Helgarpósturinn - 17.03.1988, Side 24

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Side 24
UM HELGINA BÍÓ Stjörnugjöf: O farðu ekki ★ sæmileg ★★ góð ★★★ ágæt ★★★★! Regnboginn Síðasti keisarinn (The Last Emperor) ★★★★ Morð í myrkri (Mord i mprke) ★★★ Örlagadans (Slam Dance) ★★ Vítiskvalir (Hellraiser) ★★ Háskólabíó Hættuleg kynni (Fatal Attraction) ★★★ Bíóhöllin Spaceball ★★★ Bíóborgin Nuts ★★ Wall Street ★★ Stjörnubíó Roxanne ★★★ Laugarásbíó Dragnet ★★ Viö skulum byrja á sjónvarpinu og þá Stöð tvö. í kvöld sýna þeir Bjarg- vættinn sem stendur í því aö bjarga sem flestum úr vandræöum. Eftir það fáum viö svo aö sjá þáttinn Bítla 03 blómabörn og er hann kl. 21.20. Þetta er lokaþáttur. Á föstudaginn byrjar svo nýr breskur þáttur um ekkju og leigjendur hennar, nefnist hann All at No 20. Á laugardaginn byrjar barnaefniö eldsnemma aö venju meö Afa og fleiri góðum barnamyndum. í níubíói á Stöð tvö er svo myndin Nílargimsteinninn og með aðalhlutverkiö fer enginn annar en Michael Douglas. Hinir vammlausu veröa á sínum stað kl. 23.00 á sunnudagskvöldiö og eftir þann spennandi leynilögregluþátt er sorgleg bíómynd svo aö maöur geti nú örugglega sofnaö þaö kvöldiö. Og þá er þaö gamla góöa gufu- stöðin. Eftir fréttir og veður í kvöld sýnir hún East-Enders sem er um létta breska fjölskyldu og fáum við að sjá allra handa raunir þeirra. Kast- Ijós er svo á sínum staö kl. 20.50 og strax á eftir er finnsk heimildamynd sem greinir frá tilraunum banda- rískra vísindamanna með geimvopn. Mjög áhrifamikiö. Á föstudaginn er svo gamli góði Derrick, sú þýska leynilögga. Og á eftir er stórbrotin spennumynd sem var gerö eftir samnefndri sígildri kvikmynd frá 1925 og nefnist Phantom of the Opera. Sjónvarpiö byrjar bara snemma, aldrei þessu vant, á laugar- dag, með ávarpi menntamalaráð- herra og útvarpsstjóra. Þá er þar eitthvaö fyrir feita fólkið því kl. 18.15 byrjar þátturinn í fínu formi og er þetta lokaþáttur. Lottóið og Fyrir- myndarfaðir eru á sínum staö, en á eftir koma öll þessi stórskemmtilegu söngvakeppnilög, en aö þessu sinni eru þau öll sýnd í einu. Bíómyndin er svo heimsfræg, en hún heitir Arabíu- Lawrence. Á sunnudaginn er vert að minnast þess að það er byrjaö að sýna Crazy Like a Fox eöa Fífldjarfa feðga aftur, svo er þessi venjulegi spurningaþáttur og að þessu sinni keppa Arnesingar og (sfirðingar. Dagskránni lýkur með hinum stór- skemmtilegu útvarpsfréttum í dag- skrártok. Nú ef menn vilja frekar sleppa því að horfa á sjónvarpiö og setjast niö- ur og hlusta á útvarp þá er alveg til- valið að hlusta á rás eitt því á laug- ardaginn er þátturinn Stúdíó 11. Hann er um nýlegar hljóðritanir hjá útvarpinu og verður svo spjallað við þá listamenn sem eiga hlut að máli. Þá verður spilaö á fiölu og píanó, en þaö gera David Trutt og Hlíf Sigur- jónsdóttir. Annað sem nefna má af helgardagskrá útvarpsins er þáttur- inn Aðföng þar sem kynnt verður nýtt efni í hljómplötu- og hljóm- diskasafni útvarpsins. Umsjónar- maður þáttarins er Mette Fane. Seinna um kvöldið er svo útvarps- sagan Þrítugasta kynslóðin eftir Guömund Kamban. Nú og þeir sem hafa ekki áhuga á þessu menningar- tali geta svo alltaf stillt yfir á hinar rásinar sem eru meö popptónlist all- an sólarhringinn, unglingunum til mikillar ánægju. En samt ber að nefna útvarp Rót sem er ekki ein- göngu meö tónlist heldur viðtals- þætti, barnaþætti, sögulestur o.fl. Og þeir sem vilja hvorki hlusta á útvarp né horfa á sjónvarp geta alltaf fariö á menningarlega tónleika. T.d. eru tvennir tónleikar með Karlakór Reykjavíkur þann 1B og 19. í Lang- holtskirkju. (slenska óperan sýnirsvo Litla sótarann og Don Giovanni eft- ir Mozart, þann 19. og 20. í kvöld veröur Sinfóníuhljómsveit fslands meö tónleika í Háskólabíói kl. 20.30. Þar leikur Sigrún Eðvaldsdóttir ein- leik á fiðlu, en hún er reyndar í stuttu viðtali hér í Listapóstinum. Tvennir nemendatónleikar verða um helg- ina, aðrir verða í Háskólabíói og eru- það strengjasveit og lúðrasveit Tón- menntaskólans í Reykjavík og byrja þeir kl. 2 e.h. á laugardaginn. Hinir eru svo aftur á móti í Menningar- miöstöðinni við Geröuberg en þar spilar fólk úr Tónskóla Sigursveins á gítar. Og því miður eru þessir tón- leikar á sama tíma og hinir. En Tón- skóli Sigursveins er með fleiri tón- leika því strax á eftir eru tónleikar framhaldsnemenda gítardeilda. Á sunnudaginn 20. verða svo aðrir nemendatónleikar, að þessu sinni í Neskirkju kl 16.00. Og þá er það myndlistin. Guð- bergur Auðunsson heldur sína 10. einkasýningu í Gallerí Grjóti þann 11.—27. mars. Á sýningunni er hægt að sjá ný og eldri verk og verða þau öil til sölu. Sýningin verður opin frá kl. 12—18 virka daga en 14—18 um helgar. Á morgun opnar Halldóra Thoroddsen myndlistarsýningu í FÍM-salnum. Á sýningunni eru text- ílverk unnin með blandaöri tækni. Sýningin er opin daglega frá kl. 14—18 og stendur í hálfan mánuð. Helgi Sigurðsson sýnir blýantsteikn- ingar á þeim gróna stað Mokka- kaffi. Sýningin stendur fram að páskum og er opin á kaffihúsatíma. Leiklistin fær sitt pláss líka og við skulum bara vinda okkur í hana. Þjóðleikhúsið er ennþá með Vesal- ingana og haldast þær sýningar óbreyttar fram í maí. En í kvöld verð- ur frumsýnt nýtt leikrit sem ber nafnið Hugarburður eöa A Lie of the Mind eftir Sam Shepard og hlaut það verðlaun gagnrýnenda New York-borgar sem besta leikrit ársins 1986. Ofsafengið og gáskafullt lýsir verkiö ást og hatri foreldra og barna, eiginmanna og eiginkvenna. Örlaga- saga tveggja fjölskyldna tvinnast saman viö hamslausa ástarsögu. Gisli Alfreðsson leikstýrir Hugar- burði. Verkinu eru gerð töluverð skil í HP þessa vikuna. Á Litla sviðinu er verið að sýna Bílaverkstæði Badda og veröur 80. sýning á því verki á sunnudaginn. Snúum okkur þá að litlu leikhús- unum sem sýna mörg og góð verk ekki síður en hin stærri. Fyrst er það Ás-leikhúsið sem sýnir leikritið Farðu ekki og verða sýningar á því sunnudaginn og mánudaginn kl. 20.30. Rétt er að geta þess að þetta eru tvær síðustu sýningar. Og eins er það hjá Alþýðuleikhúsinu, síöustu sýningar á verkunum Eins konar Alaska og Kveðjuskál. Sýningar á þeim byrja kl. 20.30 á morgun og svo önnur sýning kl. 16.00 á sunnudag. Frú Emilía sýnir Kontrabassann í kvöld kl. 21.00 og á morgun á sama tíma á Laugavegi 55b, en á laugar- daginn ersíödegissýning kl. 16.00 og á sunnudaginn kl. 21.00. Á sunnudaginn klukkan 16.00 frumsýnir Gránufjelagið leikrit írska nóbelsverðlaunaskáldsins Samuels Beckett, Endatafl. Þar er á ferð mikill fengur fyrir leikhúsunnendur. Leik- stjóri er Kári Halldór og fer hann þess utan með eitt stærsta hlutverk leiksins. „Fullkomnað, það er full- komnað, næstum fullkomnað, hlýtur að vera næstum fullkomnað," eru upphafsorð Endatafls. Næstu sýn- ingar þess verða á mánudagskvöld og miðvikudagskvöld klukkan 21.00. Sýningar verða í bakhúsi á Lauga- vegi 32. Leikklúbburinn Saga, sem er elsti starfandi unglingaleikhópur á land- inu, frumsýnir í kvöld klukkan 20.30 leikritið Grænjaxla eftir Pétur Gunn- arsson og fleiri í Dynheimum, æsku- lýðsmiðstöð unglinga á Akureyri. Leikstjóri er Arnheiður Ingimundar- dóttir. Leikfólag Akureyrar sýnir stór- virki Arthurs Miller Horft af brúnni á föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld klukkan 20.30. Bítlavinafélagið heldur stórtón- leika, eins og þeir sjálfir vilja kalla þá, í Lækjartungli í kvöld klukkan 22.00. Þetta er fyrsta samkoma félagsins á árinu '88. Segjum þetta gott. Kenny Drew, snjall píanisti, spilar á ársafmæli Heita pottsins í Duus-húsi. Veisla fyrir djassara. Kenny Drew til Islands — spilar á ársafmœli Heita pottsins Helgina 19.-20. mars spilar bandaríski píanóleikarinn Kenny Drew í djassklúbbi Reykjavíkur, Heita pottinum í Duus-húsi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi heimskunni djasspíanisti spilar hérlendis, en hingaö kemur hann í tilefni afársaf- mœli Heita pottsins. Kenny Drew hóf klassískt píanó- nám fimm ára gamail. Síðar komst hann í kynni við djassinn og um 1950 bjó hann í New York þar sem hann spilaði og hljóðritaði með m.a. þeim Lester Young, Coleman Hawkins, Sonny Rollins, Miles Davis og Charlie Parker. Nokkru síðar fluttist hann til vesturstrandar Bandaríkjanna þar sem hann lék aðallega með eigin tríói. Árið 1956 flutti hann til New York að nýju og spilaði þá með John Coltrane, Johnny Griffin, Art Blakey og Charles Mingus auk annarra. Árið 1961 kom Kenny Drew til Evrópu, bjó í París til 1964, en þá fluttist hann til Kaupmannahafnar þar sem hann hefur haft aðsetur síðan. Þar hefur hann spilað og hljóðritað með aragrúa manna í fremstu djassröð, ekki síst með þeim Ben heitnum Webster og Dexter Gordon sem báðir bjuggu í Kaupmannahöfn í lengri tíma. Þá hafa þeir Kenny Drew og Niels-Henning 0rsted Pedersen spilað mikið saman tveir (sbr. vinsælar dúöplötur þeirra) og einnig í tríói með belgtska gítarleik- aranum Philip Catherine. Auk þess að spila í ýmsum Evrópulöndum ferðast Drew reglulega til Japans þar sem hann nýtur mikillar hylli. Á tónleikunum í Heitta pottinum leika með Kenny Drew tveir íslensk- ir hljóðfæraleikarar, Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari, sem leikið hefur með ótalmörgum djass- sveitum íslenskum og erlendum gestum, og trommuleikarinn Birgir Baldursson, sem trúlega er þekkt- astur úr Svarthvítum draumi, en hefur spilað lengi með Stórsveit Kópavogs og ýmsum djasshljóm- sveitum. Heiti potturinn hóf starfsemi sína 22. mars á síðastliðnu ári. Þá hafði djass lítið verið spilaður í Reykjavík um nokkurt skeið og ekki fyrirsjá- anlegt að breyting yrði þar á. En hljóðfæraleikarar og áheyrendur tóku framtakinu vel og í klúbbnum hefur verið spilaður djass alla sunnudaga og stundum hafa verið tónleikar önnur kvöld vikunnar. Samtals hafa verið haldnir meira en 60 tónleikar.á þessu fyrsta starfsári Heita pottsins. Núverandi formaður klúbbsins er Egill B. Hreinsson. Tónleikarnir 19. og 20. mars hefj- ast hvorir tveggja kl. 21.30 og er vert að vekja athygli á forsölu miða í Karnabæ, Austurstræti, því miða- fjöldi er takmarkaður vegna hús- rýmis. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.