Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 16
Þorsteinn J. Vilhjálmsson DJARFUR ÖGRANDI Allt sem þú vildir heyra í út- varpinu en hafðir ekki kunnað við að spyrja um. Yfirskriftin á sér- stæðasta þætti tónlistarrásanna. Umsjónarmaðurinn er Þorsteinn J. Vilhjálmssori, Frammari, bók- menntafræðinemi, nýráðinn mark- aðsstjóri Skífunnar. Maðurinn sem var með fólkið sem ekki var í frétt- um, stökk fallhlífarstökk í beinni út- sendingu, tók viðtöl við börn í sand- kassa, við mann sem átti hund í sótt- kví en var ekki viðtalsefni að öðru leyti, stofnaði hljómsveit til að syngja sjálfur blúslög undir heitinu Natan Olsen, semur dægurlaga- texta í samvinnu við hlustendur og vinnur, ásamt öðrum, lag við text- ann til að geta spilað það í útvarpið. Maðurinn sem ætlar að fara að skrifa fyrstu sápuóperuna sem skrif- uð hefur verið fyrir útvarp, að sjálf- sögðu í samráði við hlustendur. Hún á að gerast annaðhvort í Fokker á leið til ísafjarðar, sem hefur verið snúið við vegna snjókomu, eða þá í skíðalyftu. Hann telur það líklegra. Eintal sálarinnar á leið upp brekk- una. Meiningin er að gera fjóra tíu mínútna þætti, leikna, og flytja síð- an í þættinum Allt sem þú... „Fyrir mér er útvarp mikiu meira en tónlist, kveðjur og kynningar. Það býður upp á ótal möguleika og ég nýti bara agnarsmátt brot af þeim. Mér virðist sem fólk, útvarps- hlustendur, hafi miklu meira til mál- anna að leggja en að senda kveðjur. Það er óþarfi að koma fram við það eins og fávita." Ad vera í sambandi ..svo er það þetta fræga sam- band við hlustendur. Ég hef náð því, svona bæði já og nei. Ég upplifi það aðallega á tvennan hátt í gegnum sterk viðbrögð sem eru annars veg- ar mjög neikvæð og hins vegar já- kvæð. Það er kallað á eftir mér á götu með fúkyrðum og dónaskap og ég hundskammaður. Svo er það hins vegar fóik sem kemur að máli við mig með jákvæðar ábendingar, bendir á efni eða vill hrósa mér. Ég hef tekið hæfilega mikið mark á hvoru tveggja... fólk hefur skoðanir á öllu, hvort sem það er ráðhús eða bjór eða bara einn útvarpsþáttur..." við fólk sem ekki er í fréltum „...voru svona „snap-shots" úr mannlífinu. Ég datt inn í eitthvað í fimm, sex mínútur. Ég hamraði mjög stíft á því að þarna væri verið að tala við fólk sem ekki væri í frétt- um, fór út með hljdðnemann og hitti fólk við hversdagslegt amstur í dag- lega lífinu. Svo fór að bera á því að fólki fannst þetta leiðinlegt, að heyra viðtöl við fólk sem ekki var í fréttum. Niðurstaðan varð sú að fólk vill heyra um sama fólkið sýknt og heilagt. Hugmyndin gekk í nokkra mánuði, svo var hún búin, enda átti hún ekki að lifa lengi..." í loftinu ..mig hafði lengi langað að prófa fallhlífarstökkið og þetta var dásam- leg reynsla. Eftir á, eftir að ég var lentur heilu og höldnu. En ég var skelkaður þegar þessi litla rauða rella var komin í tólf þúsund fet og ég hékk í lausu iofti út um hurðina á maganum á stökkvaranum. Held ég hafi misst meðvitund og svo öskrað af öllum líf s og sálarkröftum. Það var ekkert ,,feik“. Svo lét hann sig gossa og sekúndurnar sem liðu voru stórkostlegar. Þetta var spenn- andi, líka að stökkva í beinni út- sendingu. Ég hef ekki stokkið aftur, býst ekki við því, enda lofthræddur í eðli mínu...“ enda œvintýrin stundum snögg- lega ..þetta var mjög skrýtið tímabil 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.