Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 15
„Ég get ekki kallað þetta mistök... ég kalla þetta synd. Ég get engum nema sjálfum mér um kennt." Þetta voru upphafs- orð sjónvarpspredikarans Jimmys Swaggart / beinni út- sendingu einnar bandarísku sjónvarpsstöðvanna. „Drama- tískasta útsending fyrr og síðar," sögðu menn. Salarkynni trúarfé- lagsins Family Worship Center í Baton Rouge í Los Angeles voru full affólki. Átta þúsund fylgis- menn trúfélagsins voru komnir til að hlusta á Jimmy Swaggart svara þeim ásökunum sem á hann höfðu dunið skömmu áður, þess eðlis að hann hefði sést á fremur sóöalegum mótelum með vændiskonum. „ÉG HEF SYNDGAÐ GEGN ÞÉR GUÐ MINN" Jimmy Swaggart sagði aldrei beinum orðum í ræðu sinni hvað það væri sem hann var sakaður um. Oft féll rödd hans niður í lágt hvískur, stundum brast hún þegar tilfinningarnar virtust ætla að bera hann ofurliði. Hann bað ium fyrirgefningu Francis konu sinnar, sem brosti og kinkaði til hans kolli. Hann bað um fyrir- gefningu sonar síns, Donnies, sem hvíslaði hinum alkunnu bandarísku orðum „I love you" til föður síns. Hann bað um fyrir- gefningu presta og trúboða safnaðarins, fyrirgefningu ann- arra sjónvarpspredikara í Banda- ríkjunum og fyrirgefningu fylgj- enda sinna um allan heim. Hann talaði síðan beint til guðs síns og sagði m.a.: „Ég hef syndgað gegn þér Guð minn og það er ósk mín að þitt dýrmæta blóð muni þvo og hreinsa hvern blett þar til ég hef fengið fyrirgefn- ingu á þann hátt að þetta atvik verði gleymt." PREDIKARAR VÍKJA — „LÉTTIR" SAGÐI SWAGGART Játning Swaggarts kom á viðkvæmum tíma. Ekki aðeins fyrir hann, heldur einnig alla aðra sjónvarpspredikara, sem voru að ná sér á strik eftir óvenjulega erfitt ár 1987. Oral Roberts reið á vaðið í fyrra er hann tilkynnti að hann hefði fengið köllun þess eðlis að honum bæri að safna 8 milljónum dollara eða „guð myndi kalla hann heim". Síðan komu Jim og Tammy Bakker, 'uppljóstrun á því að Jim hefði látið 265.000 dollara renna í kirkjusjóð til að hylma yfir kyn- ferðislegt misferli. Því næst komst upp um skuldafen þeirra Bakkers-predikaranna og misferli í peningamálum. Bakkerfól Jerry Falwell umsjón þáttanna en snerist síðan gegn honum og ásakaði trúfélag hans um að hafa gabbað sig, til þess að ná yfirráðum í sjónvarpsþáttunum. Það þykir ekki Ijóst hvort predikun Swaggarts hafi verið flutt í einlægni eða hvort hún var í raun aðeins vel undirbúinn hluti leikþáttar, samins til að bjarga söfnuði hans og þeim 150 millj- ónum dollara sem greiddar eru til safnaðarins á ári hverju. Swaggart hafði ráðist harkalega gegn Bakker og Marvin Gorman, einum skæðasta keppinauti Swaggarts, þegar þeir voru ásakaðir og þegar þeir svo voru sviptir hempunni sagði hann að það væri léttir að losna við slíka predikara. En nú var röðin komin að honum sjálfum. FRAMKOMA PREDIKARANNA ÓKRISTILEG Fylgismenn Swaggarts sýndu honum flestir stuðning. En hvað segja trúbræður hans hér á landi? Gunnar Þorsteinsson hjá Krossinum segist ekki þekkja til þeirra fullyrðinga sem vitnað er í hér fyrir ofan. „Það er margt í amerískri kristni sem hefur allt aðrar áherslur en við höfum hér," sagði Gunnar. „Þjóðfélagsupp- bygging og viðhorf eru allt önnur á ýmsum sviðum þannig að við eigum erfitt með að skilja þær erjur sem fram fara þarna á bak við tjöldin. Ekki aðeins virð- ist framkoma þessara manna vera afar ókristi leg heldur einnig breytni þeirra út á við og þau viðhorf sem ríkja á milli þeirra. Þau eru ekki í anda kristins kærleika. Þetta er eins og slagur eða stríð, þeir eru eins og krakkar í sandkassaleik." / Time er sagt að ekki þyki Ijóst hvort ræða Swaggarts hafi verið flutt í einlægni eða hvort hún hafi aðeins verið hluti af „leikþættinum" — settum upp til að bjarga kirkjunni. „Það er auðvitað enginn mælir á einlægni manna til. Þar til annað kemur í Ijós — og ef annað kemur í Ijós — taka menn náttúrulega á móti þessari beiðni um fyrirgefningu og verða væntanlega við henni." SEST EKKI í DÓMARASÆTI Fjárhæðirnar sem renna til safnaðar Swaggarts og annarra trúfélaga í Bandaríkjunum eru meö ólíkindum. Eru svipaðar peningaupphæðir í gangi hér á landi? „Nei, engan veginn. Við berj- umst í bökkum og allt kirkjulegt starf hér á íslandi hefur á brattan að sækja fjárhagslega." Þú leggur engan dóm á þetta mál Swaggarts? „Nei, ég get ekki sest í dóm- arasæti. Hins vegar er það engin spurning að framkoma predik- aranna hvers í annars garð er ókristileg. Þetta stríð og þessi lögregluárátta þessara manna er auðvitað í engu samræmi við það sem þeir boða — og eiga að boða." Heldurðu að Jimmy Swaggart hafipredikað af einlægni? „Ég held það já. Ég held að ef Jimmy Swaggart hafi ætlað sér að verða ríkur og hafi verið að þessu aðeins peninganna vegna, þá hefði hann valið sér aðra leið. Hann er til dæmis einn færasti tónlistarmaður á sínu sviði, hann selur milljón plötur á ári, ár eftir ár, og bara það eitt myndi hafa gert hann stórauðugan. Allar þær tekjur hefur hann gefið inn í starfið og hann hefur gefið meira en nokkur annar inn í þetta starf. Þetta er ekki fjár- plógsstarfsemi af hans hálfu, engan veginn." ÁFÖLLIN HITTU HVÍTASUNNUHREYF- INGUNA FYRIR Finnst þér of hart vera tekið á máli Swaggarts? „Ef Jimmy Swaggart hefur syndgað og beðið um fyrirgefn- ingu finnst mér það eðlileg fram- vinda að hann víki um tíma og komi síðan aftur. Jimmy tilheyrir kirkjudeiid sem heitir Assembles of God, sem er hvítasunnuhreyf- ing í Bandaríkjunum, geysilega öflug hreyfing sem 2,1 milljón manna í Bandaríkjunum tilheyrir. Jim Bakker og Marvin Gorman tilheyra sömu kirkjudeild og fyrr- nefnd áföll hafa hitt þá kirkju- deild fyrir. Baptistar standa fyrir utan og gagnrýna heiftarlega, menn eins og Jerry Falwell og fleiri. Hins vegar segir mér hugur um að þessi kirkjudeild hafi vaxið ákaflega fyrir tilstilli Jimmys Swaggart, sem er þeirra harðasti og mesti trúboði. Starf hans var geysilega víðtækt og öflugt og ég held að hugur hafi fylgt máli þótt hann hafi átt við veikleika að stríða. Ég undirstrika það að Jimmy Swaggart gaf meira til starfsins en nokkur annar. Ef hann hefði aðeins ætlað sér að verða ríkur gat hann valið um margar leiðir til þess. Jerry Lee Lewis og Jimmy Swaggart eru systkinabörn og í upphafi byrjuðu þeir saman á að predika og syngja en leiðir skildi. Jerry Lee Lewis fór út í áfengi og eiturlyf, en Jimmy reyndi að halda sér að Drottni og Guðs vilja. Jimmy Swaggart fékk tilboð um samning frá sama plötufyrirtæki og Elvis Presley á sínum tíma, en Jimmy Swaggart leikur, eins og mörgum er kunn- ugt, á píanó, The Golden Gospel Piano, og hefur selt 14 eða 15 milljón plötur á undanförnum árum. Hann er geysilega dýn- amískur, bæði í predikun og hljómlistinni." Hvað finnst þér um banda- ríska fjölmiðlun, til dæmis þann hluta að birta myndir af vændis- konunni sem Jimmy Swaggart er sagður hafa verið með, myndir af mótelinu o.s.frv. „Mér finnst blaðamennska á því plani þar sem tekin voru viðtöl við vændiskonur og birt umsögn þeirra vera komin á lágt stig. Mér finnst þar verið að fara undir yfirborðið." ÁN FYRIRGEFNINGAR ER ENGINN KRISTINDÓMUR TIL Hann á þá rétt á að fá fyrir- gefningu? „Að sjálfsögðu. Kristindómur- inn stendur og fellur með boð- skap fyrirgefningarinnar. Kristin- dómurinn er ekkert annað en fyrirgefning guðs inn í heiminn. Ef fyrirgefning er ekki lengur til, þá er heldur ekki kristindómur til lengur. Ef þessi maður á ekki rétt á fyrirgefningu, þá eigum við það ekki heldur. Hann er veik- leikamaður og hefur ekkert verið að fela það í predikunum sínum. Hann hefur hvað eftir annað lagt áherslu á að hann sé maður sem eigi við sín vandamál að glíma. Hann hefur ekkert sett sig á tindinn en hitt er annað mál að til hans hafa verið gerðar ómennskar kröfur. I Bandaríkj- unum er margt það besta í kristninni að finna og líka margt það versta. Frelsið er mikið og þar er mikil gróska á öllum sviðum þannig að illgresið og hið góða vaxa saman hlið við hlið. Það hefur gerst að einhverju leyti í lífi Jimmys Swaggart og hann ekki náð að hreinsa nógu vel út það sem hefur verið veik- leiki í lífi hans, og það varð honum að falli. En ég vænti þess eindregið að menn sýni umburð- arlyndi, kristinn kærleika og fyrir- gefningu og Swaggart hefji störf ' ' // „An fyrirgefn- ingar er enginn kristindómur til,‘ segir Gunnar Þorsteinsson hjá Krossinum — Framkoma predikaranna hvers í annars garð ókristileg. Asakanir úr öllum áttum. „Hefur hitt þennan ákveðna söfnuð fyrir.“ Dóróthea Magnúsdóttir 101 Reykjavik, Torfi Geirmundsson S17144 EG OSKfl EFTIR AD FA SENT KYNNINGARRIT HIVlÍ MÉR AD KOSTNflÐARLflUSU NAFN. HANDMENNTASKOLI ISLANDS Smii 27644 box 1464 121 Reykjavík Handmenntaskóli Islands hefur kennt yfir 1250 íslending- um bæöi heima og erlendis á síöastliðnum sex árum. Hjá okkur getur þú lært teikningu, litameöferö og skrautskrift - fyrir fulloröna - og föndur og teikningu fyrir börn í bréfaskólafomi. Þú færö send verkfæri frá okkur, sendir okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leiðréttar til baka. Þeim, sem minni tíma hafa, bjóðum viö uppá stutt hæfileikapróf á þessum sviðum. - Biddu um kynningu skólans meö því aö snda nafn og heimilisfang til okkar eöa hringdu í síma 27644 núna strax, símsvari tekur við pöntun þinni á nóttu sem degi. - Tímalengd námskeið- anna stjórnar þú sjálf(ur) og getur því hafið nám þitt, hvenær sem er, og verið viss um framhaldið. Hér er tækifærið, sem þú hefur beöiö eftirtil þess aö lærateiknun og skrautskrift á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú getur þetta líka. HEIMILISF.. NiJ Ijósmyndastofa VANDAÐAR PASSAMYNDIR BARN AMYN DATÖKUR FERMIN G ARMYN DATÖKUR TÖKUM EFTIR GÖMLUM MYNDUM ÖLL ALMENN LJÓSMYNDUN LJÓSMYNDIR Ljósmyndastofa í húsi Málarans Grensásvegi 11. Sími 680150. RUT HALLGRÍMSDÓTTIR LIÓSMYNDARI HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.