Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 20
osarSsiA að fólk sem lendir í innheimtu hjá lögfræðingi kennir honum um alit sem miður fer. En þetta er reyndar beggja blands, hvort það verða ein- hver sárindi. Ég geri fastlega ráð fyr- ir að ég eigi einhverja óvini þó ég viti ekki hverjir þeir eru. Það væri kannski óeðlilegt ef einhver væri ekki að bera manni á brýn mann- vonsku. Hins vegar kýs maður frek- ar að hugsa til þess fólks sem maður hefur komið að gagni og tekist að gera vel fyrir og hefur farið ánægt frá manni. Annars má segja það um Akureyri að stærðin á bænum er af- ar óheppileg, hér þyrftu að vera kannski 20—25.000 manns ef vel ætti að vera. Þetta er ekki neitt neitt eins og það er. Við þyrftum ekki einu sinni nýtt ráðhús þrátt fyrir fjölgunina." Hvaö meö umtal? „Jú, jú, í svona bæjarfélagi fréttist allt um leið og auðvitað verða menn fyrir umtali. Eg hef hins vegar ekki orðið fyrir barðinu á slíku þannig að ég þurfi að kvarta. í gegnum tíðina hefur maður skólast í þessu starfi og er hættur að kippa sér upp við það þó eitthvað sé verið að blaðra um mann úti í bæ.“ ÞRÆLKUN ARVINNA Segöu mér aöeins af mennta- skólaárunum. „Ég gekk hér í Menntaskólann. Var í afar ódælum árgangi ef ég man rétt. Áður en við lukum námi hafði lægst verið gefið 9,8 í hegðunar- einkunn á stúdentsprófi en hún fór Húsiö brann heldur illa fyrir skömmu... „Já, brann í janúar og það kom sér afar illa fyrir okkur. Við urðum fyrir töluverðu tekjutapi enda stoppaði þetta allan rekstur á skál- anum. En við erum að ljúka við að byggja upp aftur. N ei, það hefur ekki tekið langan tíma, enda er einvala- lið í klúbbnum sem hefur lagt á sig mikla vinnu við endurbæturnar. Annars er það ekkert nýtt fyrir okk- ur að vera fljótir að byggja. Viðbygg- ingin sem var byggð við uppruna- lega skálann, og er miklu stærri en hann reyndar, var reist á sjö vikum. Sjö vikur frá því að byrjað var og þangað til allt var klárt, tæki og hús- búnaður komin." Stöndugur klúbbur? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Daglegur rekstur gengur að vísu vel en við skuldum mikið. En það fer vonandi að breytast og við bindum miklar vonir við kynningar- starf sem við höfum unnið erlendis. Það kemur hér alltaf hópur af út- lendingum á hverju sumri, gagngert til að spila golf, enda er þetta nyrsti 18 holu völlur í heimi. Svo erum við með á hverju sumri opið alþjóðlegt mót sem við erum að vinna að kynningu á sömuleiðis, The Arctic Open, og í það sækir líka töluverður fjöldi útlendinga." Og nú œtliö þiö aö fara aö halda Evrópumót kvenna? „Já, það er meiningin. Það verður í ágúst og líklegast koma hingað milli 85 og 100 keppendur sem er nú alla leið niður í 7,0 hjá okkur. Sjálfur slapp ég með 8,0. Það kom nú kannski mest til af því að ég var bú- inn að taka út mína refsingu áður. Jú, þannig var að ég var fyrsti þræikunarfanginn í íslenskri menntastofnun. Ég hafði einhverju sinni verið í gleðskap úti í bæ sem barst til eyrna skólameistara og það var brottrekstrarsök í þá daga. Það var hins vegar tvennt sem varð til þess að ég var ekki rekinn með hefðbundnum hætti, annars vegar var alveg komið að frumsýningu á skólaleikritinu og ég var þar einn af leikendum og svo hitt að faðir minn var því mótfallinn að ég yrði rekinn í stuttan tíma. Hann vissi sem var að ég myndi þá bara hanga heima og gera ekki neitt. Þess vegna varð að samkomulagi að ég skyldi vinna í heimavistinni, sem þá var verið að byggja, og þar sópaði ég gólf í ein- hvern tíma undir handleiðslu Stef- áns Reykjalín, byggingarmeistara og bæjarfulltrúa. Hann kenndi mik- úo - op Utvegsbanki Isiandshf Tékkareikningur. BETRI TÉKKAREIKNINGUR í NÝJUM BÚNINGI! Tékkareikningur Útvegsbankans hefur tekiö stakkaskiptum. Tékkheftin eru komin í nýjan búning og settar hafa verið nýjar reglur er varöa yfirdráttarheimild, tekjulán og sparnaðarsamkomulag. Þetta eru breytingar til batnaðar sem gera verslun þína og viðskipti þægilegri og ánægjulegri. Kynntu þér þessar breytingar á næsta afgreiðslustað bankans. TÉKKAREIKNINGUR *Eigir þú bankakort - átt þú kost á yfirdráttarheimild á tékkareikningi þínum, allt að kr. 30.000 þú greiðir ekkert aukagjald fyrir heimildina einungis vexti af upphæðinni sem þú færð að láni. *Tekjulán færðu eftir samfelld viðskipti við bankann í 3 mánuði allt að kr. 150.000.- Lánshlutfallið eykst að sjálfsögðu í hlutfalli við viðskipti þín við bankann og meðalveltu hverju sinni. *Spamaðarsamkomulagið er ekki bindandi. Þú getur byrjað og hætt hvenær sem þú óskar. Kynntu þér þessar breytingar, sem gera verslun þína og viðskipti þægilegri og ánægjulegri. FÁÐU ÞÉR BÆKLING Á NÆSTA AFGREIÐSLUSTAÐ ÚTVEGSBANKANS. að vísu ekki óskaplega margt. Því miður eru engar íslenskar konur nógu góðar til að spila í svona keppni þannig að þetta verða ein- göngu erlendir keppendur en allt saman atvinnumenn." SMÁBÆJARSLÚÐUR Nú hefur mikiö veriö rœtt um aö þaö hafi ríkt lœgö hér á Akureyri aö undanförnu, finna lögfrœöingar fyrir sltku? „Já, það er rétt að hér hefur verið lægð í framkvæmdum, en það er að breytast aftur til hins betra. Vissu- lega finna lögfræðingar fyrir því þegar vel gengur eða illa. Þetta er að mestu leyti innheimtustarf og til þess að innheimta gangi verður fólk að eiga peninga. Það innheimtir enginn hjá skítblönku fólki." Nú er þetta afar lítill bœr og allir þekkja alla, er ekki fullt affólki sem hefur horn í síöu lögfrœöings vegna gjöröa hans? „Ja, það er náttúrulega oft þannig ið í brjósti um mig og lét mig þess vegna alltaf fá auðveldustu verkin að vinna. Ég held að þessi vist sé einsdæmi í skólakerfinu. Nú, með mér í skólanum á þessum tíma voru til dæmis Jón Sigurðarson við- skiptaráðherra, alltaf kallaður Jón djákni eftir að hafa leikið djákna í leikriti eftir Holberg sem við sýnd- um. Kristín Halldórsdóttir kvenna- listakona og fleiri. Már Pétursson, fógeti í Hafnarfirði. Hann var strax byrjaður í „bisness", seldi gos í frímínútunum og skrifaði hjá mönn- um í svarta vasabók sem hann bar alltaf á sér. En svo var það að ein- hver stal bókinni og þar með fór fyrirtækið á hausinn því allir neit- uðu að borga, enda hafði Már ekk- ert í höndunum til að sýna að menn skulduðu honum. Já, og svo var það auðvitað Halldór Blöndal, sem var ræðuskörungur mikill og talaði oft og mikið á málfundum. Við vorum mikið saman, spiluðum til dæmis saman bridge." Þiö Halldór hafiö síöan oröiö and- stœöingar þegar faöirþinn bauö sig fram gegn flokknum... „Jú, en ég geri ráð fyrir að hann hafi skilið afstöðu mína og það fer vel á með okkur í dag, enda löng og gróin vinátta. Við reynum alltaf að spila saman þegar kostur er þrátt fyrir að hafa verið andstæðingar á tímabili." PIPARSVEINSLÍF Þú vaktir nokkra athygli hér í bœnum fyrir aö hafa veriö lengi aö drífa þig í hnapphelduna. ,,Já, ég var orðinn 36 ára þegar það gerðist. Enda hafði ég alltaf þá skoðun að hjónaband væri bara fyr- ir konur og gamalmenni. Hins veg- ar var því ekki að leyna að móðir mín var farin að hafa af þvf'þungar áhyggjur að ég gengi ekki út.“ Piparsveinslífiö veriö Ijúft? „Já, það var það, hins vegar líður mér líka mjög vel núna enda er maður orðinn rólegri og værukær- ari en áður var. Jú, maður hafði gaman af að skemmta sér og þegar ég var í Reykjavík þá var maður tal- inn sjúkur ef maður mætti ekki á Mímisbar um helgar. Lá við að heils- að væri með handabandi þegar maður kom aftur eftir að hafa kannski verið nokkra daga fyrir norðan. I dag er hins vegar ekki hægt að gera mér meiri óleik en draga mig á skemmtanir, árshátíðir eða þvíumlíkt... jafnvel þó blessaður flokkurinn eigi í hlut." 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.