsframboðum var gert auð- veldara að ná þingsæti. Þingmönn- um fjölgaði í 63. Fimmtíu eru kjör- dæmakjörnir, uppbótarmenn eru tólf, auk „flakkara", sem fallið getur í hvaða kjördæmi sem er og á að bæta flokki upp vonda atkvæðanýt- ingu í heild. Fyrir utan þessa fjölgun þing- manna og miklar breytingar á út- hlutunarreglum þingsæta vakti það mesta athygli fyrir kosningar, að all- ir flokkarnir þrengdu aðgang kjós- enda í prófkjörum. Voru prófkjör annaðhvort bundin við flokks- menn, eða þá að fyrirfram var búið að ganga frá úrslitum, svo sem hjá Alþýðuflokki í Reykjavík. Tilhneig- ingar til þrengingar varð vart í sveit- arstjórnarkosningum árið áður, en kom fram með fullum þunga fyrir alþingiskosningarnar. Á sama tíma klofnuðu flokkar og framboðum fjölgaði. Allt skýr einkenni þess að gamla fjórflokkakerfið var að riðl- ast. Og sú varð niðurstaðan í sjálfum kosningunum. KOSNINGAURSLIT Úrslit kosninganna urðu sem hér segir: Alþýduflokkur 10 þingmenn og 15,2% atkvæða, Framsóknar- flokkur 13 þingmenn og 18,9% at- kvæða, Bandalag jafnadarmanna engan þingmann og 0,2% atkvæða, Sjálfstœöisflokkur 18 þingmenn og 27,2% atkvæða, Alþýdubandalagiö 8 þingmenn og 13,3% atkvæða, Stefán Valgeirsson hlaut kosningu og 1,2% atkvæða, Flokkur manns- ins fékk engan þingmann og 1,6%, Borgaraflokkur fékk 7 þingmenn og 10,9% atkvæða, Samtök um kvennalista fengu sex þingmenn og 10,1% og Samtök um jafnrétti milli landshluta fengu engan mann og 1,3% atkvæða. Mikil endurnýjun varð í þinglið- inu. Ný andlit voru mörg og bein áhrif Samtaka um kvennalista á framboðslistana þýddu að fleiri konur sitja nú á Alþingi en áður, samtals þrettán. Kona var t.a.m. kjörin á þing undir merkjum Fram- sóknarflokks. Er það nýlunda. Dæmi um nýgræðinga á Alþingi eru Jón Sigurðsson, Þórhildur Þorleifs- dóttir, Geir Haarde, Hreggviður Jónsson, Valgerður Sverrisdóttir og Margrét Frímannsdóttir. Sigurvegarar kosninganna voru Borgaraflokkur og Kvennalisti, enda þótt það virtist á opinberum vettvangi vera hálfgert feimnismál. Flokkarnir voru a.m.k. ekki með- höndlaðir sem sigurvegarar. Þeir flokkar sem töpuðu kosningunum voru Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- bandalag. Flokkar í endapunktum litrófs stjórnmálanna. Sjálfstæðis- flokkur vegna þess að hann klofn- aði í fyrsta sinn síðan hann varð til. Alþýðubandalagið vegna innbyrðis deilna og sennilega vegna óvin- sælda forystumanna flokksins í verkalýðsforystu. Alþýðuflokkur bætti við sig tölu- verðu fylgi, en fylgisaukningin varð ekki í líkingu við það sem mælst hafði í skoðanakönnunum siðustu sex mánuðina fyrir kosningar. Framsóknarflokkur stóð nánast í stað í kosningunum. TÍMAMÓTAKOSNINGAR Kosningarnar og kosningabarátt- an þykir hafa boðað þáttaskil í stjórnmálum. Mikill fjöldi framboðs- lista sett svip sinn á kosningabarátt- una og ber vitni pólitískum áhuga meðal þjóðarinnar, eða miklum umbrotum og hagsmunaárekstrum í landinu. Vaxandi andstæður þykja hafa skapast á milli þéttbýlis og dreifbýlis, á milli fjórfiokkanna og fólksins, og á milli kynslóða. Kom þetta fram í kosningaúrslitum. Afgerandi breytingar komu fram í kosningabaráttunni. Fjölgun fjöl- miðla hafði þau áhrif að stjórnmála- menn voru tíðari gestir á heimilum landsmanna en áður. Stjórnendur kosningabaráttu misstu á margan Söguleg stund í SjáIfstaeðisflokki. Þingflokkur sjálfstæðismanna ákveðinn í að víkja Albert Guð- mundssyni úr embætti iðnaðarráð- herra. Varhann leiddurtil „slátrunar" í kaffistofu Alþingis af þeim Ólafi G. Einarssyni, formanni þingflokks sjálf- stæðismanna, og Þorsteini Pálssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Var athöfninni útvarpað beint. B-18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.