Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 40

Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 40
IÞkOiTIk Handknattleiks- og fótboltaár Eins og gengur og gerist með upprifjun á heilu íþrótta- ári er aðeins hægt að stikla á stóru. Þannig munum við hér á HP einungis drepa á það helsta sem átti sér stað á síðasta ári í heimi íþróttanna. EFTIR ÞÓRMUND BERGSSON MYNDIR: EINAR ÓLASON Árið 1987 var gott ár fyrir íslensk- ar íþróttir. Fyrst og fremst verður ár- ið að teljast ár handknattleiks og knattspyrnu, en landslið okkar í þessum íþróttum unnu sína stærstu sigra á þessu ári. Hvor tveggja íþróttin átti gífurlegum vinsældum að fagna þrátt fyrir að heldur væri aðsókn dræm á knattspyrnulands- leiki ársins. Laugardalshöllin var hins vegar yfirfull á nánast hverjum landsleik og íslandsmótið, sem nú stendur yfir og hófst síðastliðið haust, hefur dregið að sér ótrúlegan fjölda fólks þrátt fyrir fjölmiðlafár og annað sem glepur. fslandsmótið í knattspyrnu var mjög vel sótt og að margra mati eitt það skemmtileg- asta um langa hríð. Aðrar íþróttagreinar vöktu ekki eins mikla athygli og þær sem á undan eru nefndar, en þó má ekki gleyma því að Einar Vilhjálmsson setti Norðurlandamet í spjótkasti á árinu er hann þeytti því 82,96 m, Eðvarð Þór setti einnig NM-met í 200 m baksundi og Vésteinn Haf- steinsson bætti Islandsmetið í kringiukasti um tvo metra er hann kastaði 67,20 í Svíþjóð. Nokkrir íslendingar komu nálægt sigri með félögum sem þeir leika með erlendis. Arnór Guðjohnsen varð belgískur meistari með Ander- lecht í knattspyrnunni og Gunnar Gíslason varð sömuleiðis meistari með sínu liði, Moss frá Noregi. Al- freð, bróðir Gunnars, varð Þýska- landsmeistari í handknattleik með Essen, en þjálfari liðsins er einnig ís- lendingur, Jóhann Ingi Gunnarsson. Skoðum nú hvern mánuð fyrir sig á síðasta ári og byrjum á afrekum okkar íslendinga: Janúar Eðvarð Þór Eðvarðsson, sund- kappi úr Njarðvíkum, var kosinn íþróttamaður ársins 1986 með yfir- burðum, en Samtök íþróttafrétta- manna standa að þessu kjöri árlega. Þá var Guðmundur Guðmundsson, fyrirliði handknattleikslandsliðs Víkinga, kjörinn íþróttamaður Reykjavíkur 1986 og efast fáir um að hann eigi það skilið. Víkingunum hans Guðmundar gekk hins vegar ekki sem skyldi í átta liða úrsiitum Evrópukeppninnar í handknattleik, en liðið var slegið út af Gdansk frá Póllandi á fjölum Hallarinnar. íslenska landsliðið í handknatt- leik keppti á Eystrasaltsmótinu og þrátt fyrir ágæta leiki og sigur á Pól- verjum og jafntefli við A-Þjóðverja og Sovétmenn varð liðið í neðsta sæti. A-Þjóðverjar töpuðu fyrir Sovétmönnum í úrslitaleik mótsins. Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari Essen í v-þýska handknattleiknum, var kosinn Handknattleiksþjálfari ársins þar í landi af lesendum Hand- ball Magazin. Frammarar máttu hafa sig alla við til að vinna sigur á Selfyssingum í úrslitaleik íslandsmótsins í innan- hússknattspyrnu. KR-stúlkurnar sigruðu hins vegar í kvennaflokki. Ein af skondnari uppákomum jan- úarmánaðar var koma enska knatt- spyrnuiiðsins Watford til landsins vegna kulda í Englandi. Liðið gerði jafntefli við Reykjavíkurúrval á gervigrasinu. Febrúar íslenska handknattleikslandsliðið sigraði á svokölluðu Flugleiðamóti í handknattleik, sem fram fór í Reykjavík og á Akureyri. Liðið sigr- aði Sviss, Alsír og U-21 árs landslið íslands. Kristján Arason var kosinn maður mótsins. Þá léku landsliðs- menn okkar tvo leiki við heims- meistara Júgóslava og töpuðu þeim fyrri 19—20 en möluðu „Júkkaná' 24—20 í þeim síðari. Bjarni Guð- mundsson lék sinn 200. landsleik í handknattleik í fyrri leiknum. U-18 ára landslið okkar í handknattleik malaði V-Þjóðverja þrívegis í stór- skemmtilegum landsleikjum. Ma rs Víkingar urðu íslandsmeistarar í handknattleik og tryggðu sér titil- inn þrátt fyrir að enn væru þrjár um- ferðir eftir af mótinu. Fram-stúlk- urnar urðu íslandsmeistarar í kvennahandknattleik og tryggðu sér titilinn tveimur umferðum fyrir lok mótsins. Þróttarar urðu íslandsmeistarar í blaki sjöunda árið í röð, en liðið féll hins vegar út úr bikarkeppninni eft- ir tap fyrir KA. Apríl Alfreð Gíslason varð v-þýskur meistari í handknattleik með félög- um sínum í Essen undir stjórn Jó- hanns Inga Gunnarssonar. Alfreð spilað stórvel með liðinu í lokaleikn- um eins og alla jafna, og gerði 7 mörk. íslendingar drógust með Júgó- slövum, Svíum, Sovétmönnum, liði B-40 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.