Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 45
9
HÚSNÆÐISMÁL 1
HUSNÆÐISLANAKERFISINS
Nýtt húsnæðislánakerfi var meginatriði kjarasamning-
anna sem gerðir voru á árinu 1986 og kenndir voru við
þjóðarsátt. Það var fyrst í janúar 1987, eða tæpu ári eftir
nefnda samninga, að Húsnæðisstofnun ríkisins sendi út
lánsloforð til þeirra sem sóttu um lán síðla árs 1986. í jan-
úar 1987 voru send út bindandi lánsloforð til 600
umsækjenda, sem voru margfalt fleiri en gert hafði verið
ráð fyrir í þeim áætlunum sem lágu til grundvallar hús-
næðislánakerfinu. Lánakerfinu var lokað 13. mars 1987.
Þá var biðtími eftir láni kominn í 25 mánuði og lengdist
stöðugt eftir því sem á árið leið. Ný húsnæðislöggjöf beið
skipbrot.
EFTIR HELGA MÁ ARTHURSSON
f áætlunum sem lágu til grund-
vallar hinni nýju löggjöf var gert ráð
fyrir því að umsóknir um lán yrðu
3.800 á ári. Við þetta voru fjárhags-
áætlanir miðaðar, — á þessu hvíldi
kerfið. Ábyrgðarmenn kerfisins,
talsmenn ASÍ og VSÍ, áttuðu sig hins
vegar ekki á því, að lánsþörfin var
miklum mun meiri eftir þriggja ára
samdrátt í fasteignaviðskiptum og
byggingum. Það kom enda í ljós að
eftirspurnin eftir lánum var gífur-
leg. Kom þetta niður á starfsmönn-
um Húsnæðisstofnunar sem létu
hafa það eftir sér eftir að opnað var
fyrir lánsumsóknir, að þeir væru
„hálfmeðvitundarlausir af vinnu" á
fyrstu dögum nýja kerfisins.
Skilyrði fyrir því að fá lán voru
þau, að hafa greitt í lífeyrissjóð síð-
ustu 24 mánuði, að lífeyrissjóður
viðkomandi keypti skuldabréf af
Byggingasjóði ríkisins fyrir 55% af
ráðstöfunarfé sínu og þar fyrir utan
þurftu menn að skila inn greiðslu-
áætlunum til HSR. Afgreiðsla lán-
anna átti að vera þannig, að um-
sækjendur fengju bindandi lánslof-
orð innan tveggja mánaða frá því að
umsóknir bærust stofnuninni. I láns-
loforði skyldi koma fram upphæð
lánsins og útborgunardagur. Lánin
skyldi greiða út í tvennu lagi. Lán
voru tvenns konar. Nýbyggingarlán,
sem var 2,1 milljón í upphafi, og lán
til kaupa á eldri íbúð, 1,6 milljónir
Var gert ráð fyrir að lánin hækkuðu
með byggingarvísitölu. Þau báru
3,5% niðurgreidda vexti og voru til
40 ára.
ÚRBÖNDUNUM
Húsnæðisstofnun ríkisins sendi
fyrstu lánsloforðin ekki út á tiisett-
um tíma. Hún réð ekki við hina
miklu aðsókn. Fyrstu loforðin voru
send út í janúar, 600 lánsloforð, og
síðan áfram til 13. mars, en þá var
lánakerfinu lokað vegna þess að
það var sprungið. Húsnæðisstofnun
var þá þegar búin að lofa út öllu því
fé sem hún hafði til ráðstöfunar
næstu tvö árin. Biðlistar voru orðnir
mjög langir og á fyrstu mánuðunum
var ljóst að lánsþörfin var gróflega
vanmetin. Fljótiega upp úr áramót-
um var ljóst að það vantaði 10—15
milljarða kr. umfram þá fimm sem
til ráðstöfunar voru til þess að stofn-
unin gæti vænst þess að svara hinni
miklu eftirspurn.
Þrátt fyrir miklar umræður um
húsnæðislánakerfið og gagnrýni á
kerfið neituðu félagsmálaráðherra,
Alexander Stefánsson, Húsnæðis-
stofnun ríkisins og höfundar lána-
kerfisins, að horfast í augu við það
sem var að gerast. Reynt var að
halda upplýsingum um ástandið í
lánamálum leyndum með trúnað-
arskýrsium sem ætlaðar voru fé-
lagsmálaráðherra og nokkrum út-
völdum. Núverandi félagsmálaráð-
herra, Jóhanna Sigurðardóttir, tók
málið upp á Alþingi og beitti sér
hart fyrir því að ráðherra viður-
kenndi ástandið, en allt kom fyrir
ekki. Ráðherra þumbaðist við að
láta gefa út lánsioforð fram á vorið,
enda kosningar framundan og ekki
til siðs að láta kosningavíxlana falla
fyrir kosningar heldur eftir.
FASTEIGNAVERÐ
Þegar nýja lánakerfið var kynnt
voru röksemdirnar með kerfinu
m.a. þær, að hærri húsnæðislán
myndu auðvelda umsækjendum að
kaupa sér sína fyrstu íbúð. Hlutfall
iánsfjár átti að hækka mjög. Vænt-
ingarnar sem bundnar voru við nýja
lánakerfið höfðu hins vegar þau
áhrif að verð fasteigna rauk upp og
hækkaði á skömmum tíma meira en
það hafði gert misserin næst á und-
an. í upphafi árs var talað um að
verðbólga í fasteignum svaraði til
60—80% verðbólgu á heilu ári.
Þetta hafði þær afleiðingar, að þeir
sem sáu fram á að geta auðveldlega
keypt sér sína fyrstu fasteign að
HELGARPÓSTURINN B-45