Helgarpósturinn - 17.03.1988, Side 2

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Side 2
Er Bylgjan búin að vera? Páll Þorsteinsson útvarpsstjóri „Við erum búnir að vera í eitt og hálft ár og erum að sjálf- sögðu komnir til að vera. Það þarf enginn að efast um það." Það er enginn titringur í ykkur vegna hlustendakönn- unarinnar? „Þetta em auðvitað verri niðurstöður en við hefðum vilj- að sjá, en við gefumst ekkert upp. Við erum svo helvíti bjartsýn og seig og það þýðir auðvitað ekkert að sitja heima og lesa. Nú verður kýlt á hlutina, það er sóknarhugur í okkar fólki." Hvernig er að taka við stjórastöðunni undir þessum erfiðu kringumstæðum? Bylgjan hefur ekki komið svona illa út í skoðanakönnun frá upphafi. „Að sumu leyti er þetta mjög gott. Þetta gefur mér gott tækifæri til að byrja með hreint borð. Ég hefði að vísu getað hugsað mér, í mínum villtustu dagdraumum, þægilegri fyrsta dag í nýju starfi, en það eru ekkert nema villtir dag- draumar. Veruleikinn er alltaf annar." Nýlega gengu fjallháar sögur um sameiningu Bylgj- unnar og Stjörnunnar, hvað var þar á ferðinni? „Já, þetta voru skemmtilegustu sögur. Menn hafa verið að dunda sér við að segja hver öðrum ýmsar útgáfur af þessari sögu. Ég er búinn heyra þær margar. En þarna var einungis fólk úti í bæ að leika sér að því að para þessa tvo feitu gelti saman, án þess að þeir sjálfir vissu af því." Hvaða „sórverkefni" er Einar Sigurðsson kominn f? Er hann að telja kindur? Þetta er mjög dularfullt, finnst þér ekki? „Jú, þetta erfrekar dularfullt, ég viðurkenni það. Einar er að kanna ný svið skulum við segja... Ég get ekki sagt þér meira..." Líturðu á hlustendakönnunina sem dóm yfir dagskrá sem stundum hefur verið kölluð síbylja? „Ef það er síbylja á Bylgjunni, þá er síbylja á Stjörnunni, rás tvö, þú getur líka heyrt síbylju á rás eitt... Viltu að ég haldi áfram ... ? Ef fólk vill gefa músíkútvarpi uppnefnið sí- bylja þá er það gott og vel. Það er svona álíka og að kalla fólkiðsem vinnur á þessum stöðum „glymskratta" ... sem mérfinnst reyndar miklu skemmtilegra starfsheiti en „Ijós- víkingur". „Glymskratti", það er eitthvað „orginalt" við það." En hvað gerist með Ljósvakann í þessu Ijósi, stendur kannski til að sameina stöðvarnar? „Það er alltof snemmt að dæma Ljósvakann. Hann hefur aðeins verið starfandi í nokkra mánuði og það eru ekki nema tveir sólarhringar síðan þessi könnun var birt. Hér er allt í fullum gangi að spá í stöðuna og það eru allar leiðir opnar til að snúa vörn í sókn." Verða einhverjar meiriháttar breytingar á dagskrá Bylgjunnar á næstunni? „ Já, það eru breytingar á döfinni. Ég vil h ins vegar ekkert láta í Ijós. Fólk verður bara að bíða spennt, þetta kemur allt fram á eff emm 98,9,95,7 og 100,9. Ég ráðlegg öllu forvitnu fólki að hlusta, hinkra örlítið við og taka síðan vel eftir. Við eigum fullt af trompum uppi í erminni sem bráðum verður spilað út." Hver er uppáhalds „glymskratti" Páls Þorsteinssonar? „Það er maður í Bretlandi sem ég held mikið upp á. Hann heitir Simon Bates. Sá maður hefur hljóðfæri af guðsnáð, hreint ótrúlega rödd. Það er eins og að hlusta á músík að heyra hann tala. Ég hef óskaplega gaman af röddum og velti þeim mikið fyrir mér." Var ekki kampavín á þínum fyrsta útvarpsstjóradegi, eins og á sama tíma á Stjörnunni? „Það var kampavín á mínu fyrsta kvöldi skulum við segja. Við notuðum daginn betur til að vinna. Ég er fullur bjartsýni og það sama gildir um samstarfsfólk mitt. Það hefur verið mjög ánægjulegt að taka við stjóminni þegar ég finn hvað mikill hugur er í fólkinu, hvað það vill leggja á sig. Nú eru allar leiðir upp á við!" Páll Þorsteinsson hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Bylgjunnar og Ljósvakans í stað Einars Sigurðssonar sem settur hefur veriö í „sérverkefni" á vegum Útvarpsfélagsins. — Páll var áður dag- skrárstjóri sömu útvarpsstöðva. — Nýlega var birt könnun Félags- vísindastofnunar á útvarphlustun landsmanna og kemur Bylgjan þar í fyrsta skipti illa út og nýtur minni h lustunar en aöalkeppinaut- amir, rás 2 og Stjarnan. Ljósvakinn geldur nánast afhroð. Páll má því taka á honum stóra sínum. FYRST OG FREMST STJÓRNIN — Standandi frá vinstri: Kristmann Magnússon, Ólafur B. Thors, Hörður Sigurgests- son, Öm Johnson, Þorgeir Baldursson, Magnús Hreggviðsson, Indriði Pálsson, Gísli V. Einarsson, Sverrir Bemhöft, Júlíus S. ólafsson, Eggert Hauksson, Halldór Jónsson, Þorvaldur Guðmundsson. Sitjandi frá vinstri: Einar Sveinsson, Kristinn Bjömsson, Ólafur ó. Johnson, Jóhann J. Ólafsson, Sigurður Helgason, Vilhjálmur Egilsson, Sigvaldi Þorsteinsson. Aðrir menn úr aðalstjóm eru: Ragnar S. Halldórsson, Ólafur B. ólafsson, Gunnar Ragnars, Jón Hjaltason og Kristján Jóhannsson. KARLAVIGIN eru greinilega ekki öll fallin, þrátt fyrir sigur- göngu Kuennalistans í skoðana- könnunum að undanförnu. (Nema þarna sé skýringin á velgengninni kannski einmitt lifandi komin!) Meðfylgjandi mynd af nýkjörinni stjórn Verzlunarráös íslands, sem birtist um daginn í viðskiptablaði Moggans, sýnir t.d. að þar á jafn- réttið enn langt í land. Ekki ein einasta kona á sæti í stjórninni. Gefur þarna að líta tóma karla, langflesta klædda í hinn klassíska einkennisbúning; dökk jakkaföt, hvíta skyrtu og dökkt bindi. Um helgina birti Mogginn líka auglýs- ingu frá SUS með myndum af sextán forystumönnum ungra sjálf- stæðismanna. Einungis tvær konur í því liði! Og fyrst á annað borð er farið út í þessa sálma má velta því fyrir sér hvers vegna engin kona á lag í Eurovision- keppninni á þessum upplýstu jafnréttistímum. ÍDANAVELDI er til mikill bókaklúbbur sem heitir Gyldendal og í nýlegu fréttabréfi frá klúbbnum sem HP hefur borist vekur athygli löng grein eftir þing- manninn, fyrrverandi ráðherrann og núverandi varaformann danska jafnaðarmannaflokksins, Ritt Bjerregárd. Það eru að sjálfsögðu ekki tíðindi að greinar birtist í blöðum og bókum eftir þvíumlíkar persónur, nema hvað þessi grein er ítarleg úttekt á nýjustu hljóm- plötu Bruce Springsteen, sem heitir Tunnel of Love. Bjerregárd þessi var áður menningarmálaráð- herra Dana en sá þáttur þjóðlífsins fellur eins og kunnugt er undir menntamálaráðherra hér á Islandi. Líklegast myndi þó landanum bregða ef Bókaklúbbur AB birti í fréttabréfi sínu ítarlega grein eftir Sverri Hermannsson um nýjustu plötu Bowies, þó ekki væri nema grein um textagerð Bubba eða Megasar... MÖNNUM er enn í fersku minni koma vopnaflutninga- vélarinnar frá Southern Air Trans- port hingað til lands í janúar en það flugfélag stendur í nánum tengslum við CIA. Við rákumst á auglýsingu frá félaginu í flug- tímaritinu Flight International á síðasta hausti þar sem þeir auglýsa undir kjörorðinu: „Meira flutningsrými þegar þú þarft á því að halda." f auglýsingunni kemur fram að þeir fást til þess að taka að sér ýmiss konar leiguflug. Það skyldi þó aldrei vera, að þeir hefðu fengið flugið fræga, þegar þeir millilentu í Keflavík, út á þessa auglýsingu? MORE CflRGO SPACE WHENYOUNEEDIT Remole Ummproved Site Delivetv 24 Hour Availability Outsi2e Umque Cargo Capabilities Dnve On Contamenzed or Bulk Loading SOUTHERHAIR TRAIMSPORT Miami International Airport 800-327-6456 • 305-871 5171 • Telex 51-8856 • SITA MIAOOSJ LokSINS, LoKSINS. NllTÍhFWKlTEKTllR HELGARPÚSTURINN UMMÆLi VIKUNNAR Samningana út og suður Trylltra Ijóna temjari treystir kærleiksbandið, farandsáttasemjari í sirkusferð um landið. Niðri „Þjóöin öll og þá sérstaklega landsbyggöarmenn standa nú á tímamótum og Ijóst er að fjöldi þeirra hugsar margt." GUNNAR HILMARSSON, SVEITARSTJÓRI Á RAUFARHÖFN, 1 KJALLARAG REIN f DV 16. MARS. 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.