Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 28
AUK/SÍA K3d1-572 28 HELGARPÓSTURINN KVIKMYNDIR Lœti í Barbí Regnboginn Nuts Leikstj. Martin Ritt ★★ Barbara Streisand er engin woman in love í þessari mynd. Hún er hóra með ljótan munnsöfnuð og hefur þar að auki verið dæmd fyrir morð. Hér er á ferðinni enn eitt réttarsals- dramað þar sem ákæruvaldið og lögfræðingur takast á, sígilt efni. Richard Dreyfuss er ákaflega sann- færandi í hlutverki lögfræðingsins en ég hefði kosið að hann hefði ver- ið í bláu jakkafötunum út alia mynd- ina í stað þess að skipta yfir í grá. Barbara hefur verið kærð fyrir morð en móðir hennar og stjúpi, sem stórstjarnan vill hvorki sjá né heyra, vilja dæma hana ósakhæfa vegna geðveiki. Hegðun Barböru styður þessa skoðun lengi vel. Það er skemmtilegt að sjá hana í nærri stöðugum æsingi til að byrja með, kastandi skít og sora í alla sem reyna að nálgast hana. Barbí er svo mikið í mun að breyta hinni bleiksætu ímynd sinni að hún fer heldur geyst til að byrja með, gerist sek um ofleik á kostnað agaðri leiks hjá Richard Dreyfuss. í myndinni er verið að fjalla um athygliverða hiuti, ómannúðlegt bákn réttarkerfisins og vanmátt ein- staklinga frammi fyrir því. Það á að afgreiða Barböru eins og hverja aðra morðhóru og læsa hana inná hæli það sem eftir er, dómarinn og lögfræðingarnir farnir í mat. Ástæð- an fyrir tryllingi Barböru er sú að stjúpi hennar misnotaði hana kyn- ferðisiegafrá barnæsku, þetta reyn- ist grunntónn myndarinnarog veld- ur hvörfunum. Þessi sterku efni myndarinnar falla of mikið í skúgg- ann af Barböru sem er nánast alltaf fyrir framan vélina með hárið túb- erað í kross og morðgiampa í aug- um. Geðtruflanir hórunnar eru síð- an leystar á amerískum hraða til að reyna ekki um of á þolrif áhorfenda. Það líður ekki nema níu og hálf mín- úta frá því Barbara hvæsir á mömmu sína eins og hundur með hundaæði þar til þær faðmast og kyssast og Barbara segist grátandf elska hana. Dómarinn Stanley reyn- ist „húman" og dæmir gegn ráðum sérfræðingana og málið er í höfn. Ég var hrifinn af lýsingunni í réttar- salnum og þó sérstaklega gólfflísun- um. Freyr Þormóðsson Athugasemd í slúðurdálkum Helgarpóstsins sem út kom í dag birtist klausa þar sem látið er að því liggja að vera undirritaðs í nefnd sem fyrrverandi viðskiptaráðherra skipaði til að gera tiilögur um endurbætur á skipulagi og starfsháttum ríkisbankanna tveggja, Landsbanka íslands og Búnaðarbankana íslands, standi störfum hennar fyrir þrifum. Hér er um mikinn misskilning að ræða. Þegar ég á síðastliðnu vori tók sæti í bankaráði Utvegsbanka Islands hf., sem einn af fulltrúum ríkissjóðs, vakti ég að fyrra bragði máls á því á næsta fundi nefndarinnar. Ég tek mér það bessaleyf i að birta það sem í fundargerð þessa nefndarfundar segir um þetta: „Baldur Guðlaugsson tók til máls og sagði að frá því að fyrsti fundur nefndarinnar hafi verið haldinn og hafi það gerst óvænt, að hann hafi verið kosinn í bankaráð Útvegs- banka íslands hf. Að vísu væri hann þar fulltrúi sama aðila og hann væri fyrir í þessari nefnd, þ.e.a.s. ríkið. Hann sagðist gera sér grein fyrir því, að það gæti komið upp sú staða, að óheppilegt væri að bankaráðs- maður í Útvegsbanka Islands hf. sæti í nefndinni og tæki þátt í störf- um hennar. Hann kvaðst óska þess, að ef slík staða kæmi upp, þá segðu samnefndarmenn hans það hreint út. Geir Hallgrímsson þakkaði Baldri fyrir hans afstöðu og sagði, að ljóst væri, að með tilliti til viðskipta- leyndarmála bankanna tveggja væri mögulegt að umrædd staða gæti komið upp, en svo væri ekki enn sem komið væri. Hann bað einnig um skoðun fulltrúa bank- anna í þessu máli. Björgvin Vifmundarson sagði, að af sinni hálfu væri ekkert það að gerast í starfi nefndarinnar, á þessu ’ stigi, sem gerði það að verkum, að Baldur Guðlaugsson gæti ekki verið með, en það væri að sjálfsögðu spurning, hvernig starf nefndarinn- ar myndi þróast, hvort slík staða kæmi upp í framtíðinni ... Stefán Pálsson sagðist vera sam- mála Björgvin Vilmundarsyni varð- andi starf Baldurs Guðtaugssonar í nefndinni, en sagði í því sambandi, að ríkisbankarnir væru einnig í harðri samkeppni hver við annan, ekkert síður en við einkabankana." Þrátt fyrir þessa afstöðu sam- nefndarmanna minna gerði ég upp við mig, að rétt myndi fyrir mig að segja mig úr nefndinni. En til þess kom ekki þar sem störf hennar lögð- ust af um þetta leyti. Þarf það út af , fyrir sig ekki að koma á óvart þar sem á þessum tíma áttu sér stað ríkisstjórnar- og viðskiptaráðherra- skipti og skömmu síðar nokkrar sviptingar í bankamálum. Vissi ég raunar ekki betur en að nefndin hefði dáið drottni sínum án dánartil- kynningar þar til fyrir u.þ.b. 3 vik- um að í ljós kom að formaður nefnd- arinnar hafði áhuga á því að hún skilaði af sér með formlegum hætti. Ég hafði þá samband við viðskipta- ráðherra og tjáði honum að ef nefndin væri að hefja störf á ný ósk- aði ég eftir að segja mig úr henni. Ráðherra bað mig þá að láta það ógert þar sem vilji hans stæði til þess að nefndin skilaði umboði sínu án tillögugerðar. Nefndin hefur enn ekki komið saman, en sú afstaða mín liggur fyrir, og er bæði ráðherra og nefndarformanni kunn, að ég muni segja mig úr nefndinni ef ákveðið verður að hún haldi áfram störfum. Afstaða mín er þó ekki á því byggð, að á borðum nefndar- innar séu neinar þær upplýsingar um ríkisbankana tvo, sem ekki sé að finna í opinberum gögnum, heldur hinu að ástæðulaust sé að gefa þeim, sem andvígir kunna að vera skipulagsbreytingum á ríkisbanka- kerfinu, færi á að nota þá staðreynd að ég á sæti í bankaráði Útvegs- bankans sem átyllu fyrir því að vega að þeim tillögum sem frá nefndinni kynnu að koma. Reykjavík 10. mars 1988 Baldur Guðlaugsson hrl. róma álit atvinnurekenda að þjóð- félagið fari á hvolf ef fiskvinnslu- konur fá heil 6% í kauphækkun með nýjum samningum. Fyrir konu með 30.000 krónur á mánuði gerði slík hækkun 1.800 krónur. Til sam- anburðar má nefna hversu laun Ragnars Haildórssonar, Guðjóns B. Ólafssonar, Sigurðar Helga- sonar, Harðar Sigurgestssonar og fleiri manna myndu hækka við sömu prósentu. Ef þeir hafa að með- altali 350.000 króna meðallaun á mánuði gæfi 6% hækkun 21.000 krónur á kjaft, sem svaraði þá til hækkunar 12 fiskvinnslukvenna... Þvottheldm oq st í hámarki í fjórum gljástigum • Kópal Innlmálnlngln fæst nú í fjórum gljástlgum. • INIú velur þú þann gljáa sem hentar þér best og málnlngln er tilbúin beint úr dóslnnl. • Nú heyrir pað fortíðlnnl til að þurfa að blanda málnlnguna með herði og öðrum gljáefnum. VELDU KÓPAL í FJÓRUM GUASTIGUM: 1 ttuilnniu MítítTUl/fKflfJ |lj|^ \. tfvJT ífeT ' , _fRrJuBS*iV/ v .iv/ 'ri __...;NÍ/ V /

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.