Helgarpósturinn - 17.03.1988, Page 3

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Page 3
rasandi yfir þeirri ósvinnu Davíðs Oddssonar borgarstjóra að sjá til þess að Framsóknarflokkurinn fengi ekki umsótta lóð í Sogamýri við Suðurlandsbraut og Skeiðarvog. Öllum ber saman um að um hrein- ræktaða hefnd hafi verið að ræða af borgarstjórans hálfu í kjölfar þess að Steingrímur Hermannsson dirfð- ist að skipta sér af þenslunni í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, lét bóka mótmæli sín á borgarráðs- fundinum og talaði um svikin lof- orð. Ef til vill hefðu sumir búist við að hún gengi af fundi í svona prins- ippmáli! En það voru fleiri sem sóttu um og þurftu frá að hverfa. Þeirra á meðal má nefna Félag eldri borgara, verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar, Teiknistof- una sf., teiknistofu Jóns Björns- sonar (þar sem B-álma Borgarspít- alans var teiknuð) og Dentalíu. Borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, Sigurjón Pétursson, sýndi við af- greiðslu þessa sitt sósíalíska innræti og lagði til að lóðirnar yrðu auglýst- ar til sölu til hæstbjóðenda, en þetta felldi meirihlutinn af sínu kapítal- íska innsæi... Lido De Jesolo. Sannkallaður fjöl- skyldustaður í nágrenni Feneyja. Góðar strendur, hagstætt verðlag, skemmtilegt götulíf og mikið úrval skoðunarferða. Ítalía er óskaland ferðamannsins. 3 vikur, áætlunarflug til Milanó, íslenskur fararstjóri. Verð frá 41.499 kr.» 4 í íbúð 49.184 kr. 2 í íbúð 58.088 kr. FERÐASKRIFSTOFAN TECHNICS X-800 HÁÞRÓUÐ HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐA MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJAR- STÝRINGU Hann leynir sér ekki glæsileikinn þegar TECHNICS eiga í hlut. En útlitið eitt segir ekki nema hálfa söguna, það er innihaldið, endingin og hljómgæðin sem skipta öllu máli, þá koma yfirburðir TECHNICS hljómtækjanna í ljós. Það er engin tilviljun að TECHNICS eru mestu hljómtækjaframleiðendur heims, þeim árangri nær aðeins sá sem getur boðið upp á framúrskar- andi vöru í öllum verðflokkum. Takið ekki óþarfa áhættu, þið eruð örugg með tækin frá TECHNICS. Verð 39.860,- Stgr. 37.870,- Með fjarstýrðum geislaspilara Verð 58.810,- Stgr. 55.850,- FRAMTÍÐAREIGN Á GÓÐU VERÐI. JAPISS BRAUTARHOLT 2 • KRINGLAN • SÍMI 27133 4 J i HELGARPOSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.