Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 17.03.1988, Qupperneq 12

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Qupperneq 12
Sigurjón Pétursson í Sjóvá BUKKBELJIILÝÐVELDIÐ Á HELJARINNAR TRIPPI! Sigurjón: Bifreiöatryggingafélögin mættu uera fœrri, en aðalatriðid er að tjónum fœkki. Enn á ný hefur hækkun bifreiða- ÞETTA ER ENGIN tryggingaiðgjalda hleypt illu blóði í ÞEGNSKYLDA bifreiðaeigendur og hleypt af stað umrœðum á Alþingi. Almenningur á að vonum erfitt með að skilja for- sendurnar á bak við hinar árlegu ið- gjaldahœkkanir, sem oft eru langt umfram verðlagsþróun aö öðru leyti. Greinarhöfundur varpaði fram þeirri rökstuddu tilgátu fyrir skemmstu að tilkostnaöur trygg- ingafélaganna væri alltof mikill, enda bifreið atryggingafélögin óþarflega mörg miðað við reynsl- una í nágrannalöndum okkar. Sig- urjón Pétursson, aðstoðarfram- kvœmdastjóri Sjóvár og um leið talsmaöur Samstarfsnefndar ís- lensku bifreiðatryggingafélaganna, tók undir að félögin mœttu vel vera fœrri, en sagði mest um vert að ráð- ast á tjónkostnaðinn og kœmi þá sérstaklega til kasta hins opinbera og bifreiðaeigenda sjálfra. „Nei, það er ekki nema von að menn gapi yfir svona mörgum krón- um. En til hvers eru krónurnar not- aðar? Þær eru notaðar til að greiða tjónin. Tjónin eru staðreynd og fólk- ið verður að aka betur í landinu." Nú hefur bifreiðum fjölgað veru- lega og tjónum einnig. Þetta hlýtur að hafa mátt sjá fyrir að miklu leyti. Hafa einu mögulegu viðbrögðin ver- ið að hœkka iðgjöldin? ,,A siðasta ári fóru félögin út í „Fararheill 87“átakið og settu 1% af iðgjöldunum í það. Þetta átti að vera framlag þeirra til tjónvarna og ein- hverjum árangri skilaði það, þótt slíkt sé ekki gott að maela. En þjóðin hefur einfaldlega misst stjórn á sjálfri sér, gjörsamlega! Einn gallinn við þetta er sá, að iðgjöldin eru hækkuð aðeins einu sinni á ári og þá verður þetta svona mikið. Annað sem hefur verið að gerast er að 60% af tjónunum eru munatjón, en 40% slysatjón, og 1984 féll stefnumark- andi dómur um vaxtaútreikninga á slysatjónum, sem hleypir þeim verulega upp. Annað mikilvægt atriði er að slysabæturnar hækka í samræmi við laun í landinu, en ekki út frá einhverjum vísitölum. Og launaskriðið var 43,3% frá hausti 1986 til hausts 1987. Þetta hefur vitaskuld sitt að segja. Og fleira mætti nefna.“ Sigurjón Pétursson í Sjóvá. Hafin er endurskoðun á iðgjaldaskránni — fólk greiði iðgjöld í samræmi við þá hættu sem af því stafar. Smartmynd. með tilheyrandi sparnaöi og hag- kvœmni? „Ég get alveg séð það fyrir mér að tryggingafélögin verði færri, en við verðum einnig að passa okkur á því að þau verði ekki svo fá að öll sam- keppni detti úr viðskiptunum. í dag keppast þau um að veita fólki sæmi- lega þjónustu ef tjón verður, kúnn- inn getur alltaf hótað því að flytja viðskipti sín og það veitir svo sann- arlega aðhald. Það er aðhald að okkur að koma kurteislega og rétt- látlega fram. Það verður að vera jafnvægi í þessu og kannski væri það góð stærð að það væru 4 félög í þessu. Það segir sig auðvitað sjálft, svo dæmi sé tekið, að það er ódýr- ara að hafa fjóra forstjóra en átta! En fækkun félaganna er engin alls- herjarlausn, hvað þá endanleg. 80% af iðgjaldinu fara í að greiða tjón, En mátti ekki sjá þetta fyrir og bregðast við á margvíslegan hátt? „Hvaða ráð höfum við? Við höf- um iðgjöldin til að greiða út tjón. En hvað má þá gera til að koma í veg fyrir að tjón verði til? Nefna má áróður á borð við Fararheill og Þjóð- arátakið. En grundvallaratriði í þessu eru umferðarmannvirkin og þau eru í megnasta ólagi. Það verð- ur að segjast eins og er. T.d. verður mikill fjöldi árekstra á aðreinum, þar sem bílar hafa of litla vegalengd til að komast inn í umferðina. Þessu verður að breyta og einnig verður að huga að menntun fólksins, allt frá því það byrjar í skóla. Loks er að nefna bílbeltin. Vissulega er hægt að gera margt, en það er ekki allt á færi tryggingafélaganna — mikið er á borði hins opinbera." Bifreiðatryggingarnar hafa reynst félögunum erfiöar. Hvers vegna eru þœr þá svona freistandi að 8 félög standa í þessu? Ekki er það fórnar- lundin eða hvað? „Ekki erum við að þessu í þegn- skylduvinnu! Ökutækjatrygging- arnar eru meira en helmingur af tryggingaviðskiptum miðað við eigin iðgjöld félaganna. Ef þú ert í vátryggingunum lætur þú ekki svona fara framhjá þér. Ökutækja- trygging er sú trygging sem kúnn- inn kaupir yfirleitt fyrst og kúnn- arnir versla mjög mikið áfram hjá sama tryggingafélaginu, nema eitt- hvað komi upp á. Þannig er öku- tækjatryggingin í huga margra vá- tryggingamanna lykillinn að af- ganginum af viðskiptunum." FÆKKUN FÉLAGA UM HELMING? Er það ekki staðreynd að of mörg félög sjá um bifreiðatryggingar og að rekstrarkostnaðurinn er um leið óþarflega mikill og fer vaxandi þótt tölvuöld ríki? „Það er eflaust svo í þessari grein eins og mörgum öðrum að duga má betur, ég efast ekki um það. En við erum þó með lægsta rekstrarkostn- að á Norðurlöndum. Það er held ég ekki hægt að svara til um hversu mörg tryggingafélögin ættu vera. Frjálsa samkeppnin grisjar úr þá sem eru með alltof mikinn kostn- að og við sjáum hl uta af þeirri þróun þegar. Þannig var Hagtrygging með alltof mikinn kostnað miðað við þau iðgjöld sem hún hafði, þannig að það má leiða rök að þessu. Menn eru alltaf að leita að minnsta rekstr- arkostnaðinum og þeir sem komast ekki niður í hann fléttast úr á end- anum. Svarið er því, að vissulega megi duga betur, og við sjáum að þau félög sem eru með mestan rekstrarkostnað lifa ekki af til lengri tíma litið." Sjóvá yfirtók Hagtryggingu að mestu með því að kaupa meirihluta hlutabréfa þar, við heyrum og um taprekstur og vandrœði annarra fé- laga, þannig að gjaldþoli er stefnt í hœttu. Vœri ekki eðlilegra að hafa 3—4 bifreiðatryggingafélög í stað 8, það er óumdeilt. Og ef á að breyta einhverju er um að gera að ráðast á stærsta hlutann. Tökum sem dæmi að heildariðgjöldin væru 1.000 milljónir. Ef við getum minnkað tjón um 25% erum við að tala um 200 milljónir. En ef við minnkum kostn- aðinn um 25% erum við að tala um aðeins 50 milljónir. Lykillinn að stóru tölunum er í tjónunum. Þetta „blikkbeljulýðveldi" sem er á „helj- arinnar trippi", eins og ég nefni það, verður að koma niður á jörðina og ná stjórn á sjálfu sér. í öllum trygg- ingum." FRELSIÐ ER ÓFRAM- KVÆMANLEGTI Hefur ekki þótt koma til greina aö gefa iðgjöldin frjáls? Hvar sér lög- mála samkeppninnar stað — varla í „samstarfsnefnd" og meðalhœkk- unum? „Þessi markaður sem við erum með hér heima er ekki stærri en svo að sveiflurnar eru miklar og trygg- ingaeftirlitið hefur sagt að ekki sé hægt að reikna út iðgjaldsþörf fyrir hvert félag fyrir sig, vegna þess að afkoma hvers félags sveiflast svo mikið upp og niður milli ára að það er óframkvæmanlegt. Trygginga- eftirlitið á að gera tvennt. Það á að gæta þess að kúnninn borgi ekki of hátt iðgjald og að hann fái tjón sitt bætt. Og þá verður eftirlitið að passa upp á að félagið fari ekki á hausinn, því þá fær kúnninn ekki sitt. Hvernig á að fara að því að reikna út hvort iðgjald er rétt per fé- lag per ár — tölfræðin segir hrein- lega að það sé ekki hægt á þessum litla markaði. Samkeppnin er ekki háð á grundvelli iðgjaldsins, heldur á grundvelli þjónustunnar, þar sem menn bjóða upp á heildstæða trygg- ingavernd, og ýmsu öðru slíku. Eins og dagblöðin, sem kosta það sama, bjóða félögin upp á mismunandi þjónustu." Hefur verið hugað að því að dreifa áhœttunni frekar en gert er nú, með áhœttuflokkum eftir búsetu? Ég nefni t.d. eftir aldri og kyni? „Það er að hefjast allsherjarend- urskoðun á iðgjaldaskránni allri. Mér kæmi ekki á óvart að út úr því kæmi að þeir sem valda tjóni fengju hlutfallslega þyngri refsingu í fram- tíðinni. Það er jú svo, að maður með 65% bónus greiðir ekki nema þriðj- ung af því iðgjaldi sem maður greið- ir sem er með fullt grunniðgjald, þannig að refsingin er allnokkur. En ungir ökumenn valda miklu tjóni,. þeir sem eru á „trippinu" ættu að borga meira. Að mismuna fólki í ið- gjöldum á grundvelli kyns? Sumir segja að konur séu betri ökumenn en karlar, en ég veit ekki hvað töl- fræðin segir. Þetta er í skoðun og samstarfsnefndin opin fyrir ýmsu. Meginreglan er sú að fólk á að greiða iðgjöld í samræmi við þá hættu sem af því stafar." -fþg pm?. BJORGUNARSVEITIRNAR 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.