Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 9
Pakistanforseti vill ráða hver tekur við stjórn Afghanistans Garðar Halldórsson, húsameistari ríkisins: Það er hefð fyrir aukavinnunni langt aftur í tímann Erum ekki í samkeppni, erum VALKOSTIIR Á MÓTI EINKAGEIRANUM segir Garöar Halldórsson húsameistari, sem vill setja embættinu lög. . ERLEND YFIRSYN Pakistanstjórn hefur séð fyrir því að heimkvaðning Sovéthers frá Afghanistan hefst vart 15. maí í vor, eins og boðið hafði verið. Zia ul Haq, forseti í Islamabad, svaraði boðskap Mikhails Gorbatsjoff Sovétleiðtoga um brottför innrásarliðsins á níu mánuðum með kröfu um að fá fyrst að skipta um stjórn fyrir Afghanistan eft- ir sínu höfði, og tækju Sovétmenn að sér að setja þá nýju á valdastól í Kabúl. EFTIR MAGNÚS TORFA ÓLAFSSON Mörgum arkitektum sem vid höf- um talad vid finnst embœtti húsa- meistara ríkisins vera tímaskekkja og þad beri ad leggja niður eða end- urskipuleggja. Hvað finnst þér um þetta? „Það er nú kannski erfitt að fyrir mig að tjá hug minn í þessum efnum en meðan ég sinni þessu starfi í um- boði forsætisráðuneytisins þá er eðlilegt að við vinnum að því að hafa þann rekstur í sem bestu horfi. Það má segja um þetta eins og margt annað að ég efast ekki um að ef ríkið hættir að skipta sér af þess- um rekstri þá hljóti prívataðilar að geta yfirtekið þetta. Þetta er frekar spurningin um það hvort stjórn- völdum þykir einhver hagkvæmni að því að hafa þennan rekstur á sín- um snærum og ég er ekki maðurinn til þess að svara því. Af því að þú nefndir orðið tíma- skekkja þá er rétt að það hefur orðið breyting á framboði slíkrar vinnu frá því þetta embætti var sett á lagg- irnar. Það má reyndar segja um af- skaplega margt annað, menn geta velt fyrir sér hvort ríkið eigi að reka spítala o.s.frv. Það vefst reyndar fyr- ir mér eins og svo mörgum öðrum hvar eigi að setja mörkin í þessu. Nú hefur þessi gagnrýni aukist eft- ir byggingu Listasafns og Flugstöðv- ar? „Hefur þú orðið var við það? Ég hef ekki heyrt það en maður fréttir það kannski síðast sjálfur." í reglugerð frá '73 er kveöið á um fjölda starfsmanna embœttisins en starfsmenn eru nú miklu fleiri en þar er talað um. Er þessi útþensla embættisins eðlileg? „Hún er eðlileg til þess sinna þeim verkefnum sem okkur hafa verið falin og er gerð í samráði við forsætisráðuneytið. Ég hef ekki litið á okkur í samkeppni við arkitekta um verkefni, við höfum látið það ráðast hvort til okkar væri leitað. Það að það hefur fjölgað hjá okkur er ekki vegna þess að verkefnum hafi fjölgað heldur er vinnan bak við hvert verkefni meiri. Við höfum hlutfallslega minna af markaðnum en áður.“ Það gilda engin sérstök lög um embœtti húsameistara. Vœri ekki ástœða til þess að kveða skýrar á um starfssvið, verkefni og ábyrgð embœttisins með löggjöf? „Þarna verður þú að spyrja aðra. Persónulega finnst mér að eins og það eru sett lög um svo margan ann- an rekstur á vegum hins opinbera þá væri eðlilegt að um embættið væru til lög.“ Finnst þér nógu skýrt kveðið á um starfssvið og verkefni í reglugerð- inni? „Mér hefur þótt það allskýrt af- markað. Það er skýrt afmarkað það verksvið sem felur okkur viðhald og umsjón með húsakosti. Síðan segir að við skulum fjalla um hönnun ný- bygginga eftir því sem um semst og ég veit ekki hvort það er ástæða til þess að hafa slíkt skýrara. Ég mundi t.d. ekki telja rétt að binda það að ríkisfyrirtæki ættu að skipta við embættið. Ég lít nú þannig á að stjórnvöld hafi einhverra hluta vegna séð ástæðu til að halda við þessum rekstri til þess að bjóða upp á valkost á móti einkageiranum." Hvaða ábyrgð berið þið á því að áœtlanir ykkar standist? „Við berum að sjálfsögðu eins og aðrir hönnuðir ábyrgð á því að leggja fram þessar áætlanir eftir bestu vitund og sannfæringu, mið- að við gefnar forsendur. í allri áætl- unargerð er mikið af þáttum sem geta valdið skekkju. Oftast er það að forsendum er breytt eftir að áætlun er gerð, þannig var það t.d. í flug- stöðinni. Það að vitlaust sé reiknað eða eitthvað gleymist eru minni skekkjuvaldar." Gefur embœttið ekki út neina ársskýrslu, sundurliðun á verkefn- um sem þið komið nálægl, þannig að hœgt sé að sjá hvaö það er sem þið gerið? „Nei, við höfum ekki gefið út árs- skýrslu og ég minnist þess ekki að hún hafi nokkurn tíma verið gefin út. Fyrir þau verk sem eru unnin sendum við út reikninga til þeirra aðila sem unnið er fyrir. Það getur vel verið að það væri full ástæða til að gefa út skýrslu, en þetta hefur ekki borist í tal svo ég muni eftir, enda kveða hvorki lög né reglugerð á um slíkt." Nú hafa ýmsir arkitektar bent á mikla aukavinnu starfsmanna embœttisins, þá sérstaklega þína eigin aukavinnu, fyrir einkaaðila úti í bœ og talið hana í hœsta máta óeðlilega, jafnvel talið að hún valdi því aö þjónusta embœttisins við viðskiptavini sína sé ekki nógu góð. Hvað viltu segja um þetta? „Ég hef sjálfur ekki haft á tilfinn- ingunni að verkefni sem starfsmenn embættisins vinna fyrir aðra aðila hafi valdið því að það kæmi niður á þeirri þjónustu sem embættið býður upp á.“ En þaö er um töluverða prívat- vinnu að rœða hjá starfsmönnum? „Það er upp og ofan. Þó er ljóst er að í gegnum árin hafa starfsmenn unnið einhverja aukavinnu. Þetta kemur nú að einhverju leyti til vegna launakjara en það er einnig hefð fyrir þessu langt aftur í tím- ann.“ Þessi krafa Pakistanstjórnar veldur því, að Diego Cordovez, fulltrúi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, hefur ekki getað lokið málamiðlunarstörfum á tilsettum tíma, 15. mars. Ár frá ári hefur Cordovez borið boð á milli fulltrúa stjórna Pakistans og þeirra sem borið hafa stjórnarnafn í Kabúl í skjóli Sovéthersins. Fundahöldin hafa farið fram í Genf. Þar hafa fjögur atriði verið á dagskrá. Hæst ber brottför sovésks herliðs frá Afghanistan. Annað er að landið verði ríki óháð hernaðarblökkum stórvelda og laust við erlenda íhlutun. Hið þriðja er að milljón- um flóttafólks frá Afghanistan í Pakistan og íran gefist kostur á að snúa heim. Loks skulu Bandaríkin og Sovétríkin taka sameiginlega ábyrgð á að stuðla að framkvæmd samkomulagsins. Síðasta hindrun fyrir samkomu- lagi á þessa leið hefði átt að vera rutt úr vegi, þegar Sovétstjórnin hét brottför herafla síns, sem tal- inn er 115.000 manns, á níu mán- uðum frá og með 15. maí, og yrði helmingur liðsins á brott á fyrsta þriðjungi tímabilsins. En þá setti stjórn Pakistans þann skilmála, að hún gæti ekki goldið slíkri niður- stöðu samþykki sitt, nema við bættist samkomulag um nýja stjórn í Kabúl, sem byggðist á and- spyrnuhreyfingunum sem hafa bækistöðvar í landamærahéruð- um Pakistans að Afghanistan. Þessar hreyfingar eru sjö talsins. Þar af eru fjórar hlynntar því að gera Afghanistan að islömsku strangtrúarríki í líkingu við Iran ajatollanna. Hinar þrjár vilja að landið sé áfram ættbálkasamfélag án sterks miðstjórnarvalds, en haldið sé áfram þeim breytingum í átt til nútímalegra samfélags- hátta sem komnar voru á skrið áð- ur en klofinn kommúnistaflokkur hrifsaði völdin og Sovétmenn réð- ust síðan inn með her til að skakka deilur flokksarmanna og liðsinna þeim sem naut þeirra stuðnings í baráttunni við andspyrnuhreyf- ingarnar. Sérstök stofnun Pakistanstjórn- ar hefur séð um samskipti við and- spyrnuhreyfingar landflótta Afgh- ana. Meginhlutverk hennar hefur verið að úthluta fé og vopnum, sem Bandaríkin, Saudi-Arabía, Egyptaland og Kína hafa látið í té. Frá upphafi hafa pakistönsk stjórnvöld dregið taum þeirrar andspyrnuhreyfingar, sem Gul- buddin Hekmatjar veitir forystu. Hann hefur fengið fé og þó eink- um vopn umfram aðra andspyrnu- foringja. Ber þó erlendum frétta- mönnum, bæði þeim sem komist hafa til Afghanistans og þeim sem dvelja í Pakistan, saman um að Hekmatjar láti menn sína þegar Najib flokksleiðtogi í Kabúl með höfuðbúnað ættflokks síns, Púsh- túna. Hekmatjar tilvonandi leiðtogi trú arríkis í Afghanistan. því er að skipta engu síður beina vopnum gegn öðrum andspyrnu- hreyfingum en Sovéthernum og afghönskum skjólstæðingum hans. Atburðir síðustu vikna leiða í Ijós hvað fyrir báðum vakir, Hek- matjar og Zia ul Haq. Skæruliða- foringinn hyggst brjóta aðra Afgh- ana undir sinn vilja, og forseti Pak- istans miðar að því að eiga hönk upp í bakið á nýjum valdhafa í Kabúl. Atburðarásin á svæði afgh- anskra flóttamanna í norðvestur- landamærahéraði Pakistans tók á skrið 11. febrúar. Þá skaut ókunn- ur byssumaður til bana Syed Baha- uddin Majrooh á heimili hans í höfuðborginni Peshawar. Majrooh var fyrir landflóttann forseti bók- menntadeildar háskólans í Kabúl. I útlegðinni hafði hann unnið mik- ið álit og traust annarra landflótta Afghana, með því að taka engan þátt í flokkadráttum milli and- spyrnuhreyfinganna en beina kröftum sínum að dreifingu hlut- lægra upplýsinga um ástandið í Afghanistan og hjá flóttafólkinu. Rétt fyrir morðið hafði Majrooh birt könnun, þar sem niðurstaðan varð að 70% flóttafólks vildu ekki trúarlega ofstækisstjórn heldur hófsamt stjórnarfar í endurheimtu föðurlandi. Og Henry Kamm, fréttaritari New York Times, segir að morðið hafi verið framið, þegar Majrooh var að ganga frá könnun, sem sýndi að stuðningur við Hek- matjar og stefnu hans færi rén- andi, meira að segja i hans eigin flokki. Kamm skýrir frá því, að eftir morðið á Majrooh hafi foringjar hægfara andspyrnuhreyfinga ekki lengur dirfst að tjá sig opinskátt af ótta við flugumenn Hekmatjars, sem þeir telja víst að hafi látið ráða Majrooh af dögum til að þagga niður í honum. I síðustu viku sagði einn af for- ingjum hófsömu hreyfinganna, Sibghatullah Mujaddidi, sig úr ráði andspyrnuhreyfinganna sjö og lét jafnframt af forystu fyrir sinni eig- in hreyfingu. Hann tjáði Kamm að ástæðan væri að menn sínir fengju hvorki fé né vopn lengur frá pakistönskum stjórnvöldum, af því hann hefði ekki fallist á kröfu þeirra um að standa að myndun bráðabirgðastjórnar fyrir Afghan- istan á vegum andspyrnuhreyfing- anna, þar sem trúarveldismenn áttu öllu að ráða. Svo gerðist það í fyrradag, eftir frekari afsagnir úr ráði andspyrnuhreyfinganna, að Gulbuddin Hekmatjar var kjörinn til að veita því forustu. Því stefnir í það, að þríhliða valdabarátta hefjist í Afghanistan um leið og Sovétherinn heldur á brott. Þar eigist við stjórn Najibs hershöfðingja í Kabúl, islamskir heittrúarmenn Hekmatjars og fylgismenn hefðbundinna afgh- anskra hátta. Frásögn sovésks fréttamanns, Artjoms Borovik, í Ogonjok af ógnum stríðsins í Afghanistan ber því vitni, hvílík alvara sovéskum ráðamönnum er að losa her sinn úr klípunni þar. Borovik skýrir frá opinskáum samtölum við unga hermenn úti á vígvöllunum. Þeir lýstu því, hverju þeir mættu eiga von á næðu Afghanar að taka þá fangna. Skæruliðarnir ættu til að rista fanga sína á kviðinn og kýta þá svo saman þangað til höfuðið gengi inn í innyf lin. Skorin væru af mönnum kynfærin og þeim troðið niður í kok til að kæfa þá. Rist væri á húðina í mitti og belgnum flett af upp í handarkrika, bundið fyrir yfir höfðinu og fanganum síðan hrundið flegnum í heitan sandinn. Financial Times í London finnst skjóta skökku við, að Pakistan skuli þegar á reynir taka að tefja fyrir brottför Sovéthers frá Afgh- anistan, og segir: „Fari þessi síð- asta samningalota í Genf út um þúfur vegna ósamkomulags verð- ur Pakistan að taka á sig ámælið fyrir að tefja útgöngu Sovéthersins með því að bera fram kröfur um, hvað skuli taka við að undanhald- inu afloknu . . . Enginn árangur jafngilti því að viðurkenna að sov- éskt hernám beri að velja frekar en sjálfsákvörðun, og að Afghanar skuli ekki njóta þess réttar að spreyta sig á hve gott eða illt þeim tekst að gera úr eigin landi." HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.