Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 42

Helgarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 42
Þórdís Geirsdóttir sigraði í mfl. kvenna. Frammarar urðu bikarmeistarar í kattspyrnu karla með 5—O-sigri á Viði í úrslitaleiknum. Víðismenn höfðu áður slegið út bæði Val og KR. ÍR-ingar unnu sinn 16. sigur í röð í bikarkeppni frjálsfþróttamanna, nú var sigurinn í naumasta lagi, munurinn aðeins eitt stig. September fslenska knattspyrnulandsliðið vann tvo frábæra sigra á Norð- mönnum i undankeppni EM. Fyrst hér á Laugardalsvelli, 2—1, en síðan í Noregi, 1—0, þar sem Atli Eðvalds- son fyrirliði skoraði sigurmarkið í beinni útsendingu. Þá sigraði (s- lenska ÓL-liðið í knattspyrnu A-Þjóðverja, 2—0, á Laugardalsvelli f bráðskemmtilegum leik. Valsmenn urðu fslandsmeistarar í knattspyrnu. Víðir og FH féllu í 2. deild en f þeirra stað koma „spútnik- liðið" Leiftur frá Ólafsfirði svo og Vfkingar. Skagastúlkurnar urðu fslandsmeistarar kvenna en Vals- stúlkurnar bikarmeistarar. Breiða- blik féll f 2. deild f kvennaflokki, en liðið er margfaldur íslandsmeistari frá fyrri árum. Vaismenn urðu Reykjavíkur- meistarar í handknattleik en Fram sigraði í kvennaflokki. Pétur Ormslev var kjörinn besti knattspyrnumaður 1. deildar og Rúnar Kristinsson sá efnilegasti f hófi sem leikmenn héldu að loknu erfiðu móti. Pétur hlaut einnig gull- skóinn fyrir að verða markahæsti leikmaður fslandsmótsins. fslensku liðunum gekk misvel f fyrri leikjum fyrstu umferðar í Evrópumótunum í knattspyrnu. Skagamenn gerðu jafntefli við Kalmar frá Svíþjóð uppi á Skaga en Valsmenn gerðu 0—0-jafntefli gegn Wismute Aue í A-Þýskalandi. Frammarar töpuðu fyrir Sparta Prag á Laugardalsvelli. Vfkingur og Stjarnan komust f aðra umferð í Evrópukeppninni í handknattleik en Blikarnir féllu úr keppni fyrir danska liðinu HIK. Október Valsmenn féllu úr leik í Evrópu- keppninni í knattspyrnu ásamt Fram og Skagamönnum. Valsmenn gerðu 1—1-jafntefli við Wismute, Fram tapaði fyrir Sparta, 0—8, og Skagamenn fyrir Kalmar, í fram- lengdum leik, 0—1. Guðrún Sæmundsdóttir var kjörin besti leikmaður 1. deildar kvenna. Ólympfulandslið fslands f knatt- spyrnu tapaði fyrir Portúgal, 1—2, á útivelli og KR varð Reykjavíkur- meistari í körfuknattleik karla en ÍS í kvennaflokki. Gunnar Gíslason og félagar hjá Moss urðu norskir meistarar í knatt- spyrnu. íslenska handknattleikslandsliðið tapaði fyrir A-Þjóðverjum í úrslita- leik á fjögurra landa móti f Sviss en U-19 ára landsiiðið í handknattleik sigraði glæsilega á móti í V-Þýska- landi. Knattspyrnulandsliðið tapaði hins vegar, 0—2, fyrir Sovétmönn- um f lokaleik sfnum f undankeppni EM. fslendingar enduðu þó í 4. sæti í riðlinum á undan Norðmönnum. Nóvamber Stjarnan féll úr leik í Evrópu- keppninni í handknattleik er liðið tapaði fyrir Urædd frá Noregi á úti- mörkum. Víkingar unnu hins vegar Kolding frá Danmörku og eru komnir í 3. umferð þar sem þeir eiga við CSKA Moskva frá Sovétríkj- unum. fsienska landsliðið í handknatt- leik sigraði Pólverja létt, 28—21, í Höllinni, en tapaði síðan daginn eft- ir (fastir liðir eins og venjulega). Þessi lið spiluðu síðan á móti á Ak- ureyri ásamt ísrael og Portúgal og þar unnu íslendingar sigur á PÖI- verjum í úrslitaleik. íslendingar unnu til tvennra verðlauna á NM í karate. Jónína Olesen og Árni Ein- arsson voru þar að verki. Desember Alfreð Gíslason ákvað að ganga til liðs við KR í handknattleiknum næsta vetur. fslenska landsliðið f handknattleik tapaði fyrir Júgóslöv- um og Norðmönnum á Polar Cup en vann síðan Júgóslava í Höllinni nokkrum dögum seinna. Júkkarnir unnu sfðan seinni leikinn f Höllinni. fslenska handboltalandsliðið U-21 árs spilaði i HM og vann annan ieik- inn en tapaði hinum og hafnaði f neðsta sæti. Mikil vonbrigði. Ægir varð bikarmeistari í sundi. íslendingar lentu með Sovét- mönnum, A-Þjóðverjum, Austurrík- ismönnum og Tyrkjum í undan- keppni HM í knattspyrnu. Handknattleikslandsliðið spilaði gegn S-Kóreu í Höllinni. Vann fyrri leikinn en tapaði þeim seinnil! Þá spilaði liðið á móti f Danmörku og tapaði fyrir Dönum í úrslitaleik. AF ERLENDUM ATBURÐUM Af erlendum atburðum á árinu er ekki mikið að segja nema fara f gegnum alltof mörg smáatriði. Á árinu voru hvorki Ólympíuleikar né HM í knattspyrnu eða EM í knatt- spyrnu. HM í handknattleik var heldur ekki til staðar og eina veru- lega stórmótið var HM f frjálsum, en þar vannst afrek ársins er Ben John- son sigraði Carl Lewis í 100 m hlaupi á frábæru heimsmeti, 9,83 sek. B-42 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.