Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 6
óna króna tapi á móti 350 milljóna króna hagnaði árið þar á undan. Ástæðan sem stjórnendur Flugleiða nefna er að „utanaðkomandi þætt- ir", þ.e. fall doliarans, fastgengis- stefna stjórnvalda og kostnaðar- hækkanir innanlands, hafi valdið þessum erfiðleikum. Þeim hafi ekki verið kleift að hækka flugfargjöld frá Bandarikjunum nema sem svar- aði verðbólgustigi í því landi, sem mun vera um 4%. Reyndar heyrast gagnrýnisraddir úr höfuðstöðvum félagsins og segir Kristjana Milla Thorsteinsson t.d. í viðtali við HP, að ekki hafi verið viðhöfð næg aðgát í rekstri. Aðrir heimildarmenn HP sem þekkja rekstur Flugleiða vel innan frá taka dýpra í árinni og segja sem svo að Norður-Atlants- hafsflug félagsins hafi verið tóm della síðastliðin 10 ár a.m.k. og hafi aldrei skilað félaginu öðru en tapi. NORÐUR-AMERÍKU- FLUGIÐ — MISTÖK STJÓRNAR? Flug Loftleiða byggðist á sínum tíma á að félagið gat boðið lægri far- gjöld yfir Atlantshafið en aðrir. Síð- an er mikið vatn runnið til sjávar, markaðurinn hefur breyst með harðnandi samkeppni og ríkið hef- ur þurft að bjarga Flugleiðum frá falii. Nú getur félagið ekki lengur boðið lægstu fargjöldin yfir Atlants- hafið, þrátt fyrir góða nýtingu, og tapar stórfé á flugleiðinni. Spurning hlýtur að vakna um hvort ekki hefði mátt grípa fyrr í taumana og draga úr ferðatíðni og jafnvel hætta að fljúga til óhagkvæmustu áfanga- staðanna eins og Orlando. Þrátt fyr- ir að skipuleggja verði ferðir flugfé- laga langt fram í tímann, eina sex til átta mánuði, kemur fram í viðtali við Sigurð Helgason, forstjóra Flug- leiða, hér í blaðinu, að stjórn félags- ins hafi gert sér grein fyrir því að tap yrði á Bandaríkjafluginu í heild strax í fyrrasumar. Því hefði stjórn félagsins átt að geta gert viðeigandi ráðstafanir. Eina skýringin á því að svo var ekki gert virðist vera sú, að vonast hafi verið til að dollarinn rétti úr kútnum og svo kannski ekki síður að stjórn félagsins hafi sett traust sitt á að gengið yrði fellt. Hvorugt varð og niðurstaðan stór- fellt tap. En ýmislegt bendir til að stjórnin hafi gert fleiri mistök — eða a.m.k. ekki gert nægar ráðstafanir til að koma í veg fyrir mistök. Flugleiðir hafa lengi byggt afkomu sína á því að selja ódýrar ferðir og dæmið hef- ur gengið upp meðan kostnaður hefur haldist í lágmarki. Áherslan á lág fargjöld kann hins vegar að hafa orðið til þess að félagið hefur ekki leitt hugann nægilega vel að því að breikka farþegahóp sinn, að gera eins og önnur flugfélög sem bjóða lág fargjöld fyrir þá sem það vilja og í auglýsingaskyni, en einnig að að- gæta að selja aðrar ferðir á öðru og hærra verði. Einn heimildarmanna HP sagði að ein ástæða slæmrar af- Hördur Sigurgestsson, forstjóri Eimskips og varastjórnarformadur Flugleida: NAUÐSYN AÐ BÆTA EIGINFJÁRSTÖÐUNA Þarf félagiö ekki að rifa seglin í framhaldi af þessu tapi? „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það ennþá. Norður-Atl- antshafsflugið er í skoðun og það verður fundinn flötur á því.“ Hefur komiö til viörœöna milli Flugleiöa og SAS um samvinnu á Noröur-Atlantshafsleiöunum? „Ég veit ekki til þess og þykir það mjög ólíklegt. Það þarf að skoða þetta Norður-Atlantshafsflug vel, en ég er sannfærður um að flugi yfir Norður-Atlantshafið verður haldið áfram og ég held að í framtíðinni megi skapa félaginu ágætan grund- völl með að einhverju leyti breytt- um áherslum." Ætlar Eimskipafélagiö sér stoerri hlut í stjórnun Flugleiöa, nú eftir aö þiö hafiö aukiö hlutafjáreign ykkar upp í 27%? „Við erum fyrst og fremst tilbúnir til að vera virkir þátttakendur í að tryggja framtíð fyrirtækisins og til að taka þátt í jákvæðum ákvörðun- um þar að lútandi. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það ennþá hvort við fáum fleiri fuiltrúa í stjórn Flugleiða, í kjölfar aukinnar hluta- fjáreignar Eimskips í Flugleiðum.” Áttu von á átökum í sambandi viö stjórnarkjör? „Nei.“ Hvernig metur þú stööu Flugleiöa í dag? „Eg met hana sem þokkalega góða. Það er ljóst að það þarf að styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækisins og ég trúi því að það megi vinna fé- laginu þann veg á næstu misserum Hörður Sigurgestsson að það verði grundvöllur til þess. Til þess eru tvær leiðir, annars vegar að fyrirtækið sé rekið með hagnaði og hins vegar að selja nýtt hlutafé í fyr- irtækinu, og mér þykir mjög eðlilegt að á næsíu misserum verði unnið að því. Það er hins vegar rétt að til þess að það sé hægt að selja hlutabréf á breiðum grundvelli þurfa að koma til lagfæringar á skattareglum um hlutabréf." Telur þú aö hœgt veröi aö leysa vanda Flugleiöa án þess aö ríkiö hlaupi undir bagga? „Ég held að staða Flugleiða sé slík að fyrirtækið hafi alla möguleika til að bregðast við vandamálum og þá án stuðnings opinberra aðila." komu félagsins væri einfaldlega sú, að Flugleiðir hefðu misst alltof stór- an hluta farþega sinna niður á lægstu fargjöld. Mun fleiri en nauð- synlega hefði þurft og væri þarna slælegu tekjustjórnunarkerfi um að kenna. Þetta væri vandamálið sem þyrfti að taka á. Sem dæmi má nefna að hægt mun að ferðast með Flugleiðum frá New York til Lúxem- borgar með viðkomu á Keflavíkur- flugvelli fyrir um 140 dollara eða um 5.400 krónur. lnni í þessu verði er falin máltíð með víni og síðan morgunverður í Keflavík. Niður- staðan er því sú að svo virðist sem stjórnendum Flugleiða hafi einfald- lega orðið stórlega á í messunni, þegar ákvörðun var tekin um verð- lagningu fargjalda yfir Atlantshafs- ála. Heimildarmaður HP, sem þekkir Flugleiðir mjög vel, orðaði ástandið svo, að eftir því sem félagið flytti fleiri farþega þeim mun meiru tap- aði það! TÍMAMÓT Stjórn Flugleiða þarf því að grípa til ráðstafana. Það er Ijóst að dregið verður úr tíðni ferða til áfangastaða í Bandaríkjunum og að sumir áfangastaðir verða aflagðir og verð- ur Orlando þar sennilega efst á blaði. Vitað er að sumir stjórnar- manna Flugleiða telja einu skyn- samlegu leiðina þá að draga sem mest má úr öllu flugi til Bandaríkj- anna, meðan aðrir viija reyna að vinsa úr og halda bestu bitunum. Þetta getur ekki gerst á þessu ári þar sem flugáætlanir eru fastnjörvaðar, en á árinu 1989 má búast við veru- legum breytingum. Flugleiðir fluttu um 290 þúsund farþega til Banda- ríkjanna og frá á síðasta ári, á með- an að um 300 þúsund farþegar voru fluttir til Evrópu og frá. Það virðast hins vegar vera takmarkaðir mögu- leikar fyrir Flugleiðamenn að mæta samdrætti í Bandaríkjaflugi með aukningu á flugi til Evrópu, jafnvel þó þeim takist að selja meira af flug- ferðum til Bandaríkjanna í Evrópu. Flug til Kaupmannahafnar og Lond- on er það sem gef ur langmest af sér fyrir félagið og annað flug til Evrópu nánast til málamynda. SAMVINNA VIÐ ERLEND FLUGFÉLÖG Ýmsir hafa orðið til að nefna að Flugleiðir verði að snúa sér til ann- arra flugfélaga erlendra til að snúa sig út úr þessum vanda. Forráða- menn Flugleiða hafa hins vegar neitað því að samvinna við banda- rísk flugfélög, frekari en nú tíðkist, komi til greina og að engar samn- ingaviðræður við SAS-flugfélagið hafi átt sér stað. Flugleiðir hafa flug- leyfi til þriggja borga í Bandaríkjun- um sem SAS kynni að hafa áhuga á og því hefur mönnum komið til hugar að Flugleiðir gætu gert sér mat úr því. Að hinu er að gæta að SAS stendur í stórræðum til að tryggja sér stöðu í framtíðinni sem stórt alþjóðlegt flugfélag og hefur í því skyni reynt að kaupa bæði SABENA í Belgíu og British Cale- donian í Bretlandi. Þó svo ekki hafi orðið af þessum samningum mun SAS ekki í náinni framtíð hafa auga- stað á „litlum fiskum” eins og Flug- leiðum. ENDURNÝJUN FLUGFLOTA — AUKNING HLUTAFJÁR En stjórn Flugleiða stendur frammi fyrir frekari fjárhagsvanda- málum en þeim sem hafa skapast á síðasta ári vegna Ameríkuflugsins. Eins og kemur fram í viðtali við Sig- urð Helgason hafa Flugleiðamenn gert áætlanir um að endurnýja allan flugflota félagsins á næstu 5 til 7 ár- um. Til þess þarf augljóslega fé og af þeim rótum mun þörf félagsins fyrir aukið hlutafé fyrst og fremst vera sprottin. Ætlar stjórn Flugleiða að leggja fyrir aðalfund, sem haldinn verður þann 22. þessa mánaðar, að hlutafé verði aukið um 50% með út- gáfu jöfnunarhlutabréfa. Þegar kemur að því að útvega aukið hlutafé í jafnstórt fyrirtæki og Flugleiðir koma tvær leiðir helst til greina. Annars vegar sú hefð- bundna að fjársterkir aðilar og fyrir- tæki leggi til það fé sem til þarf. Hinn kosturinn er að opna greiðari leið fyrir almenning til að fjárfesta í hlutabréfum. Horfa menn þá til þeirra milljarða sem liggja í sparifé landsmanna og í skuldabréfum. Hugmyndin er sem sagt sú að hluta- bréf fái aðra meðferð í skattalögum en hingað til og að kaup á hlutabréf- um verði jafnsjálfsögð fyrir almenn- ing og að leggja aurana sína inn á bók. Slík lagabreyting kæmi auðvit- að fjársterkum aðilum ekki síður til góða og gerði draum margra fjár- málaspekúlanta um „alvöru” hluta- bréfamarkað að veruleika. En til að þessi draumur geti orðið að veru- leika þarf ríkið að beita sér fyrir nýj- um lagasetningum þessa efnis, en undirbúningur þeirra mun reyndar vera kominn vel á veg. Ríkið kæmi því Flugleiðum til hjálpar á nýjan leik — þó að á óbeinan hátt sé. SAMDRÁTTUR — UPPSAGNIR Erfitt er að spá um afleiðingar samdráttar í Ameríkufluginu og fer það auðvitað fyrst og fremst eftir því Er þaö tapiö á Noröur-Atlantshafs- fluginu sem er aöalorsök slæmrar fjárhagsstööu félagsins núna? „Já, það kemur þannig út, en það fer eftir hvernig á það er litið því all- ur annar rekstur nýtur góðs af Atlantshafsfluginu. Megnið af tekj- unum kemur inn í fyrirtækið í gegn- um Atlantshafsflugið og hefur alltaf gert. En vélarnar eru gamlar og við- haldið er dýrt, en svo hefur þetta kannski ekki verið rekið með nógu mikilli aðgát. Það er alveg nauðsyn- legt að rétta þetta af, því það er sölu- hagnaður af vél sem kemur í veg fyrir tap, það er auðvitað ekki vel gott.” Þú vilt meina aö þaö heföi mátt reka þetta betur? „Já, ég held að það hefði mátt skoða þetta betur og hafa meiri að- gát. Það varð mikill samdráttur fyrir nokkrum árum hjá félaginu, en síð- an þegar farþegaf jöldi fór að aukast hefur ekki verið passað nógu vel upp á; félagið hefur verið þanið of mikið út of fljótt. Samkeppni í flugi yfir Atlantshafið hefur aukist mikið, þannig að við höfum ekki getað fengið upp í kostnað, auk þess sem kostnaður innanlands hefur aukist heilmikið. En þá var jafnvel talað um að hætta alveg Norður-Atlants- hversu víðtækur sá samdráttur verður. Verði þeir stjórnarmenn of- an á sem telja að allt Ameríkuflug sé dauðadæmt má búast við að allt að fjórðungi starfa hjá Flugleiðum verði í hættu. Nú starfa hjá félaginu rúmlega 1.700 starfsmenn, þannig að hér er um að ræða ríflega 400 manns. Kæmi niðurskurðurinn þá fyrst og fremst niður á starfsfóiki sem vinnur við sölustörf í Banda- ríkjunum, flugliðum og flugáhöfn- um. Eflaust yrði reynt að dreifa áfall- inu yfir nokkurn tíma og reyna að finna tímabundnar leiðir til úrbóta, svo sem að auka leiguflug félagsins í öðrum heimshlutum. Hætt er við að afleiðinga yrði vart í hótelrekstri og öðrum ferðamannaiðnaði hér á landi og gætu þá ýmsir hóteleigend- ur, sem þegar standa höllum fæti með nýbyggð hótel og þungan fjár- magnskostnað, riðað til falls. NÝ STJÓRN — NÝIR TÍMAR? Ekki eru allir stjórnarmenn jafn- svartsýnir á framtíð Ameríkuflugs og víst má telja að ekki komi til greina að leggja það allt niður. Það getur þó skipt miklu máli varðandi framtíð félagsins, og þar með fram- tíð margra starfsmanna þess, hvaða ákvarðanir verða teknar á næstu mánuðum. Flugvélakaup á næstu árum verða auðvitað að miðast við þarfir félagsins eins og þær eru tald- ar verða. Spurningin verður því sú: Hverjar verða þarfir félagsins og hverjir munu skilgreina þær þarfir? Verður flogið áfram til Ameríku eða ekki? Verður haldið áfram að bjóða lág flugfargjöld með lág- markstilkostnaði eða á að stefna á lúxus-línuna? Þarf stórar vélar og flugþolnar eða smærri vélar, nýjar vélar eða má láta sér nægja eldri flugvélakost? Verður í framtíðinni reynt að tengjast stórum erlendum Kristjana Milla Thorsteinsson hafsfluginu, en ég heid að það detti það engum í hug núna.“ Nú er aöalfundur framundan og mannabreytingar í stjórn hugsan- legar. Áttu von á breytingum? „Nei, ég veit ekki til þess. En ég býst ekki við að það verði ljóst fyrr en nær dregur aðalfundi." En hvernig líst þér á stööu Flug- leiöa í dag? „Mér líst náttúrulega ekki vel á hana, það er ekki gott þegar tap er.“ Kristjana Milla Thorsteinsson um tap Flugleiða: EKKI NÆG AÐGÁT 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.