Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 26
HUGARBURÐUR Sam Shepard og lífslygi Ameríkumanna Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld, 17. mars, nýtt verð- iaunaleikrit eftir Bandaríkjamanninn Sam Shepard sem hlotið hefur nafnið Hugarburður í íslenskri þýðingu Úlfs Hjörvar. Verkið heitir á frummálinu A Lie of the Mind. Leikstjóri er Gísli Alfreðsson og með hlutverkin fara Hákon Waage, Arnór Benónýsson, Lilja Þórisdóttir, Sig- urður Skúlason, Þóra Friðriksdóttir, Vilborg Halldórs- dóttir, Gísli Halldórsson og Sigríður Þorvaldsdóttir. Kraft- ur verksins er slíkur að því hefur verið líkt við beljandi stórfljót. Gagnrýnandi New York Times sagði leikritið vera eins breitt, djúpt, langt, dularfullt og óstýrilátt og Mississippi-fljótið. Hugarburður er örlagasaga tveggja fjölskyldna sem tvinnast saman við hamslausa ástar- sögu. EFTIR FREY ÞORMÖÐSSON í leikriti sínu True West, sem sýnt var í ríkissjónvarpinu fyrir nokkru, segir Shepard meðal annars iitia sögu af tveimur mönnum á hestum þar sem annar eltir hinn yfir eyði- mörk. Sá sem eltir veit ekki hvert hinn muni leiða sig, sá elti veit ekki hvert skal halda. Þeir vita ekki að báðir eru jafnhræddir. Þannig halda þeir saman förinni inn i nóttina, óaðskiijanlegir í óvissunni. Það sem gagnrýnendur hafa verið sammála um er að Shepard sé óvenjuheillandi höfundur, án þess að hægt sé að skýra það nánar. Shepard er nýr í bandarísku leikhúsi af því að hann skrifar út frá banda- rískri menningu, poppmenningu, kvikmynda- og poppstjörnudýrkun þar sem allt veður í hamborgurum, kóki og töffaraskap þar sem sérhver einstaklingur á sér draum um frægð og frama. Fyrirrennarar hans í bandarísku leikhúsi byggðu miklu sterkar á evrópskri leikhúshefð. Shepard er sagður hafa til að bera áberandi næmi fyrir lögmálum leik- húsverka og umskrifar sjaldnast mikið. Þetta gerir hann um leið mjög afkastamikinn. Ein af mörgum spurningum sem vakna við verk Shepards er hvernig persónur hans urðu svona, hvaða ástæður liggi að baki? Við þessu fást engin einhlít svör. Persónur hans eru svo fjarri því að vera heilsteyptar sem hugsast getur og hegðun þeirra oft röklaus með öllu. Shepard segist aldrei hugsa um persónur verka sinna, heldur skrifi hann út frá ástandi sem hann gefur sér í upphafi. Hann þigg- ur þó áhrif bæði frá Samuel Beckett og Harold Pinter hvað form og upp- byggingu varðar, en efniviðurinn er bandarískur, á því er engir.n vafi. Leikrit hans virðast oft vera að sprengja leikhúsið utan af sér, líkt og hann sé óánægður með formið, og nálgast þá kvikmyndina mikið. Þeir þættir sem mest eru áberandi í verkum Shepards eru ofbeldi, ein- manakennd, rótleysi, hætta og djúp örvænting vegna veikrar sjálfsmeð- vitundar. Örvænting Bandaríkja- manna, segir Shepard, er fólginn í blekkingu þeirra og þeirra fölsku gilda sem ráða ferðinni í bandarísku samfélagi. Þar ber hæst ameríska drauminn, drauminn um blaðasal- ann sem verður forseti, drauminn um frægð, völd og peninga. Ástæða þess að peningar og frægð hafa öðl- ast svo gífurlegt gildi er fólgin í rót- leysi fjöldans. Bandarískar fjölskyld- ur leysast upp og fólk getur ekki horft til ákveðins uppruna. Að hafa rætur gefur þér fótfestu í lífinu. Að hafa engan uppruna, engar rætur, þýðir að hafa enga framtíð. Þú ert í lausu lofti. Þess vegna hefur banda- rískt samfélag þróað gildi sem vel áttu við landnematímann, en eru innantómar blekkingar í dag. Bandaríkjamenn halda enn í drauminn um vilita vestrið, sem ekki er lengur til nema í Marlboro- auglýsingum og þeirra eigin blekk- ingarvitund. Þeir hafa fánann sem sameiningartákn þjóðernisástar, þeir hafa dollarann sem tákn vel- ferðar og samfélagsstöðu og þeir hafa frægðina sem sönnun á tilvist. Biankur alþýðumaður er fyrir öðr- um ekki til, hann heldur sér fast í fánann. Þannig er driffjöður banda- rísks samfélags blekking og þegar fólk uppgötvar þetta sekkur það í hyldýpi örvæntingarinnar. Annað ráð er til, að fela sannleikann með fallegu yfirborði og efnislegum gæðum, opinbera aldrei að þú standir á engu, sveimir í lausu lofti og sýna hverjum þeim fyllstu hörku og ofbeldi sem vogar sér að ógna þér og afhjúpa tómleika þinn. Til að forðast örvæntinguna heldur hver í sitt og lætur ekki trufla sig, bóndinn í byssuna og hermaðurinn í stoltið. Texti Shepards er afar sterkur og of- beldið og feluleikurinn eru ekki síst áberandi þar. Leikurinn með þetta gerir verk Shepards kraftmikil og sprengihætt. Titlar verka hans vitna til popp- menningarinnar; Tooth of Crime og Curse ofthe Staruing Class eru með- al þekktustu verka hans og True West og Buried Child (hefur verið sýnt hér undir nafninu Barn í garð- inum) eru þeim ekki síðri. Það sem. gerir Sam Shepard ennþá sérstæð- ari er að um leið og hann ræðst heiftarlega á amerískt samfélag og blekkingu ameríska draumsins er líf hans eins og lýsandi dæmi um hvort tveggja. Hann var sonur drykkfellds hermanns og flæktist blankur með fjölskyldu sinni á milii herstöðva. Hann vildi gerast poppstjarna en fór svo að skrifa leikrit og kvikmynda- handrit. í dag er hann frægasta nú- lifandi leikskáld Bandaríkjanna, hann hefur skrifað handrit að góð- um bíómyndum, Paris/Texas og Fool for Love til dæmis, og hefur reyndar leikið nokkur kvikmynda- hlutverk sjálfur. Hann er giftur kvik- myndastjörnunni Jessicu Lange, þau eiga stóran búgarð í Suður- Kaliforníu og hann veit ekki aura sinna tal. Hann er orðinn hálfgerð goðsögn í lifanda lífi. „Þjóðfélags- staða mín styður einmitt það sem ég hef að segja um bandarískt samfé- lag,“ segir Sam Shepard. Þau hjónin hafa nokkrum sinnum komið í lax- veiðiferð hingað til íslands, Jess veiðir en Sam ríður upp um heiðar á íslenskum fáki og er sama um rigninguna. I viðtali hefur Shepard meðal ann- ars sagt þetta: „Ég fer aldrei í leik- hús. Ég hata það. Ég segi það alveg satt, þoli það ekki. Eg verð ailtaf fyr- ir vonbrigðum þar sem góðum hug- myndum er klúðrað fram og aftur frammi fyrir uppdubbuðum snobb- kerlingum sem skilja alls ekki það sem þær sjá. Þá er „ródeó" miklu meira sannfærandi drama. Þar ger- ast hlutirnir, áhorfendurnir eru virk- ir þátttakendur og stemmningin gíf- urleg, ekki þessi steindauða og hlut- lausa drungastemmning sem orðin er hefð í leikhúsunum. Samt skrifa ég leikrit. Ég get ekki annað, þau bara renna úr pennanum. Það er heilt ævintýri að fylgjast með því hvert þau leiða mig, hvernig persón- urnar segja og gera hluti sem mér myndi aldrei detta í hug.“ RUNNI 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.