Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 35
A Isafirði og nágrenni er tekið að gæta óánægju meðal við- skiptamanna Landsbankaútibús- ins á staðnum. Ástæðan mun vera sú, eftir því sem heimildarmenn HP fullyrða, að drýgstur hluti útlána úti- búsins rennur til útgerðarfyrirtækis Einars Guðfinnssonar hf. í Bol- ungarvík, en það fyrirtæki hefur átt í erfiðleikum hin síðari ár og mun ekki vera það stórveldi sem það var þegar frumkvöðullinn stjórnaði því. . . 1 I rá því var greint í HP og víðar reyndar að töluverðar fjárhæðir væru farnar að skipta um eigendur þegar knattspyrnumenn skiptu um félög. Nú hefur heyrst að þegar KR- ingar hafi verið að falast eftir stjörnuleikmanninum Pétri Orms- lev úr Fram hafi þeir ekki talið það eftir sér að greiða honum eina og hálfa milljón fyrir keppnistímabil- ið og þá án frekari skuldbindinga af hans hálfu. Pétur þekktist ekki boð- ið og mun leika áfram með Fram en nú spyrja menn sig hvort Frammar- arnir hafi þurft að bjóða betur. . . A fundi byggingarnefndar Reykjavíkur í síðustu viku var lögð fram leyfisumsókn Sðlumiðstððv- ar hraðfrystihúsanna, Sölusam- bands íslenskra fiskframleið- enda og Tryggingamiðstöðvar- innar um að byggja 5 hæða verslun- ar- og skrifstofuhús við Aðalstræti 8, milli Morgunblaðshallarinnar og Fógetans. Húsið á samkvæmt um- sókninni að vera alls rúmlega 3.000 fermetrar. Ekki tók nefndin blíðlega í umsókn þessa og frestaði málinu, enda vantaði 22 bílastæði, bruna- tæknilega hönnun, greinargerð um hæðarlegu lóðar og þótti ljóst að fyrirliggjandi teikningar væru ekki í samræmi við staðfest skipulag . . . Lausn síðustu krossgátu LÁRÉTT: LÓÐRÉTT 1 Agi 2 Guð 4 Bás 3 Ið 6 Guðjón 4 Bjór 8 Eða 5 Snæðir 10 Óvæ 6 Geir 11 IV 7 Óvíða 13 Fríð 9 Afmá 14 Rímaði 12 Vín 16 Snáðar 15 Að Fallar hf. Vesturvör7 Kópavogi Símar 42322-641020 LIFTIMIV SD-950 t VÖNDUÐU FJARSTÝRÐU BÍLSKÚRSHURÐAOPNARARNIR SEM OPNA OG LOKA BILSKÚRSHURÐINNI FYRIR ÞIG í ÖLLUM VEÐRUM. ÞAÐ EINA SEM ÞÚ ÞARFT AÐ GERA ER AÐ ÝTA Á TAKKA LIFTItOY Þægindi Öryggi Hagkvæmni Sími72965 ÞVERSKURÐUR SNIGILDRIF EINU BÍLSKÚRSHURÐAOPNARARNIR SEM SAMÞYKKTIR ERU AF RAFMAGNSEFTIRLITIRÍKISINS. VERÐ MEÐ UPPSETNINGU AÐEINS KR. 23.725-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.