Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 14
Breytingar á tísku eiga sér sífellt stað. Það er ekki nóg
með að tískan breytist frá ári til árs, miklu nær er að tala
um breytingar milli mánaða. Það sem var „smart“ í haust
sem leið er núna alveg „glatað“. Enda á fólk víst fulla
skápa af fötum sem það á aldrei aftur eftir að nota. Nema
kannski eftir 20—30 ár, jafnvel ennþá síðar. Það eina sem
er öruggt í sambandi við tískuna er nefnilega að hún
endurtekur sig alltaf.
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR
Frá því unglingsstúlkur í höfuö-
borginni gengu inn í Hagkaup við
Lækjargötu og keyptu sér skjanna-
hvítan, „sanseraðan" varalit hefur
mikið vatn runnið til sjávar. Þær
sem eyddu drjúgum tíma fyrir fram-
an spegil og reyndu eftir fremsta
megni að hafa línuna á „eye-liner-
num" beina fara nú léttilega með að
mála á augnlokin með til þess gerð-
um blýöntum. Að vísu reyndu
snyrtivöruframleiðendur að koma
„eye-liner“ í tísku aftur fyrir
skömmu, en mistókst. Enda finnst
þessum konum, sem einu sinni voru
svo ungar að þær gátu gengið með
hvítan varalit, engan veginn passa
fyrir „sinn aldur" að hafa kolsvört
strik yfir augnlokin. Hvað þá heldur
að teikna nokkur augnhár eins og
þær gerðu einu sinni og náðu niðr’á
miðjar kinnar — í kringum ’67. Um
líkt leyti var hártískan líka sérstök.
Twiggy kom fram á sjónarsviðið og
hver einasta unglingsstúlka sem
hafði nokkra möguleika á að stæla
hana gerði það. Sumar náðu svo
góðum árangri að þær lifa enn þann
dag í dag á endurminningunni.
ANDLITSFÖRÐUNIN
'87: UMFRAM ALLT
EÐLILEG
Nei, andlitsförðun og hárgreiðsla
hafa breyst eins og allt annað á
tuttugu árum. í fyrra, á árinu 1987,
var aðaláherslan lögð á edlilega
andlitssnyrtingu. Konur áttu að láta
sem minnst á því bera að þær not-
uðu „hjálpartæki” til að viðhalda út-
liti sínu. Sumar áttu í heljarinnar erf-
iðleikum með það, líkt og með
svörtu strikin á sínum tíma. Hvernig
fóru þær að því að láta kinnalitinn
ekki sjást? Hvernig í ósköpunum
var hægt að nota: farða, púður,
kinnalit, augnskugga, augnblýant,
augnháralit og varalit án þess að
nokkur sæi? En þetta höfðu tísku-
kóngar víða um heim boðað og
þessu varð að fylgja. Á sama tíma
og þær „miðaldra” frúr, sem makað
höfðu á sig hvíta varalitnum tuttugu
árum fyrr, sátu í saumaklúbbum og
ræddu um litgreiningarnámskeiðið
sem þær ættu endilega að láta skrá
sig á sátu unglingsstúlkur í bekkjar-
partýjum og fengu að láni hver hjá
annarri hvítan varalit númer átján!
Svona endurtekur tískan sig.
LITGREININGAR-
NÁMSKEIÐ í
ALGLEYMINGI
Litgreiningarnámskeiðin já. I
janúarmánuði í fyrra var allt í lagi
að mæta í vinnuna í rauðu peysunni,
gallabuxunum og hvítu hálfsokkun-
um. í júlí var þetta orðið hallæris-
legt. Litgreining hafði skotið upp
kollinum á íslandi eins og annars
staðar í heiminum — og slegið í
gegn. Nú var enginn lengur maður
með mönnum nema fara í litgrein-
ingu. Nú var ekki lengur spurning
hvort einhver ákveðinn litur klæddi
viðkomandi, heldur hvort
hann/hún væri vetur, sumar, vor
eöa haust. Allt fór þetta að
sjálfsögðu eftir húð- og hárlit. Að
láta sér detta í hug að maður gæti
verið sumar og gengið í rauðu var
auðvitað alveg út úr kortinu. Enda
gengur fólk víst núna milli verslana
með sérstakt litakort og spyr: „Eigið
þið til peysur í þessum lit?” Og þá
þýðir ekki fyrir afgreiðslufólk að
koma með eitthvað í svipuðum lit.
Blæbrigðin geta nefnilega verið allt
önnur og orsakað það að baugarnir
eða hrukkurnar verða enn meira
áberandi. Það verður þó að
viðurkennast að litgreining á við
heilmikil rök að styðjast.
Litgreining kom heldur ekki upp
vegna tískuáhrifa, að minnsta kosti
ekki í upphafi. Það var listmálari
sem fyrstur uppgötvaði að tengsl
voru milli húð- og hárlitar manna og
þess, hvaða liti þeir völdu sér til að
mála myndir. Það liðu síðan mörg,
mörg ár þar til fólk fór að tileinka
sér þessa uppgötvun í tengslum við
litaval á fatnaði og snyrtivörum. Uti
í hinum stóra heimi hefur litgreining
verið vinsæl í mörg ár, en hér ruddi
hún sér ekki almennilega til rúms
fyrr en á liðnu ári. Spáð var að
þegar líða tæki á árið 1987 myndi
B-14 HELGARPÓSTURINN