Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 37

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 37
Sum séreinkennin sjást svo víða að ekki er hægt að ímynda sér annað en höfundar þeirra stundi veggjakrot frá morgni til kvölds og geri ekki annað. Svæði þeirra er þá oft afmarkað við eitt borgarhverfi eða ákveðnar leiðir um borgina. Veggjakrot mun vera á meðan fólk reisir veggi, ferðast með vögnum og pissar í klósett. Veggjakrot mun í daglegu tali aldrei heita öðru nafni en Graffiti. Hér eru nokkur erlend dæmi í grófri þýð- ingu: Ef Guð er til þá er það hans vandamál — Jesús skokkar — Sigrumst á verðbólgu, étum þá ríku — Hvernig get ég vitað að ég er upplýstur — Því ekki leikara í Hvita húsið? Við höfum haft trúð í fjögur ár (New York 1980) — Hengjum öfgamenn — J.R. var aldrei skotinn, hann var bara að leika — Eftir að ég prófaði John- son-sjampó hefurhárið á mér lifn- að við, Medúsa — Ættu fjallageit- ur að vera ólöglegar? — Guð er dauður, Nietzsche — Nietzsche er dauður, Guð — Pönkið er dautt, nei það lyktar bara svona — „Skallar" hafa meira hár en vit — Styðjið breska stáliðnaðinn, bræðið járnfrúna — Hvað er stíft og æsir konur? Elvis Presley — Kjarnorkuver eru betur byggð en Jane Fonda — Varist limbódans- ara (neðst á klósetthurð) — Hver er munurinn á E.M.I. og Titanic? Hjá Titanic var betri hljómsveit — Ódipus var fyrsti maðurinn til að brúa kynslóðabilið — Ég hélt að Graffiti væri ítölsk pasta. FÞ HELGARPÓSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.