Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 31
úrvalsþjálfun, og það sveitinni að kostnaðarlausu. Það eina sem minnir á herinn í þessum skóla er að menn þurfa að ganga í „uniformi" og þarna ríkir heragi. Það gengur enginn með vopn nema herlögregl- an og þetta er svokölluð „opin her- stöð" þannig að mönnum er frjáls aðgangur að svæðinu." Höfdu einhverjir íslendingar verid þarna ádur? „Já, það höfðu þrír frá sveitinni lokið þessu námskeiði áður en við fórum út, en við fórum tveir saman, ég og Þórir Örn Þórisson." Hvers konar námskeiö er þetta? „Þetta er grunnþjálfunarnám- skeið í fallhlífarstökki, gífurlega góð þjálfun í björgunarstökki." Eru þetta allt saman hermenn sem voru þarna? „Já, ailt saman. Það voru rúmlega 700 manns sem byrjuðu á nám- skeiðinu en 30% af þeim duttu út.“ Hvernig kom þetta íslendingi fyrir sjónir? „Fyrsta daginn fannst mér ríkja alveg rosalegt kaos. Það var verið að raða mönnum í flokka og ég var ekki með allar skipanir á hreinu. Ég komst nú ekki í nein vandræði en var ekki of öruggur með mig." TÖLDUST TIL FORINGJA Var mikill agi? „Já, það þarf að vera það, bæði vegna fjöldans og líka af því að mik- ið af nýliðum tekur námskeiðið. Yf- irmennirnir voru að atast í nýlið- unum til að ala þá upp í skilyrðis- lausri hlýðni og sýna þeim hverjir stjórnuðu. Það er rétt að taka það fram að við íslendingarnir fórum út sem foringjar af lægstu gráðu til þess losna að nokkru leyti undan þessu. Við fengum einnig sérher- bergi með sjónvarpi og sturtu og þurftum ekki að sofa í skálum eins og hinir óbreyttu." Var þetta ekki undarleg flokkun? „Það var réttlætt með því að við ættum að stjórna fallhlífarstökkum þegar heim kæmi og þess vegna gætum við átt heima meðal stjórn- endanna." En stemmningin svona almennt? „Það var mjög góður andi. Allir reyndu að gera sitt besta. Það var ekkert um þennan „íslenska móral", menn hlýddu skipunum, urðu að gera það til þess að hlutirnir gætu gengið." Hvernig leid dagurinn á nám- skeiöinu? „Við vöknuðum hálffimm eða fimm á morgnana. Fyrst var liðs- könnun og eftir hana var 2—3 tíma leikfimi sem byggðist upp á arm- beygjum, lyftum og þvíumlíku. Einnig voru mikil hlaup, frá 5 og upp í 13 km. Það má taka fram að hitinn þarna var á bilinu 30—40 stig þann- ig að þetta var þrælapúl. Nú, að þessu loknu gat maður farið í morg- unmat. Svo byrjuðum við að læra lendingaræfingar og hvernig stjórna ætti falthlífinni. Okkur var kennt að umgangast flugvélarnar og hvernig ætti að bera sig að í þeim. Síðan voru auðvitað sjálf stökkin. Þau fóru fram eftir hádegi en hófust raunar ekki fyrr en langt var liðið á námskeiðið. Æfingum lauk vanalega á bilinu hálffjögur til fimm og þá áttu menn frí það sem eftir var dags." Var gott skemmtanalíf? „Það voru þarna þrír klúbbar, einn fyrir óbreytta, annar fyrir lið- þjálfa og sá þriðji fyrir yfirmenn, en við töldumst til þeirra." En maturinn í herstödinni? „Það var hægt að fá mjög góðan mat í mötuneytinu. Kaninn er hins vegar mikið fyrir skyndibitafæði og fór þess vegna oft á næsta „Kentucky-stað" og borgaði helm- ingi meira en í mötuneytinu." HERINN ÍHALDSSAMUR Pú lýkur þessu námskeiöi? „Við gerðum það báðir, íslending- arnir. Að því búnu tók ég mér frí þarna úti og fór síðan að undirbúa mig undir annað námskeið hjá hernum, stökkstjórnarnámskeið. Það er þjálfun í því að stjórna stökk- um, henda út búnaði, sjá um að staðsetningar séu réttar o.s.frv." Var þad svipad fyrra námskeid- inu? „Nei, það var mjög ólíkt. Á seinna námskeiðinu voru ekki nema 28 menn sem allir höfðu verulega reynslu, uppundir 2.500 stökk að baki, sumir hverjir. Við þurftum ekki að vera í leikfimi en sátum í staðinn á skólabekk hálfan daginn og fórum í gegnum reglugerðir og öryggisatriði. Þarna var gífurleg harka í verklega hlutanum, rangt stökk gat valdið því að menn væru útilokaðir frá frekara námi." En svona almennt, þad er mikil íhaldssemi t hernum? „Það gerast engar stökkbreyting- ar í hernum. Kerfið er haft þungt í vöfum til þess að ekki sé flanað að neinu, en það virkar samt ágæt- lega." Hvaö meö kommagrýluna, er ,, kommúnisti" aöa Iblótsyröiö? „Það er frekar hjá þessum óbreyttu, sem skilja ekki hlutina og reyna að hefja sig upp á þessu. Yfir- mennirnir eru komnir yfir það." Hvaöa augum litu þeir umheim- inn? „Þeir voru yfirleitt raunsæir og yf- irmennirnir með á nótunum þó vissulega væru þverhausar innan um. Yfirmennirnir voru að spyrja mig hvort það væri virkilega enginn her á íslandi, þeir höfðu heyrt eitt- hvað um það. Herleysið fannst þeim mjög áhugavert. Eg sagðist vera óbreyttur borgari í björgunarsveit og það ásamt því að sveitin væri ekki rekin af ríkinu fannst þeim stór- furðulegt og spurðu hvort ísland væri virkilega svona mikið kapítal- istaríki." Tramp 8 Hollofil fylling + 25° C — -=- 5° C Þyngd 1.700 gr Verö 4.890,- Femund Hollofil fylling + 25° C — + 8° C Þyngd 1.800 gr. Verð 5.680,- Igloo Hollofil fylling + 25° C — + 15° Þyngd 2.000 gr. Verð 6.790,- C* Panther 3 65 lltrar Þyngd 1.800 gr. Verð 5.490,- Jaguar S 75 75 Iftrar Þyngd 1.800 gr. Verð 7.490,- Skátabúðin - skarar framúr. E)^est 72 72 lítrar Þyngd1.400gr. Verð 3.590,- Snorrabraut 60 sími 12045 Pró- 1988 Kæliskápar * frystiskápar * frystikistur. /FQnix gæði á verði sem kemur þér notalega á óvart Kæliskápar án frystis, 6 stærðir K 130 130 ltr. kælir K 395 382 ltr. kælir Kæliskápar með frysti, 6 stærðir KF 120 103 ltr. kælir 17 ltr. frystir KF195S 161 ltr. kælir 34 ltr. frystir KF233 208 Itr. kælir 25 ltr. frystir KF250 173 ltr. kælir 70 ltr. frystir KF355 277 ltr. kælir 70 ltr. frystir KF 344 198 ltr. kælir 146 ltr. frystir Dönsku GRAM kæliskáparnir eru níðsterkir, vel einangraðir og því sérlega spameytnir. Hurðin er alveg einstök, hún er massíf (nær óbrjótanleg) og afar rúmgóð með málmhillum og lausum boxum. Hægri eða vinstri opnun. Færanlegar hillur, sem einnig má skástilla fyrir stórar flöskur. 1353 4-stjömu frystihólf, aðskilið frá kælihlutanum (minna hrím). Sjálfvirk þíðing. Stílhreint og sígilt útlit, mildir og mjúkir litir. 4-stjörnu frystiskápar með útdraganlegum skúffum, 5 stærðir FS 100 100 ltr. frystir FS 175 175 ltr. frystir FS 146 146 ltr. frystir FS240 240 ltr. frystir FS330 330 ltr. frystir c:a»»»] 4-stjömu frystikistur, fullinnréttaðar VAREFAKTA, vottorð dönsku neytendastofnunarinnar, um kælisvið, frystigetu, einangrun, gangtíma vélar og orkunotkun fylgir öllum GRAM tækjum. GRAM frá FÖNIX =gæði á góðu verði. Góðir skilmálar - Traust þjónusta. iFQnix Hátúni 6A SÍMI (91)24420 /FQnix ábyrgð f 3ár HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.