Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 22
á verslun. Hún varð það mikil, menn tala um að raunaukningin hafi verið í kringum 10%, og Kringl- an hefur tekið þessa aukningu og rúmlega það. Þeir hjá Kringlunni telja sig hafa náð 13% af verslun á þessu svæði og það er raunhæft." KRINGLAN HAFÐI AUÐVITAÐ ÁHRIF Á ALLAN BÆINN En það var ekki aðeins í Gamla miðbænum sem gekk betur en menn höfðu reiknað með. Stór- markaðurinn Mikligardur mætti harðnandi samkeppni bæði frá Kringlunni og Kaupstaö í Mjódd, sem opnaður var í október: „Kringl- an hafði náttúrulega áhrif á allan bæinn þegar hún var opnuð,” sagði Jórt Sigurdsson, framkvœmdastjóri Miklagards. „Það er auðvitað ekk- ert hægt að fullyrða um hversu mik- il áhrif hún hafði, því nú höfum við eðlilega engan samanburð hversu miklu meira hefði selst hefði Kringl- an ekki komið tii. Já, við urðum var- ir við samdrátt fyrstu vikurnar en nóvembermánuður kom vel út og jólasalan hér í Miklagarði var mjög góð.“ Ragnar Atli Gudmundsson, fram- duceimtiístjóýf Kfrrtgtlumurr segrf verslun í Kringlunni hafa gengið mjög vel, jafnvel „betur en við átt- um von á“, segir hann. „Ég hef eng- ar tölur sem sanna það en byggi þessa vitneskju á könnun meðal kaupmanna hér í ýmsum verslun- um.“ Ragnar Atli neitar því að Kringlan hafi á boðstólum einhvern sérstakan „lúxus-varning, og bend- ir á að Hagkaup sé til dæmis starf- rækt í Kringlunni, líkt og í Skeif- unni, nema hvað hann telur úrvalið meira í Kringlunni en verðið það sama. BER MESTÁ HAGKAUPSPOKUM? Þegar Ragnar er spurður hvort hann þekki til þeirrar fullyrðingar að fólk komi í Kringluna til að skoða en gangi síðan út með Hagkaups- pokann svarar hann: „Það er ekki nema eðlilegt að mikið beri á Hag- kaupspokum héðan. Á það verður að líta að Hagkaup er stór verslunar- aðili hérna inni og það má áætla að þeir séu með 30% af verslun hér.“ Meðal þeirra kvartana sem heyr- ast í sambandi við Kringluna er, að þar vanti verslanir með ákveðnar vörutegundir: „Auðvitað verðum við að vera viðbúin því hér í Kringl- unni, ef tækifæri gefst, að breyta samsetningu verslana eftir því sem þurfa þykir. Það sást vel þegar fram- færsluvísitalan var tekin fyrir á þihgr nyíéga, ao' löífc eyoír mihm' peningum hlutfallslega í mat núna en árið 1979 þegar svona könnun var gerð síðast. Nú kaupir fólk meira af fatnaði, fer í ferðalög o.s.frv. Tíminn verður að leiða í Ijós hverju þarf að breyta hérna." Jón Sigurdsson kvaðst ekki geta sagt hvaða aldurshópur sækti mest til þeirra, enda hefði slíkt aldrei ver- ið sérstaklega kannað. Ragnar Atli sagði hins vegar mikið af eldra fólki koma í Kringluna, sem og börn: „Börnum þykir gaman að koma hingað þegar frí gefst frá skóla,“ seg- ir hann. „Eg held að Kringlan hljóti að höfða til allra aldurshópa enda erum við með verslanir með alls kyns varningi. Tilgangurinn var líka sá að bjóða upp á fjölbreytta þjón- ustu frekar en einhvern „lúxus". Hér er einnig ýmis þjónustustarfsemi eins og pósthús og útsölustaður ÁTVR, sem hlýtur frekar að flokkast undir þjónustu en verslun." Jón Sigurdsson kvaðst ekki telja að fata- sala hefði minnkað í Miklagarði þrátt fyrir aukningu fataverslana í Kringlunni, „enda bjóðum við ekki hátískuvörur heldur fatnað á alla fjölskylduná', segir hann. í nýlegri Gallup-könnun þar sem samtökin Gamli miðbærinn áttu nokkrar spurningar og í svörum sem liggja fyrir kemur fram að sögn Ástbjörns „að stór hluti þeirra sem segjast versla í gamla miðbænum kveðst gera það vegna þess að þeim þykir stemmningin þar skemmtileg. Af þessum svörum má ráða að fólk vill greinilega ekki missa gamla miðbæinn sem verslunarkjarna", sagði Ástbjörn. B-22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.