Helgarpósturinn - 17.03.1988, Page 13

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Page 13
í s. M/\ I TjosvakIm Þ eir sem sáu þáttinn Maður vikunnar í sjónvarpinu síðastliðið laugardagskvöld, þar sem Jó- hannes Sigurjónsson ritstjóri á Húsavík var í öndvegi, tóku vafalítið eftir því að þegar hann talaði um stofnun Víkurblaðsins sagði hann alltaf „við sem stofnuðum blaðið", en tiltók ekki nánar hverjir „við“ væru. Til fróðleiks og skemmtunar má upplóysa að auk Jóhannesar voru „við“ Arnar Björnsson, sem nú er íþróttafréttamaður hjá Ríkis- útvarpinu, og Kári Arnór Kára- son, hagfræðingur hjá Verkalýðs- félagi Húsavíkur. Þess má og geta að það var Arnar sem var fljótastur að vélrita og var þess vegna ritstjóri í upphafi. . . S. "túdentar Háskóla Islands hafa kosið í stúdentaráð og háskóla- ráð og lauk kosningunum með naumum sigri Vöku gegn samein- uðum vinstrimönnum og umbóta- sinnum í Röskvu. Listar þessara tveggja afla staðfesta enn á ný að sterk fylgni er á milli pólitískra skoðana stúdenta og námsgreina. A listum hægrimanna í Vöku var yfir helmingur frambjóðenda í lögfræði eða viðskipta- og tölvunarfræðum (18 af 30). Á lista vinstrimanna í Röskvu var hins vegar að finna 8 frambjóðendur úr þjóðfélags- og sálarfræðum og var meirihlutinn þar skráður í hin „ópraktísku" hug- vísindi. .. ÖKUM ESNS OG MENN! Drögum úr hraða ökum af skynsemi! H UMFERÐAR RÁÐ fyrra var gjaldþoli Abyrgðar, tryggingafélagi bindindismanna, stefnt í hættu og neyddist félagið til að auka hlutafé sitt um 20 milljónir króna. Aðaleigandi Ábyrgðar er sænska tryggingafélagið Ansvar International og lögðu Svíarnir fram þessar milljónir. Tveir þriðju hlutar rekstrar félagsins liggja í öku- tækjatryggingum, sem verða æ erf- iðari við að eiga eins og ítrekað hef- ur komið fram. Heimildir okkar í tryggingabransanum greina enda frá því, að nú sé viðbótarhlutaféð upp urið og um helgina hélt forstjóri Ábyrgðar, Jóhann E. Björnsson, út til Svíþjóðar, væntanlega til að kría út fleiri aura. Það blæs því ekki byrlega fyrir þessu hugsjónafélagi, sem í upphafi bauð bindindismönn- um 7% afslátt af iðgjaldaskránni, lækkaði hann síðan í 3%, hætti síð- an við hann, en horfir nú fram á gjaldþrot ef Svíarnir skyldu missa þolinmæðina.. .. skoðanakönnun HP sl. fimmtu- dag birtist eins og venjulega vin- sældalisti stjórnmálamanna. Steingrímur Hermannsson var þar efstur á blaði svo sem venja er til, en félagsmálaráðherra, Jó- hanna Sigurðardóttir, hafnaði í öðru sæti. Munu vinsældir hennar hafa komið nokkuð á óvart í þing- flokki Alþýðuflokksins og í þingsöl- um. Heyrst hefur að afstaðan og við- mót gagnvart ráðherranum hafi breyst á báðum stöðum.. . "extíu og tveir fimmtíu og tveir fimmtíu og tveir er þín leið til aukinna viðskipta. . . Nýr auglýsingasími 625252 FM951/ VERUM A VERÐI GERUM VERÐSAMANBURÐ Undanfarnar vikur hefur VERÐLAGSSTOFNUN framkvæmt verðlagskannanir reglulega. Pessar kannanir geta neytendur hagnýtt sér til að efla eigið verðskyn. Skattkerfisbreytingin og tollalækkanir sem komu til framkvæmda um síðustu áramót hafa áhrif á verðlag í landinu. Vissuð þið til að mynda að fjölmargar vörur eiga að lækka í verði vegna tollalækkana? Til að þessar lækkanir skili sér til neytenda er nauðsynlegt að vera á verði. Dæmin sýna að ef verðskyn og verðlagseftirlit almennings slævist, skirrast verslanir við að lækka vöruverð til samræmis við kostnaðarlækkanir. Það er kominn tími til að landsmenn kanni vöruverð í sama mæli og nágrannaþjóðir okkar. Slíkt skapar ekki aðeins aðhald, heldur stuðlar það einnig að samkeppni milli verslana. - Betra verð- skyn er leið til betri kjara. Nú þegar viðamiklar breytingar ganga vfir þjóðfélagið er það grundvallaratriði að hafa augun hjá sér við öll innkaup, hvort sem im er að ræða fiskflök, kveikjulok eða steypu. Besta tryggingin fyrir lágu vöruverði er hið vakandi auga neytandans. Verum á verði - gerum verðsamanburð. VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.