Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 27
Lilja Þórisdóttir og Arnór Benónýsson i Hugarburði.
Shepard-þýðandinn
Úlfur Hjörvar hefur þýtt Hugar-
burö eftir Sam Shepard.
Úlfur Hjörvar: „Það hefur vafist
fyrir gagnrýnendum að skýra verk
Shepards til hlítar. Hann hefur ekki
fengið neina hefðbundna leikhús-
menntun. Það var svo í New York á
sjöunda áratugnum sem hann fór að
skrifa leikrit. Shepard er mjög fjöl-
hæfur maður. Hann er rokkari,
trommuleikari og hefur spilað í
hljómsveit. Síðan hefur hann skrif-
að kvikmyndahandrit og leikið í
kvikmyndum, auk þess að vera
hrossaræktandi. Hann hefur alla tíð
verið mjög upptekinn af kvikmynd-
um, þeim myndum sem bandarískt
sjónvarp sýnir eftir miðnætti, B-
spennumyndum og einkum þó
vestrum og hann sækir efnivið mjög
þangað, ekki síst málfar. Þetta eru
þeir þættir bandarískrar menningar
sem Islendingar þekkja hvað best
og ætti það að auðvelda þeim að
nálgast verk hans.“
Þad er sagt um Shepard ad hann
sé rtýr og ólíkur fyrri kynslód banda-
rískra leikritahöfunda, Eugene
O'Neill og Arthur Miller til dœmis,
aö hann búi ekki til leikhúsverk
samkvœmt evrópskri hefd, heldur
sœki efni sitt og form alfarid í
bandaríska nútímamenningu.
„Já og þá fyrst og fremst í popp-
kúltúrinn. Hann er mjög upptekinn
af bandaríska draumnum svo-
nefnda, að sá draumur sé blekking.
Svo er fortíð Bandaríkjanna áber-
andi, landnematíminn, sem er nú-
tímanum glataður og horfinn."
Ofbeldi er afar áberandi í verkum
Shepards.
„Shepard afhjúpar mjög miskunn-
arlaust meinsemdir bandarísks
samfélags. Er það ekki það sem við
köllum þjóðfélagsádeilu? Hugar-
burdur fjallar um ástina, um eigin-
gjarna ást manns á konu, blinda
móðurást og svo framvegis. Fólkið í
verkinu á ákaflega erfitt með sýna
tilfinningar. Svo fjallar verkið ekki
síst um upplausn hinnar bandarísku
fjölskyldu. Þá fjallar Shepard um hin
fornu gildi bandarísks samfélags
sem orðin eru innantóm form eða
marklaus tákn. Þannig er þetta
mjög raunsæislegt leikrit öðrum
þræði. En síðan er verkið hlaðið
„symbólisma" og furðulegum atrið-
um sem jaðra við fáránleika. Við
getum vel sagt að í verkum Shep-
ards birtist „magískt" raunsæi,
furðuraunsæi. Bandaríski fáninn
spilar stórt hlutverk í þessu leikriti,
en táknar kannski dálítið annað en
honum var upphaflega ætlað. Eldra
fólkið í leikritinu er þriðji ættliður
frá landnemum, Lorraine segir til
dæmis frá því að afi hennar hafi lagt
hatt sinn á tréstubb og þar spratt
upp borg. Bóndinn Baylor veiðir
hirti af því að það á að veiða á veiði-
tímanum. Hann étur ekki kjötið og
sonur hans sem veiðir með honum
verkar það ekki einu sinni. Land-
nemarnir veiddu á allt öðrum for-
sendum, sér til matar. í Hugarburöi
eru forsendurnar brostnar án þess
að fólkið virðist gera sér grein fyrir
því.“
Þad virdist eins og ástin hafi feng-
iö á sig öfug formerki í Hugarburdi.
„Allt tilfinningalif þessa fólks er
mjög brenglað. Ástin virðist hafa
snúist upp í andstæðu sína, afbrýði
og ofbeldi. Við vitum að ofbeldi er
afar áberandi þáttur í bandarísku
þjóðfélagi."
Þarna er fáninn, veiöimadurinn
og stríöshetjan sem ekki er nein
strídshetja. Mér finnst þetta vera
dœmisögur hver úr sinni áttinni, en
stydja sögu einstaklinganna. Sýnist
þér þetta mynda heild í verkinu?
„Já, þessi samstiga þemu eru hluti
af heild verksins og það eru alls
engar mótsagnir í því. Síðan er
verkið listavel skrifað. Shepard er
einn af þeim höfundum sem trúa á
málið. Leikhúsið er blekkingaverk-
stæði og ég held að Shepard geri sér
grein fyrir því að málfarið á sviðinu
er hluti af þessari blekkingu. í verk-
inu er einhver seiðandi hrynjandi
og atriði eru snilldarlega ,,klippt“,
svo ég minni aftur á að Shepard er
líka maður kvikmyndanna."
Nú hefur Shepard oft verid líkt vid
Harold Pinter, en hjá honum er
þessu einmitt öfugt farid. Pinter
treystir merkingu ordanna alls ekki.
„Þeir eru ólíkir að þessu leyti.
Pinter beitir málinu á allt annan
hátt. Málfar Shepards er kjarnyrt al-
þýðumál, örlítið upphafið eins og
vera ber í leikhúsi. En hann heyjar
sér jafnframt orð úr þeim menn-
ingarheimi sem við gátum um áðan;
vestrum, sveitaballöðum og öðru
álíka. Hann er mjög afkastamikill,
hefur skrifað yfir 40 leikrit. Síðan
hefur hann skrifað smásögur og
heimildabækur fyrir utan fjöldann
allan af kvikmyndahandritum. Þar
ber hæst handritið að Zabriskie
Point, sem hann skrifaði fyrir
Antonioni. Kvikmyndaþekking
Shepards virðist mér koma vel fram
á handbragði þessa verks. Hann
kann mjög vel að skapa spennu,
skrifa atriði sem byggja á ofsa-
fengnum orðaskiptum og slaka síð-
an á þess á milli, milda allt á snilld-
arlegan hátt. Textinn og senurnar
styðja hvort annað vel í þessu.“
Tungutak ungu konunnar í Hug-
arburdier framan af mjög bágboriö,
hana vantar orö og hún talar mjög
slitrótt. Hvaö sýnist þér Shepard
vera aö fara meö þessu? Aöalper-
sónurnar í verkinu eru báöar hug-
sjúkar, þœr eru meö öllu ófærar um
aö elska. Þau viröast hálfgerö af-
styrmi, allt sem þau standa á er
blekking.
„Það er staðreynd að stúlkan er sú
eina sem er óhrædd við að tjá til-
finningar sínar, en hún er líka sú
eina sem er ófær um það vegna fötl-
unar. Kannski hefur þetta miklu
dýpri merkingu hjá höfundinum en
í fljótu bragði virðist. Á meðan ég
var að þýða verkið fannst mér mjög
áberandi hræðsla allra persónanna
við eigin tilfinningar og afstaða
þeirra margra til fortíðarinnar. Jack
hefur til dæmis gleymt öllu og móð-
ir hans vill helst ekkert af fortíðinni
vita. Hún brennir allt að baki sér, vill
ekki einu sinni halda eftir einni Ijós-
mynd frá gleðilegum atburði í for-
tíðinni. Mér finnst eins og þetta fólk
tipli á þunnum ísi, sífellt óttaslegið
um að brjóta hann, en undir sé
dimmur svelgur." FÞ
ÚTVARP 5JÖNVARP
Frá hlustun til hlustar Júróvisjón-skrekkur
Baráttan um stillitakkann á út-
varpstækjum landsmanna heldur
áfram og nú blæs Bylgjan í her-
lúðra inn í hlustir hlustenda þar
sem nýafstaðin hlustendakönnun
skilaði þeirri niðurstöðu að hlust-
un hlustenda á Bylgjuna er minni
en hlustun hlustenda á Stjörnuna í
ofangreindri hlustendakönnun.
Bylgjan hnígur en Stjarnan rís,
svona í bili að minnsta kosti fram
að næstu hlustendakönnun. Þessa
niðurstöðu er auðvitað sjálfsagt að
nota til að auglýsa eigið ágæti á
kostnað keppinautanna og verður
það án efa gert, a.m.k. á Stjörn-
unni. Hvað sem því líður liafa
þessar tölur ekkert um ágæti þess
efnis sem útvarpað er að segja,
nema hvað forráðamenn þeirra
stöðva, sem telja sig hafa ástæðu
til að fagna sigri, forherðast ef-
laust í sannfæringu sinni um að
þeir séu á réttri braut — markað-
urinn veit hvað hann syngur. Hinn
blindi markaður er leiddur áfram
af félaganum dularfulla, „ósýni-
legu hendinni", og í sameiningu
sannfæra þau útvarpsstjóra þessa
lands að svona eigi að fara að því
að þjaka hlustir Dodda og Eyrna-
stórs. Þróunarkenning Darwins
sáluga kennir að lífverur öðlist
sérkenni sín vegna þess að þær
aðlaga sig aðstæðum sem eru
breytilegar á hverjum stað. Þannig
hafa selir í aldanna rás t.d. öðlast
hæfileikann til að geta lokað á sér
nasaholunum til að auðvelda sér
lífið í sjónum. Ef fram heldur sem
horfir í útvarpsmáluin þjóðarinn-
ar munu Islendingar eflaust þróa
með sér nýtt sérkenni sem á eftir
að aðgreina þessa stórmerkilegu
þjóð enn frekar frá öðrum — hæfi-
leikann til þess að loka á sér hlust-
unum. Þar með verða dagar hlust-
endakannana sennilega taldir og
verður þá fátt til ráða þegar skil-
greina á ágæti íslenskra útvarps-
stöðva.
Páll Helgi Hannesson
Það sem helst vekur athygli á
skjánum þessa dagana er frum-
flutningur júróvisjón-laganna. Það
er reyndar ekki vegna þess að lög-
in séu svo góð, grípandi og hljóm-
fögur. Kannski ekki heldur vegna
þess að þau séu öll svo arfaléleg.
Það sem er beinlínis hryllilegt við
þetta er að næstu mánuði getur
maður hvergi komið og rætt við
vini og kunningja án þess að eiga
yfir höfði sér spékúlasjónir um hin
ýmislegustu smáatriði varðandi
lögin, útsetningar þeirra, hvort
það sé nú réttur söngvari sem
syngi lagið, hvort hann hafi verið
rétt klæddur og jafnvel hvort stað-
setnig hans á sviðinu hafi verið
rétt. Án þess að ég vilji ræða vini
mína neitt sérstaklega þá þekki ég
kannski bara svona leiðinlegt fólk.
Svo er ekki hægt að kveikja á út-
varpinu án þess að heyra lögin
leikin í síbylju. Ljósvíkingarnir eru
jafnvel byrjaðir að rifja upp lög
undanfarinna ára eins og maður
var nú búinn að fá sig fullsaddan af
þeim. En fyrst kastar tólfunum
þegar byrjað verður að flytja lög
frá öllum hinum löndunum í sjón-
varpinu. Óttinn við júróvisjón í
maí er orðinn sambærilegur við
versta prófskrekk sem svo oft
fylgdi þeim mánuði. Fyrir utan
þessar venjulegu deilur um hvort
við eigum nú nokkuð að vera með
í keppninni. Og á hverju ári er sagt
að framtíðin sé alveg óráðin í þess-
um efnum, við verðum kannski
ekki með næst. Enda algerlega
ófær um að halda keppnina ef við
vinnum. Ef við vinnum, hugsið
ykkur. Ég held að stærstur hluti
þjóðarinnar hugsi bara um hvað
það væri nú góð landkynning að
vinna, hvað við gætum þá selt
miklu meiri fisk fyrir miklu hærra
verð erlendis. Ótækur hugsunar-
háttur.
Annars hafði ég jafngaman af
Derrick síðasta föstudagskvöld og
vanalega.
Jón Geir Þormar
TÓNLIST
Johnny Hates
Jazz — Turn
Back the Clock
Hljómsveitin Johnny Hates Jazz
sló í gegn síðastliðið sumar með
fallegu lagi, Shattered Dreams. í
kjölfarið fylgdi I Don’t Wanna Be a
Hero og nú um þessar mundir nýtur
Turn Back the Clock mikilla vin-
sælda hér á landi. Það síðastnefnda
er einnig titillag fyrstu breiðskífu
þessa ágæta tríós.
Það væri synd að segja að Johnny
Hates Jazz flyttu átakamikla og fjöl-
breytilega tónlist en þeir eru engu
að síður vel þess virði að þeim sé
gaumur gefinn. Clark Datchler,
aðalsöngvari þeirra, virðist gæddur
þeim hæfileika að setja saman fal-
iegar laglínur, sem vinna sífellt á við
nánari hlustun. Þessi lög eru sett í
fremur látlausan búning með sterk-
um einföldum takti.
Johnny Hates Jazz hafa með Turn
Back the Clock gert plötu sem inni-
heldur lauflétta popptónlist fyrir þá
sem kæra sig um að dansa eftir eða
hlusta á slíka tónlist.
★★★ Gunnlaugur Sigfússon
HELGARPÓSTURINN 27