Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 25
GEIR HILMAR HAARDE F. 8. apríl 1951 í Reykjavík. For.: Tomas Haarde frá Rogalandsfylki í Noregi símafræðingur í Reykjavík, og Anna Steindórsdóttir Haarde húsmóðir í Reykjavík. Móðurfor.: Steindór Einarsson forstjóri í Reykjavík og Ásrún Sigurðardóttir húsmóðir þar. Stúdent MR 1971. B.A. í hagfræði frá Brandeis University, Waltham, Massachusetts, Bandaríkjunum, 1973. M.A. í alþjóðastjórnmálum frá John Hopkins University, School of Advanced International Studies, Washington D.C., Bandaríkjunum, 1975. M.A. í þjóðhagfræði frá Uni- versity of Minnesota, Minneapolis, 1977. Hagfræðingur í alþjóðadeild Seðlabanka íslands 1977—1983. Blaðamaður við Morgunblaðið á sumrum 1972—1977. Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1981—1985. Varaþingmaður fyrir Reykjavík 1983. Nafnbætur og önnur viðurkenn- ing: Phi Beta Kappa 1973. K.h. 5. júní 1975: Patricia Angel- ina Haarde frá Frakklandi, f. 11. feb. 1953. Hjúskaparslit 1982. Sambýliskona frá 1983: Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur, f. 24. sept. 1951. DANFRfÐUR SKARPHÉÐINSDÓTTIR F. 3. mars 1953 í Reykjavík (Dan- fríður Kristín). For.: Skarphéðinn Kristjánsson afgreiðslumaður og kona hans Ágústa Guðjónsdóttir húsmóðir. Stúdent MT 1973. B.A-próf í þýsku og norsku við Háskóla íslands 1979. Próf við Leiðsögumannaskóla Ferðamálaráðs 1978. Próf í uppeld- is- og kennslufræði við Háskóla ís- lands 1981. Stundakennari í Reykjavík 1976—1977, sett kennari við Fjöl- brautaskólann á Akranesi 1978, skipuð 1981. Stundakennari við Menntaskólann við Hamrahlíð 1985—1987. Hefur á sumrum og með námi unnið ýmiss konar skrif- stofustörf og sem leiðsögumaður. í stjórn Hins ísl. kennarafélags 1980—1984. í Vestnorræna þing- mannaráðinu síðan 1987. Alþingismaður Vesturlands síðan 1987. Varaformaður þingflokks Sam- taka um kvennalista síðan 1987. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR F. 23. mars 1950 á Lómatjörn í Grýtubakkahreppi. For.: Sverrir Guðmundsson bóndi þar og kona hans Jórlaug Guðrún Guðnadóttir húsmóðir. Maki 29. júní 1974: Arvid Kro, f. 13. sept. 1952, bóndi á Lóma- tjörn. For.: Magne Kro bóndi í Hauge í Noregi og kona hans Ingrid Kro húsmóðir. Próf frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1967. Þýskunám við Berlitz-school í Hamborg 1968— 1969, enskunám við Richmond- school í London 1971—1972. Ritari hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1967—1968. Ritari kaupfélagsstjóra KEA 1969—1970. Læknaritari á Fjórðungssjúkrahús- 1 inu a Akureyri 1970—1971. Kennari 1 11^*? > tl 1 1 1 við Grenivíkurskóla 1972—1976, í j 1 I % 1 1 1 hlutastaríi 1977—1982. Húsmóðir 1 L - t .; 1 1 og bóndi á Lómatjörn síðan 1974. || 1 ■ 1 í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga síð- ii 1 | an 1981. í stjórn Sambands ísl. sam- 1{ 1 SfiÍÉÉ I vinnufélaga síðan 1985. í stjórn l kjördæmissambands framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi I eystra 1983—1987, formaður stjórn- k x Mt, % * | ar 1985—1986. í miðstjórn Fram- 1 sóknarflokksins síðan 1983. í Norð- v dÉ — -“tr 1(1 1 urlandaráði síðan 1987. j r Æk Alþingismaður Norðurlandskjör- dæmis eystra síðan 1987. Varaþing- fejSlBk m maður Norðurlandskjördæmis % Bh " „ eystra apríl 1984. Varaformaður þingflokks Fram- ' sóknarflokksins frá 1987. * í myrkri 4 gildir Jl að sjást. Notaðu endurskinsmerki! IUMFERÐAR Fararheiif RÁÐ BANKABÓK KJÖRBÓK 0 Landsbanki Sk íslands JT Landsbanki Mk íslands JHKJB BankiaHralandsmanna Nýtt útlit á fjárhirslum Landsbankans STBtKAR 251*576* \ Það er mikið um að vera i Landsbankanum þessa dagana. Samfara hagræðingu og breytingum við vinnsluýmissa verkefna, sem koma jafnt starfsfólki og viðskiptavinum til góða, eru nú settar í umferð nýjar Banka- og Kjörbækur, tékkhefti með nýju útliti, ásamt ER-tékkheftinu sem nýlega var tekið í notkun. Bankabókin nýja leysir af hólmi gömlu sparisjóðsbókina og Kjörbók með nýju útliti kemur í stað þeirrar eldri. Reyndar tekur Kjörbókin stöðugum breytingum, - að innihaldi - til þess að tryggja eigendum sinum sem þesta ávöxtun. ER-tékkheftin eru fyrir Einkareikninginn, sem ber mun hærri vexti en venjulegir tékkareikningar, auk þess að gefa kost á yfirdrætti og láni. Viðskipti í Landsbankanum tryggja einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum aðgang að fullkominni bankaþjónustu á öllum sviðum. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna HELGARPÓSTURINN B-25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.