Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 46

Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 46
m BSp k H . ; 'J- ' WfJ hausti komust að því að lánin dugðu hvergi að vori, þegar verðhækkanir á fasteignum voru komnar fram. Verðhækkanir á íbúðarhúsnæði komu ekki mjög á óvart vegna þess að fasteignaverð lækkaði að raun- gildi frá ársbyrjun 1985 og þar til í ágúst-september 1986 um 17%. Með því að miklu fé var skyndilega veitt út á lánamarkaðinn, fé sem bar niðurgreidda vexti, var fyrirsjáan- legt að verð tæki stökk upp á við. Þrátt fyrir hækkandi fasteigna- verð og lengri biðlista hjá Húsnæð- isstofnun ríkisins en áður höfðu þekkst sameinuðust talsmenn ríkis- stjórnarflokkanna í húsnæðismál- um og talsmenn verkalýðshreyfing- ar um það að gera gagnrýnendur tortryggilega. Var greinilegt að þessir aðilar gerðu sér litla eða enga grein fyrir því, hvað var að gerast, og stóðu ráðþrota gagnvart afleið- ingum nýja lánakerfisins. Þannig stóð t.a.m. formaður Verkamanna- sambandsins, Guðmundur J. Guð- mundsson, upp á Alþingi og sagði: „Mér finnst það gegna nokkurri furðu, að verkalýðshreyfingin skuli verða fyrir aðkasti fyrir að hafa ger- breytt húsnæðislánakerfinu þannig að lán hafa aldrei verið fleiri eða hærri og aldrei verið jafnmiklir möguleikar." Ummælin eru vitnis- burður um að menn áttuðu sig ekki á þeim vanda sem búinn hafði verið til. LÁNAKERFINU LOKAÐ Mánuði fyrir kosningar, um miðj- an mars, neyddust húsnæðisyfir- völd til að loka húnsnæðilánakerf- inu. Þá var búið að úthluta öllu því fé sem Húsnæðismálastofnun hafði yfir að ráð tvö til þrjú ár fram í tím- ann og gat því ekki, vegna samn- inga við lífeyrissjóðina, sent út bind- andi lánsloforð lengur. Engin loforð voru send út til ársloka, heldur voru þeir afgreiddir sem þegar höfðu fengið bindandi lánsloforð. Nýr félagsmálaráðherra í ráðu- neyti Þorsteins Pálssonar, Jóhanna Sigurðardóttir, lýsti því yfir stuttu eftir að hún tók við embætti, að hún myndi strax í þingbyrjun leggja fram breytingatillögur við húsnæð- islögin og beita sér fyrir opnun lána- kerfisins fyrir lok október. Breytingatillögur Jóhönnu Sig- urðardóttur fengu dræmar undir- tektir í þingflokkum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks og lýstu tals- menn þeirra í húsnæðismálum yfir að frumvarp Jóhönnu yrði ekki óbreytt að lögum. Það gekk eftir. Jóhanna Sigurðardóttir hætti að mæta á ríkisstjórnarfundi til að knýja breytingatillögur sínar í gegn á þingi og voru þær, eftir samkomu- lag í stjórnarflokkunum, samþykkt- ar stuttu fyrir þinghlé. BREYTINGARNAR Ráðherra getur eftir setningu reglugerðar um lánveitingar HSR synjað eða skert lánveitingar ef um- sækjendur eiga fleiri en eina íbúð, eða þá ef þeir búa rúmt í skuldlausu húsnæði. Þeir sem sótt hafa um hús- næðisián og eiga fleiri en eina eign eru mjög fáir, sennilega innan við 2% umsækjenda að því er talið er. Niðurstaðan er því e.t.v. sparnaður upp á 300 milljónir í kerfi sem tekur til sín kannski 10 milljarða á ári næstu árin. Varðandi þann hóp, sem e.t.v. á rétt á skertu láni, er það að segja, að skerðingarákvæðin eru svo rúm að tiltölulega fáir umsækjendur verða settir hjá á grundvelli þessara ákvæða. Kannski munar hér um 3—400 milljónir á ári. Við erum því að tala um skerðingu upp á 800 milljónir í kerfi sem tekur til sín a.m.k. 10 milljarða á ári. í frétt frá félagsmálaráðuneytinu 21. október sl. sagði m.a.: „I forsend- um sem nýju húsnæðislögin byggðu á var gert ráð fyrir 3.800 umsækj- endum á ári fyrstu 2 árin. Á rúmu ári hafa hinsvegar borist um 10 þús- und umsóknir, en afgreiðsla þeirra mun kosta um 15 milljarða króna, þ.e. 10 milljörðum meira en ráð var fyrir gert.“ Samkvæmt lauslegum útreikningum hefur Jóhönnu Sig- urðardóttur tekist með breytingum sínum að minnka það sem upp á vantar úr 10—11 milljörðum í 9—10 milljarða. Það er öll breytingin. Nýtt húsnæðislánakerfi iiggur í loftinu. Ljóst er að mikil þörf er fyrir leiguíbúðir og/eða verkamannabú- staði, enda sífellt fleiri sem ekki telja sig geta staðið undir afborgunum og vöxtum af þeim háu lánum sem menn geta e.t.v. fengið ef þeir end- ast til að standa í biðröðinni. Þá má búast við breytingum á vaxtastefn- unni í húsnæðismálum og í framtíð- inni hljóta niðurgreidd lán til allra að heyra sögunni til. Það sem e.t.v. skiptir mestu við samningu nýrra húsnæðislaga er að láta verkalýðs- hreyfinguna og samtök atvinnurek- enda hvergi koma nærri lagasetn- ingunni. Þau samtök hafa klúðraö húsnæðismálum a.m.k. tvisvar án þess nokkurn tíma að hafa þurft að bera ábyrgð á tillögum sínum. B-46 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.