Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 6
Jón E Hannibalsson, fjármálaráðherra 1988—? Hóf ó siðasta ári margumtalaða kerfisbreytingu í ríkisfjármálum sem enn hefur aðeins skilað óvinsœldum, hvað sem sfðar verður. STOKKAÐ UPP Á NÝTT Fjármálaráðherra lagði fram sínar tillögur um aðgerðir. Hann var tilbú- inn með tillögur til að fylla upp í allt gatið. Meðal annars benti hann á að tekjuskattur einstaklinga yrði 4% af heildartekjum, en 1987 var hlutfall- ið 3%. Hann lagði til afnám allra undanþága frá söluskatti, launa- skatt á öil fyrirtæki og að hætt yrði við að endurgreiða uppsafnaðan söluskatt í sjávarútvegi. Þá lagði fjármálaráðherra til niðurskurð í landbúnaðarmálum, samgöngu- málum, orkumálum og sölu ríkisfyr- irtækja. Við þessar aðstæður voru ríkis- fjármál ársins 1987 stokkuð upp á nýtt samhliða því sem fjárlög næsta árs voru smíðuð. í endurskoðaðri áætlun var við það miðað að fjár- lagahallinn lækkaði úr 2,8 milljörð- um króna í 2,1 milljarð. Tekjur ríkis- ins voru áætlaðar 47,8 milljarðar í stað 43ja milljarða eða hækkun um nær 5 milljarða. Útgjöldin skyldu verða 49,9 milljarðar í stað 45,9 milljarða eða hækka um 4 milljarða. Auk þess sem launa- og verðlags- þróun hafði farið fram úr forsendum fjárlaga yfirstandandi árs var því ákveðið að minnka hallann, fyrst og fremst með aukinni skattheimtu. Beinu skattarnir voru reyndar lækk- aðir, en á móti kom þvi meiri hækk- un á þeim óbeinu. BÍLAR OG BÚS Undir lok ársins voru helstu breyt- ingarnar frá árinu áður að koma í ljós. Á meðan beinir skattar höfðu hækkað um aðeins tæp 20% höfðu óbeinir skattar hækkað um alls 35%. Þar af hafði innflutningsgjald af bifreiðum og bifhjólum hækkað um 134%, rekstrartekjur ÁTVR um 40% og söluskatturinn um 38%. Á útgjaldahliðinni var sérlega áber- andi nær tvöföldun útgjalda til heil- brigðismála og raunlækkun út- gjalda til atvinnumála, sérstaklega til iðnaðar og orkuvinnslu, en einn- ig til sjávarútvegsins. Ekki var ráðist i að skera niður útgjöld til vegamála svo heitið gæti. Líkt og með fjárlögin 1987 fóru lánsfjárlög ársins úr böndum. Gert hafði verið ráð fyrir 8,2 milljarða króna heildarlántökum þjóðarbús- ins en þegar upp var staðið urðu lán- tökurnar ekki undir 10,5 milljörð- um og raunar bættust 2 milljarðar við með lántökum fjármögnunar- leiga. Samtals eru hreinar, langar erlendar lántökur taldar hafa verið nálægt 5 milljörðum króna umfram áætlun ársins 1987. Ríkissjóður sjálfur fór þar af um 600 milljónir króna fram úr áætlun (A- og B-hluti). Það er síðan stefnumörkun núver- andi ríkisstjórnar að draga verulega úr erlendum lántökum á þessu ári, þannig að eingöngu séu tekin lán til að standa undir eldri lánum. UPPLAUSN — UPPSTOKKUN Líkt og gerðist 1982, þegar ríkis- stjórn var að fara frá völdum og kosningar framundan, gerðist það 1987 að fráfarandi ríkisstjórn veigr- aði sér, frammi fyrir vaxandi verð- bólgu og halla ríkissjóðs, við að gripa til róttækra efnahagsaðgerða sem mælast mundu illa fyrir í huga hins almenna kjósanda. Með nýrri ríkisstjórn og nýjum fjármálaráð- herra komu síðan gerbreytt vinnu- brögð með ýmsum róttækum að- gerðum sem fallið hafa í grýttan far- veg enn sem komið er. Fjármálaráð- herra hefur ráðist á sjálfvirkni rikis- útgjalda með tilraun til gagngerrar kerfisbreytingar, þar sem sérstak- lega er miðað að því að gera inn- heimtuna skilvirkari. Menn greinir mjög á um hvernig til tókst á ný- liðnu ári, sérstaklega hefur „matar- skatturinn" verið harðlega for- dæmdur í kjölfar hækkandi verð- lags á nauðsynjavöru og enn sem komið er verður fólk lítið vart við lækkandi vöruverð á móti. í tilraun- um sínum mætti fjármálaráðherra andstöðu hinna flokkanna við ýms- um tillögum sínum. Þannig tókst ekki að sannfæra Sjálfstæðisflokk- inn um nauðsyn sérstakrar skatt- lagningar á stóreignir og fjármagns- tekjur og fyrirhugaður niðurskurð- ur í landbúnaðargeiranum gekk að mestu til baka. Ríkisfjármálin 1987 einkenndust því fyrst og fremst af upplausn til að byrja með og síðan af uppstokkun — sem virðist jafnlíkleg til að færa fram upplausn að nýju en að boðuð kerfisbreyting leiði til hallalauss ríkissjóðs. Ef til vill má segja að stefnumörkunin um undanþágu- lausan söluskatt marki tímamót. Hins vegar er ekki hægt að segja að bylting hafi átt sér stað hvað út- gjaldahliðina varðar. Það er fram- hald af fyrri þróun að vægi félags- mála (menntamál, heilbrigðis- og tryggingamál og húsnæðismál) skuli vaxa í útgjöldunum á meðan vægi útgjalda til atvinnumála minnkar. B-6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.