Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 38
ÍÞRÓTTIR
Ég nöldra þegar mér sýnist svo
NÖLDUR IIM FIRMAKEPPNI 06 FIEIRA
Þaö hefur verid ordad vid mig í
vinahópi ad ég sé aö veröa eins og
gömul nöldurskjóda í greinum mín-
um á sídum Helgarpóstsins. Gott og
vel, ekki œtla ég ad neita því alfariö,
en benda verö ég á aö þegar veriö er
aö skrifa um viökvœm mál eöa um
breytingar á núverandi fyrirkomu-
lagi á einu eöa ööru er snertir íþrótt-
ir er þaö gjarnan sett fram sem dálít-
iö nöldur — þó meö fööurlegum
undirtóni. Ég reyni eftir fremsta
megni aö vera jákvœöur þegar þaö
á viö og venjulega set ég fram björtu
hliöarnar á hverju máli jafnframt
„nöldur-hliöunum sem svo mikiö
rúm taka. Hitt verö ég aö viöur-
kenna aö mér finnst dálítiö gaman
aö nöldra og mun þess vegna ekki
breyta umfjöllun minni um eitt eöa
annaö bara til aö breyta. Ég mun
áfram nöldra er viö á og skjóta inn
jákvæöum punktum þegar þaö á
viö — og hana nú!
NÖLDUR UM FIRMA-
KEPPNI
Ein þeirra fjáröflunarleiða sem
íþróttaféiögin beita mikið eru svo-
nefndar firma- og félagakeppnir. 1
stuttu máli ganga þær þannig fyrir
sig að boð er sent út til fyrirtækja og
hópa um að slík keppni standi fyrir
dyrum og það kosti 5.000 krónur að
vera með. Nú, þátttaka er tilkynnt af
viðkomandi fyrirtæki eða félagi og
síðan er dregið í riðla og leikdögum
raðað niður. Menn eru vitanlega
spenntir að vita með hverjum þeir
lenda í riðli því aliir eru með til að
reyna að vinna. Þegar svo komið er
í keppnina þá vantar venjulega
dómara eða að dómarinn er bara
einn af þeim sem spila með í keppn-
inni. Nú fyrirtæki reyna gjarnan að
safna saman eins mörgum reyndum
toppspilurum og hægt er og skiptir
þá engu hvort viðkomandi vinnur
hjá fyrirtækinu eður ei. Þeir hópar
sem saman standa af þokkalegum
leikmönnum og eru samstæðir
eru einfaldlega malaðir af einum 1.
deildarmanni. Menn verða síðan að
horfa í eigin barm um hvort það sé
gaman að vera statisti hjá slíkum Iið-
um. Eftir útreiðina eru menn rukk-
aðir og allt er búið. Til úrslita keppa
síðan þau lið sem hafa flesta 1. deild-
arspilara á sínum snærum.
Já, ég veit að þetta flokkast undir
nöldur og nú kynni einhver að segja
sem svo að það væri ekki hægt að
banna neinum að vera með. Menn
gætu tekið sig saman og myndað
félag eða hóp til að taka þátt í
keppni af þessu tagi. Ég vil hins veg-
ar segja að það eigi hreinlega að
banna þeim leikmönnum að vera
með sem spilað hafa með 1. deildar-
liði, úrvalsdeildarliði eða liði í efstu
deild í viðkomandi íþrótt. Hugsan-
lega mætti miða við síðasta keppn-
istímabil eða það sem stendur yfir.
Þannig væri búið að reyna að jafna
leikinn eins og hægt er og þeir hóp-
ar sem ekki hefðu toppleikmann í
sínum röðum vissu þó a.m.k. að aðr-
ir hópar hefðu heldur ekki mögu-
ieika á að hafa slíka.
Um framkvæmd á slíku móti þarf
varla að taka fram, að því betur sem
að henni er staðið þeim mun meiri
virðingar njóta þeir er það gera og
keppnin ávinnur sér nafn, sem
hugsanlega myndi gera að verkum
að það yrði eftirsóknarvert að
komast í hana og þar af leiðandi
gæti hún aflað félaginu meiri pen-
inga. Dómarar þurfa að vera til stað-
ar og vera óháðir liðunum. Tíma-
verðir og ritarar þurfa einnig að
vera til staðar. Þá væri auðvitað
glæsilegt ef mótshaldarar gætu út-
vegað æfingavesti til að aðgreina
liðin hvert frá öðru, því víst er að
ekki hafa öll fyrirtæki eða félaga-
samtök búninga á sínum snærum.
38 HELGAÍjÉIÓSTURINN
Þá þyrfti að gera úrslitaleikjum hátt
undir höfði þannig að stuðnings-
menn ættu möguleika á að fylgjast
með honum og hvetja sína menn.
Það er nefnilega ótrúlegt hvað smá-
atriði sem ekki eru í lagi geta sett
leiðinlegan svip á keppni (og þetta á
við um aila keppni, ekki bara firma-
keppni) og skemmt fyrir mönnum
sem búnir eru að leggja á sig að
halda hópinn og æfa saman innan
fyrirtækis eða utan. Vissulega eru
haldnar firma- og félagakeppnir
sem standa undir nafni en þær eru
fleiri sem gera það ekki og oft þarf
ótrúlega lítið til að þær heppnist
sem allra best.
WEBSTER AFTUR
ÍSLENDINGUR!
Þau merkilegu tíðindi gerðust í
síðustu viku að banninu yfir ívari
Webster, Haukamanni í körfuknatt-
leik, var aflétt. ívar hafði verið
dæmdur í ótrúlega langt bann fyrir
að slæma til mótherja án þess að
dómararnir sæju. Ekkert gerðist í
málinu lengi en þegar það svo varð
olli það „snjóbolta-niður-brekku-
atburði". Málið hlóð utan á sig uns
búið var að dæma ívar í átta vikna
bann tveimur mánuðum eftir að
atvikið, sem dómararnir sáu ekki,
átti sér stað. Stórskrítið!! Að lokum
fór svo að Haukarnir áfrýjuðu til
dómstóls fSÍ og þar var Webster
náðaður, þ.e. banninu aflétt!
Meðan á öllu þessu hafaríi stóð
var ívar skiijanlega reiður og sagðist
aldrei ætla að leika með íslenska
landsliðinu í körfuknattleik aftur.
Eftir að banninu var aflétt hefur
hann þó tekið gleði sína aftur og
ætlar að vera með. Logi Eiðsson,
einn af íþróttafréttariturum Morg-
unblaðsins, tók saman góðan pistil
um þetta mál í þriðjudagsmoggan-
um. Þar er þetta skrítna mál rakið
svo vel að óþarfi er að ég ,,nöldri“
meira um Webster-málið.
HVERJIR EIGA
SAMBÖNDIN?
Nokkur umræða hefur verið í
gangi í vetur og reyndar átt sér stað
áður, þess efnis að sérsamböndin og
þá sérstaklega HSÍ og KSÍ hafi þró-
ast frá félögunum sem mynda þessi
sérsambönd. Nýlega var skrifuð
grein í DV þar sem þetta sjónarmið
í garð HSÍ var nefnt af fullri alvöru,
enda átti þar hlut að máli stjórnar-
maður í handknattleiksdeild eins
Ieftir þórmund bergsson
félagsins í 1. deild. Á ársþingi Knatt-
spyrnusambands íslands í haust
kom þessi umræða upp og þá var
sem sumir af stjórnarmönnum KSÍ
litu á KSÍ sem sjálfstæða heild
óháða félögunum. Svona lagað má
auðvitað ekki viðgangast og ef sam-
bönd á borð við HSÍ og KSÍ eru að
þróast frá félögunum þá geta auðvit-
að engir aðrir en félögin kennt sér
um það. Það má ekki gleymast að
samböndin eru til vegna tilvistar fé-
laganna og það eru þau sem velja
menn til forystu í samböndunum og
það eru þau sem mynda og skapa
þann grunn sem samböndin eiga að
starfa eftir. Það liggur við að það sé
skammarlegt af félögunum að arg-
ast út í samböndin vitandi það að
það voru þau sem völdu menn til
starfa þar og það voru þau sem
ákváðu meginstefnur samband-
anna.
Við getum tekið sem dæmi hina
sígildu gagnrýni félaganna á
HSÍ (og þar með sjálf sig) hvað varð-
ar A-landslið karla í handknattleik.
Sífellt er verið að kvarta yfir því að
landsliðið fái of mikinn tíma til æf-
inga og leikja og að það bitni á
deildakeppninni og á starfi félag-
anna. Það ætti hins vegar að liggja
nokkuð ljóst fyrir með góðum fyrir-
vara hversu mikið kemur til með
að liggja á landsliðinu og þannig
væri hægt að skipuleggja aðra hluti
í samræmi við það eða gera hlutina
öfugt og skipuleggja landsliðið í
samræmi við deildakeppnina. Fé-
lögin verða að marka sér stefnu á
ársþingi sínu um hvernig beri að
taka á málum af þessu tagi. Þau
verða að marka sambandi sínu og
stjórnendum þess nokkuð þröngan
og vel skilgreindan farveg þannig
að ekki þurfi að koma til hagsmuna-
árekstra á milli félaganna og sam-
bandsins. Það ætti að vera nokkuð
auðvelt mál, svo framarlega sem
menn vinni sína heimavinnu og að
allar (eða flestar) tiilögur sem fyrir
þingi liggja séu þá þegar vel kynntar
á meðal allra aðildarfélaga og að
vitað sé að þær verði samþykktar
og þá hvernig breyta þurfi þeim til
að þær hafi nægan stuðning.
Ég hef áður vikið nokkrum orð-
um að Ársþingi KSÍ síðastliðið haust
en þá gerði ég einmitt grein fyrir því
viðhorfi mínu að menn hefðu ekki
komið nægjanlega vel undirbúnir til
þingsins og sumar tillögur voru
felldar eða samþykktar að vanhugs-
uðu máli og eftir litla umfjöllun.
Þessum vinnubrögðum verða menn
að breyta ef nást á árangur á stórum
ársþingum. Með góðum vinnu-
brögðum skapast árangur sem von-
andi skilar sér í því að félögin verða
sátt við gerðir sínar og þar af leið-
andi við sitt samband sem er, eins
og ég hef oft hamrað á, einungis það
sem félögin ákveða. Nú, ef forystu-
menn sambandsins víkja oftar en
ekki frá samþykktum félaganna þá
verður einfaldlega að skipta um
menn í þessum stöðum. Umfram allt
verða félögin að tryggja að starf sér-
sambands þeirra sé í þeirra þágu —
annað væri glapræði.
Ég get ekki stillt mig um að birta
þessa mynd af Spudd Webb sem
leikur með Atlanta Hawks í NBA-
deildinni í körfuknattleik, en hann er
eins og sést vel á myndinni með
minnstu mönnum sem spila í þessari
erfiðu deild. Hann hefur einnig orðið
mér efni í eins konar nýyrði. Webb
stendurfyrir lítiil en Webster stendur
fyrir stór. Skondið ekki sattT?