Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 34
Hér á landi búa allmargir útlendingar sem eiga hér lengri eda skemmri vist. Þeir sem hér sjást eru Bretar sem komu saman fyrir skemmstu á árlegt furöufataball. Að þessu sinni voru föt af asískum upp- runa skylda. Að vísu átti samkvœmið í upphafi að vera kveöjupartý fyrir Skota nokk- urn sem var að flytja af land- inu en hann fór viku fyrr en áœtlað var. En eins og einn gestanna oröaði það: „We had the party anyway." Meðal samkvæmisgestanna var Ijós- myndari HP, Jim Smart. „Mér var bannaö að vinna eftir- vinnu og að veita persónulega þjónustu. Eins var mér fyrirlagt að hægja á við vinnuna." Matthías Andrésson tollvörður í Hafnar- firði. „Ég læt ekki grafa mig lifandi." Lárus Guðmundsson knattspyrnumaöur. „Stjórnin mun strita viö að sitja hvað hún getur." Málmfríöur Siguröardóttir þingmaður Kvennalista. „Það er engin ástæða fyrir rikis- stjórnina að grípa til sérstakra að- gerða nú." Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra. „Mér finnst Eurovision-keppnin aö mörgu leyti neydarleg þótt hún sé ágœtis afþreying. Þetta er eins og Dallas — allir horfa þótt enginn vilji vidurkenna þad.“ Sverrir Stormsker tónlistarmaður. „Norðmenn eru góðir í að gagn- rýna aðra.## Stemgrímur Hermannsson utanríkisráðherra. „Hvað lengi ríkisstjórnin mun standa í dauðateygjunum, það er stóra spurningin í dag." Albert Guðmundsson formaður Borgara- flokksins. „Ekki er um það að ræða að ríkis- stjórnin gripi til frekari efnahagsað- gerða." Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráö- herra. „Ég var rosalega hissa þegar nafnið mitt var lesið upp. Þetta var æðis- lega gaman en það munaði litlu að ég brysti í grát." Guöný Elísabet Óladóttir fegurðardrottn- ing Reykjavíkur 198a „Þeir sem hneykslast mest eru búnir að gleyma því að það þarf að drepa dýr til að fá steik. Slangan drepur mýs hreinlegar en ég." Ólafur Thorarensen slönguræktandi. „Ef verkalýðshöfðingjarnirfara ekki að gera sér grein fyrir því að þeir eru tímaskekkja, þá er illa komið fyrir verkalýðnum í þessu landi." Arthur Bogason atvinnurekandi í Eyjum. „Út um allt land er sterk undiralda réttlátrar reiði vegna misréttis í landinu." Ólafur Ragnar Grímsson formaður Al- þýðubandalagsins. STJÖRNUSPÁ HELGINA 18—20. MARS miiKijmjrin'i'i rr iit— betta er mikilvægt tímabil, þegar fjármál eru annars vegar. Þeim ákvörðunum, sem þú tekur núna, verður ekki breytt og þvi skaltu fara varlega. Stundaðu svolitla nafla- skoðun og láttu maka þinn eða ástvin vita hverju þú ert að velta fyrir þér. Viðbrögðin gætu komið á óvart.' NAIITIÐ (21/4-21/51 Þessa dagana færðu ekki þann stuðning og þá uppörvun, sem þú þarft á að halda frá ástvini þínum. Þú ert hins vegarfullnægðari, bjartsýnni og hefur meiri orku en oftast áð- ur. Afstaða himintunglanna er þér mjög svo í hag og þú ættir að notfæra þér það. Drifðu í því að ganga frá mikilvægum samningi. Mn'jjfJiKiEIEaaBE— Þróun mála í einkalifinu er vægast sagt frábær þessa dagana, a.m.k. ef þú kannt að notfæra þér það jákvæða tímabil, sem nú gengur yfir. Vissulega þarftu að takast á við ýmislegt, en ef þú gerir það meö réttu hug- arfari verður það sem eftir er ársins dans á rósum. KRABBINN (22/6-20/7| Ef þú átt eitthvað af börnum muntu hafa í nógu að snúast um helgina, þar sem þau munu þarfnast þín. Gættu þess þó að of- dekra þau ekki. Þér gæti boðist óvanalegt tækifæri á laugardag, ef þú hefur augun op- in, og dagurinn er vel fallinn til hvers kyns skemmtana. LJÓNIO (21/7-23/81 Þú hefur tromp á hendi og þess vegna skaltu ganga núna frá mikilvægum málum. Hlustaðu ekki á úrtölur annarra. Þú færð kostaboð, sem óráðlegt væri að hafna, enda áttu það sannarlega skiliö. Láttu efasemdir lönd og leiö. ÍTJm.VJ Segðu fólki meiningu þína af hreinskilni og taktu af skarið, fremur en að biða eftir að hlutirnir gerist. Leitaðu þó ráða hjá fólki meö góð sambönd. Þér gefst ekki betra tækifæri til að breyta því, sem þú ert óánægður með. tAMI i Hugsaðu þig mjög vandlega um áður en þú stígur mikilvæg spor — ekki síst ef um fjármuni er að ræða. Þú hefur mun meira að gera en þú bjóst við og ættir að nota laugar- dag og sunnudag til að slaka á og vera með ættingjum og vinum. SPORÐPREKINN (23/10-22/n Þú átt á hættu að eyðileggja fyrir þér með vanhugsuðum orðum, sem best væri að varast. Slakaðu ekki um of á yfir helgina, þó svo aðrir séu tilbúnir að stjana við þig. Þér mun ganga betur að takast á við verkefnin, ef þú sérð um þau sjálfur. BOGMAÐURINN (23/11—21/12] Littu ekki um öxl og láttu alla bakþanka lönd og leið. Breyting eða aðskilnaður var nauðsynlegur, eins og þú skilur betur síðar. Lifðu fyrir daginn í dag og horfðu til fram- tiðarinnar með von, trú og bjartsýni í huga. Og hættu að gruna alla um græsku. STEINGEITIN (22/12-21/1 Þú getur ekki leitt hjá þér þróun mála i vinnunni. Þegar þú talar við nána samstarfs- menn skaltu vanda oröaval þitt, því sumir eru óvanalega viðkvæmir. Félagslífið verður ánægjulegt um helgina, sérstaklega ef þú gerir þér ekki of háar hugmyndir fyrirfram. Ljúktu við ófrágengin verkefni á sunnudag. VATNSBERINN (22/1-19/2] Þau vonbrigði, sem þú verður fyrir i einka- lífinu, eru í raun ómetanleg. Þú skilur, að enginn má halda aftur af þér. Vonbrigðin eru auðvitað mikil og kannski er einhver að gera þér grikk. En gættu að því að þú hafir fengiö réttar upplýsingar, áður en þú kveður upp dóm. Eyddu ekki tímanum í efasemdir og sjálfs- vorkunn. Lifðu eftir eigin lögmálum og sýndu festu og sjálfsöryggi. Ótrúleg heppni gæti orðið á vegi þínum og þú ættir að not- færa þér allt slikt. Þetta er einungis byrjunin á frábæru tímabili, sem endist a.m.k. út áriö 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.