Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 9
Verksmiöjubúskapur varð fyrir alvarlegum áföllum á árinu, einkum eggja- og kjúklingabúskapurinn. Neytendasamtökin virðast ætla aö gera þaö að einhvers konar styrkleikaprófi, hvort þeim tekst aö koma í veg fyrir að þessi grein fari undir framleiðslustýringu og opinbera verðlagningu. HALLÆRISLEGT GOÐÆRI Er mjólkurbúskapurinn eina Ijósa glœtan? Árgæska — alltof fá ár í íslandssögunni hafa fengið þessa einkunn. En nú er svo komið að þetta orð er orðið öfugmæli. Að vísu þýðir það sem jafnan fyrr, að margvís- legur tilkostnaður bóndans minnkar, en um leið má hann búast við að aukið afurðamagn verði umfram ,,kvótann“ hans og þar með verðlítið eða verðlaust; heildarafurða- magnið verði langt umfram innanlandsneyslu og muni þá annaðhvort kosta þjóðarbúið stórfé í útflutningsbæt- ur, eða, sé ódýrari kostur tekinn, verði hent á hauga eftir að hafa safnað á sig miklum kostnaði í frystigeymslum og við flutninga. Árið 1987 var góðæri í þessum skilningi: Mildur vetur, voraði snemma, gott sumar, milt haust og vetur gekk seint í garð. EFTIR ÓLAF HANNIBALSSON Sauðf járbúskapurinn Meginvandinn í landbúnaðinum er í sauðfjárframleiðslunni. Marg- víslegar ráðstafanir voru gerðar á sl. ári henni til ,styrktar. Fyrir kosning- ar voru niðurgreiðslur auknar til að reyna að örva söluna, en enn voru þá miklar birgðir í landinu frá árinu 1985. Þá var gerður samningur til fjögurra ára við Stéttarsamband bænda, þar sem ríkið tekur að sér að tryggja greiðslur á verulegu magni umfram það, sem búast má við að unnt verði að selja innan- lands á þessu tímabili. Gert var átak til að losna við sem mest af birgðum áður en nýtt kjöt kæmi á markaðinn með því að selja loðdýrabændum léiegt kjöt og afganga, keyra nokkur hundruð tonn á haugana, selja tvö þúsund tonn til Japans á lágu verði og með miklum útflutningsbótum. Með þessu móti varð salan á kinda- kjöti líklega 13-1.400 tonnum meiri en árið 1986 og birgðir 1. des. voru 2.277 tonnum minni en árið áður. Þá voru bændum enn gerð tilboð um sölu eða leigu á fullvirðisrétti sínum, sem hafa þó skilað minni árangri en að var stefnt. Sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til að útrýma riðuveiki og var 22.000 fjár lógað á sl. hausti í þessu skyni og áætlað er að lóga 18.000 til viðbótar í haust. Ekki bætti það úr skák, að ullar- iðnaðurinn — sem um árabil hefur verið lýst sem vaxtarbroddi íslensks útflutningsiðnaðar — hreinlega hrundi saman. Því var lýst yfir að verksmiðjurnar hefðu ekki fylgst með markaðnum, hönnun hafði haldist óbreytt í 20 ár, sérstakir eig- inleikar íslensku ullarinnar, sem höfðu verið lofaðir hástöfum þessa áratugi og taldir skapa okkur slíka sérstöðu á markaðnum, að því var helst líkt við landráð að selja óunnið lopaband úr landi, sauðalitir, þel og tog, reyndust nú einmitt vera þeir ágallar, sem gerðu flíkur úr íslenskri ull óseljanlegar. Verksmiðjurnar hættu um skeið að taka á móti ull frá bændum, greiðslur bárust seint og illa. Loks var Álafossi og sambands- verksmiðjunum steypt saman og nú skyldi byrjað á nýjaleik frá grunni og bæta framleiðsluna með erlendri ull, sem bæði væri betri og mun ódýrari. Ymsar prjónastofur úti um landið fóru á hausinn, aðrar urðu að hætta framleiðslu. Framtíð þessarar iðngreinar er talin ráðast að veru- legu leyti af þeim samningum, sem nú fara fram í Moskvu um sölu á prjónavörum til Sovétríkjanna. Sama er reyndar upp á teningnum með fullvinnslu úr gærum. Ýmist er þetta slíkt úrvalshráefni, og sér- stæðir möguleikar íslenska fjár- stofnsins svo miklir, að leita verður til útlanda með aðstoð til að sauma upp í gerða sölusamninga um Mokkaflíkur, eða, að þetta er svo vonlaust, að ekkert vit er í öðru en að leggja íslenskan skinnaiðnað nið- ur hið snarasta og selja vélar og verksmiðjur úr landi. Varla er von að bændur og iðnverkafólk geti átt- að sig á þeim snarsnúningi í viðhorf- um forkólfa þessara iðngreina, sem nánast hefur verið jafnlögmáls- bundinn um árabil og gangur plán- etnanna um sólu. Það er þó hverjum manni ljóst, að með aðgerðum ríkisvaldsins varð- andi vandamál sauðfjárbúskapar er aðeins nartað í vandann og að sumu leyti aðeins til skamms tíma, t.d. þar sem verið er að skera niður vegna riðuveiki. Ef gert er ráð fyrir að miða dilkakjötsframleiðsluna ein- ungis við innanlandsmarkað — eins og nú er yfirlýst stefna stjórnvalda — þá mætti fækka sauðfjárbændum nálega um helming og þá er spurn- ing, hvort það á að gerast skipulags- laust og láta það ráðast, hvort sum þau landsvæði, sem best eru til sauðfjárræktar fallin — eins og Vest- firðir og Norð-Austurlandið — leggj- ast algerlega í eyði, meðan ofbeit er áfram stunduð á öðrum landsvæð- um. í raun hefur engin raunhæf stefna verið mótuð í landbúnaðar- málunum, sem reyndi að samræma landnýtingarsjónarmið, æskileg félagsleg byggðamynstur og hag- ræn markmið. í raun hefur Fram- sókn verið eftirlátið að sjá um land- búnaðarstefnuna. Hinir ríkisstjórn- arflokkarnir nota svo þetta ástand sem pólitíska skiptimynt til að ná fram markmiðum sínum á öðrum sviðum. Mjólkurframíeiðslan Kúabændur geta aftur a móti horft vonglaðir fram á veginn eftir sölu- og framleiðslutölum síðasta árs að dæma. Umsaminn heildar- kvóti var 101 milljón lítra, en allar horfur á að um milljón lítra mundi seljast umfram það magn. Nýmjólk- in hefur haldið hlut sínum, þrátt fyr- ir stóraukna samkeppni við önnur drykkjarföng, sem ekki þurfa að horfa í skildinginn hvað auglýsingar snertir. Smjörsala jókst nokkuð í kjölfar aukinna niðurgreiðslna, en aðalaukningin hefur þó orðið í formi osta og annarra unninna mjólkurvara, svo sem jógurtar. fs- lendingar eiga heimsmetið í mjólk- urneyslu og allt bendir til að við höf- um bætt það á sl. ári, nálgast sem svarar 210 lítrum á mann. Þeir ostar, sem mest hafa sótt á á sl. árum, eru Dalayrja og Dalabrie frá mjólkurbú- inu í Búðardal, sem í mörg ár hafa sýnt 15-20% söluaukningu milli ára, en á siðasta ári hafa tekið stórt stökk upp á við um 40-45%. Margir telja að aukin rauðvínsneysla hafi í för með sér aukið ostaát, en forsvars- menn mjólkuriðnaðarins vilja meina að þarna skili sér allt í senn: aukin vöruþróun, auglýsingar og góður tæknibúnaður til að mæta kröfum markaðarins. Nú er verið að leggja síðustu hönd á mjólkurbúaskýrslu og er talið að þar muni viðraðar hugmyndir um að fækka mjólkurbúunum úr 17 í 7 og verði þá meginmagn mjólkur unnið í Borgarnesi, Akureyri, Húsa- vík, Egilsstöðum og Selfossi. Auk þess verði neyslumjólk unnin í tveimur smábúum á Vestfjörðum. Allt bendir semsagt til að mjólkur- framleiðslan sé komin í jafnvægi og kúabændur geti verið nokkuð ör- uggir með að halda sínum fram- leiðslurétti í núverandi horfi og megi jafnvel vænta hægfara aukn- ingar. A.m.k.ætti að vera úr sögunni að mjólka í haugsuguna síðasta mánuð framleiðsluársins (ágúst) eins og dæmi voru til um á Suður- landi á sl. ári. Svín og kjúklingar Mikið hefur verið rætt um það á síðustu árum, að neysluvenjur þjóð- arinnar væru óðum að breytast til samræmis við það, sem væri að ger- ast í kringum okkur, svín og kjúkl- ingar ryddu fjallalambinu úr vegi. Á síðasta ári fóru hins vegar að hlað- ast upp kjötfjöll í þessum greinum. Vafalaust áttu ítrekuð salmónellutil- felli með tilheyrandi matareitrunum sinn þátt í þessari þróun, en þó er tæpast vafi á, að bændur höfðu einnig þanið framleiðsluna um of og efnt til offramleiðslu í greinunum, enda hafði kornverð aldrei verið lægra á svokölluðum heimsmarkaði sökum stórfelldra niðurgreiðslna Bandaríkjanna og Evrópubanda- lagsins. Sama gildir um eggjaframleiðsl- una, verðið fór langt niður fyrir framleiðslukostnað og lyktaði þeim málum svo að meirihluti eggja- bænda kaus yfir sig framleiðslu- stjórnun, þrátt fyrir hávær mótmæli neytendasamtakanna. Loðdýraræktin Fyrir nokkrum árum uppgötvuðu frammámenn bændasamtakanna og stjórnmálamenn, að allan vanda HELGARPÓSTURINN B-9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.