Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 23
MEFFÍ
MILLI
Hilmar Oddsson leikstýrir dýrustu kvikmynd
íslendinga til þessa.
Aöstœöur Hilmars Oddssonar til
kvikmyndagerdar hafa breyst stór-
kostlega á örfáum vikum. Möguleik-
ar hans eru margfaldir á vid það
sem áður var. Astœdan er sá að
hann hefur gert samning við kanad-
íska kvikmyndafyrirtœkið S.C.
Entertainment um fjármögnun á
kvikmyndinni Meffí ásamt Jóni
Olafssyni í Bíó sem fjármagna mun
myndina að hálfu. Dœmi sem áður
var upp á 50 milljónir hefur við
samninginn vaxið í heilar 140 millj-
ónir króna, sem gerir Meffí að dýr-
ustu kvikmynd íslendinga til þessa.
Hvað veldur því að þetta gerist nú?
Hilmar Oddsson: „Þegar við sótt-
um um styrk til kvikmyndasjóðs lét-
um við í veðri vaka að við ættum
góða möguleika á erlendu fjár-
magni. Þegar við seldum „Skepn-
una" til Columbia Pictures urðu til
sambönd sem við höfum reynt að
rækta. Síðan þá hefur legið í loftinu
að eitthvað þessu líkt gæti gerst.
Columbia kemur hins vegar ekki
nálægt þessu máli. Jón Ólafsson fór
síðan til Holiywood að hitta menn
að máli og kanna möguleika á sam-
starfi. Þar á meðal voru Kanada-
menn sem þegar höfðu keypt rétt að
tveimur handritum eftir Michael
Taav, en hann vinnur einmitt með
okkur í Meffí. Þetta kanadíska fyrir-
tæki er að hefja nýja sókn, þarna
eru nýir menn sem ætla sér stóra
hluti og eru því opnari fyrir nýjung-
um en staðlaðir Hollywood-fram-
leiðendur. Jón, sem hefur óvenju-
næmt fjármálanef, sagðist hafa vit-
að að þeir myndu semja eftir hálfrar
mínútu viðræður, andrúmsloftið var
þannig. Þeir höfðu auðvitað ekki
heyrt baun um Hilmar Oddsson, en
voru semsagt tilbúnir að taka
áhættu."
Með þessu ertu orðinn dýrasti
kvikmyndagerðarmaður á íslandi.
Þetta setur á þig töluverða pressu,
er það ekki?
„Jú, en mér finnst pressan að
mörgu leyti mjög góð. Mér finnst
gott að vinna undir álagi, ég vinn
best þannig og er ekki ennþá farinn
að fá neinn alvarlegan skrekk. Þeg-
ar nær dregur mun óttinn vafalaust
gera vart við sig, en sá ótti er nauð-
synlegur. Ég hef trú á því sem ég er
að gera og það skiptir mestu."
Hvað segja kollegar þínir í ís-
lenskri kvikmyndagerð?
„Þeir taka þessu mjög misjafn-
lega. Fáeinum finnst frami „þessa
pjakks“, sem gert hefur eina mynd í
fullri lengd, vera orðinn óþægilega
mikill. Þá gleymist að ég er ekki að
taka neitt frá öðrum, þetta er hreint
viðbótarfjármagn inn í íslenska
kvikmyndagerð. Síðan er ákvæði í
þessum samningi sem segir að ef vel
tekst til verði framhald á og það er
þá alls ekki bundið við mig einan.
Þá er ekki síður stórkostlegt að við
erum vonandi að opna dyr fyrir
miklu fleiri en okkur, íslenskri kvik-
myndagerð til heilla, óháð nöfnum
og framapoti einstaklinga."
En hvað þýðir þetta fyrir Meffí?
„Mín fyrstu viðbrögð voru ...í
hvað á ég að eyða þessum viðbótar-
peningum? Dæmið er ekki svona
einfalt. Þarna er á ferðinni tækni-
aðstoð og vinnsla í Kanada, aðgang-
ur að búnaði sem oft er dýrasti þátt-
urinn í kvikmyndagerð. Kanada-
mennirnir vilja fá einn til þrjá
þekkta erlenda leikara í myndina.
Þá er spurning: Um hversu stór nöfn
er verið að tala? Ég er búinn að
senda óskalista út. Dýr leikari, kvik-
myndastjarna, getur kostað nánast
jafnmikið og öll myndin. Þeir í Kan-
ada vilja nafn til þess að seija mynd-
ina. Auðvitað finnst mér spennandi
að fá frægan leikara í mína mynd,
maður hefur aldrei hugsað slíkt til
enda.“
Nú hefur oft verið talað um lé-
Krefjandi framtíð hjá Hilmari Oddssyni leikstjóra.
legan tœknibúnað og jafnvel bún-
aðarleysi í íslenskri kvikmyndagerð.
Þýðir þetta fjárfestingar?
„Þetta gerir mér kleift að gera
hluti sem ég hefði aldrei lagt út í
annars. Við erum að tala um ýmis
tæki sem ekki hafa sést hér á landi
og munu örugglega setja sinn svip á
myndina. Ég held þú munir taka eft-
ir því í myndinni að hún er ekki gerð
af sömu vanefnum og margar is-
lenskar myndir. Þú munt sjá ýmis-
legt sem gleður augað. Það er mjög
gaman fyrir mig að geta gert mynd-
ina eins og ég helst vildi. En að sama
skapi eykst ábyrgðin."
Helgarpósturinn óskar Hilmari
Oddssyni og félögum hans til ham-
ingju með samninginn. Þetta er
vonandi upphaf að öðru meira.
FÞ
Einleikaradraumurinn
Sigrún Edvaldsdóttir fiöluleikari í stuttu viötali.
I kvöld, fimmtudagskvöld, heldur
Sinfóníuhljómsveit Islands áskrift-
artónleika í Háskólabíói. Einleikari
á tónleikunum verður hinn ungi
fiöluleikari Sigrún Eðvaldsdóttir,
sem leikur einleik í fiðlukonsert eftir
Sibelius. Sigrún hefur undanfarin
fjögur ár stundað nám t Bandaríkj-
unum og lýkur því í vor og var fyrst
spurð að því hvort eitthvað vœri
ákveðið með framtíðina.
„Nei, ég veit það annars ekki. Ég
held þrenna tónleika í Þýskalandi í
sumar og ég vona að einhver sem
heyrir í mér þar bjóði mér að halda
fleiri. Svo ætla ég líka að taka þátt í
keppnum."
— Hefurðu hugsað þér að setjast
að erlendis?
„Ég veit það ekki enn þá. Það er
ekki mikið að gera hér heima fyrir
einleikara. Ég ætla að reyna að feta
mig áfram úti og sjá hvað gerist. Ef
það gengur ekki þá kem ég heim.“
— Attu þér einhverja drauma
varðandi fiðluleikinn?
„Minn draumur er að verða ein-
leikari með hinum ýmsu hljómsveit-
um víða um heim. En það er erfitt
að komast að, enda gífurleg sam-
keppnL"
— Hvenær byrjaðirðu að spila á
fiðlu?
„Þegar ég var fimm ára og búin
að vera stanslaust að síðan."
— Aldrei orðið ieið?
„Jú, ég man að þegar ég var yngri
þá langaði mig kannski frekar að
horfa á sjónvarpið en æfa mig eða
nennti ekki bara að æfa mig en ég
þraukaði samt alltaf."
— Af hverju varð fiðlan fyrir val-
inu?
„Það er líklegast af því mamma
spilar á fiðlu og svo spilaði systir
min líka og þá langaði mig að vera
eins.”
— Þegar þú varst í gagnfræða-
skóla t.d. var þá ekki erfitt að sam-
ræma almennt nám og tónlistar-
nám?
Sigrun Eðvaldsdóttir
„Jú, það var alveg hrikalegur tími
og ég skil ekki núna hvernig ég gat
þetta. Ég var í skólanum frá 8—3 og
fór svo í tónlistina frá 5—10.“
— Gerirðu eitthvað annað en
spila á fiðlu?
„Já, eitthvað, les og syndi, en það
er nú ekki miklu meira.“
— Er þetta spennandi líf?
„Já, það er óskaplega spennandi,
sérstaklega þegar stefnt er að
ákveðnu marki, eins og t.d. tónleik-
um.“
— Hvernig er að koma heim og
spila með Sinfóníuhljómsveitinni?
„Það er ofsalega gaman en samt
svolítið erfitt. En það er alltaf mjög
gaman að koma heim.“
— Af hverju ertu svona góður
fiðluleikari?
„Það veit ég ekki. Ætli það sé ekki
bara af því að ég æfði mig alltaf mik-
ið þegar ég var lítil og líka sem ungl-
ingur. Ég hætti aldrei og leyfði mér
aldrei neina leti, því að ég vissi að
þetta var eitthvað sem ég gat gert.
Svo fæðist maður með einhverja
hæfileika, held ég. Annars veit ég
það ekki.“
— Hvað þarf fólk að hafa til aö ná
langt í tónlistinni?
„Það verður að hafa alveg ofsa-
lega þolinmæði, bjartsýni og hæfi-
leika. Svo verður líka að vera til fólk
sem er tilbúið að hjálpa manni.
Þetta allt verður að fara saman."
— Hvernig tónlist þykir þér mest
gaman að spila, eldri eða yngri?
„Ég held að venjulega þyki mér
mest gaman að spila rómantíska
tónlist. Annars fer það bara eftir
verkinu sem ég spila hverju sinni.“
— Hlustarðu á poppmúsík?
„Já, já, ég geri það svona stund-
um.“
— Af hverju eru ungar íslenskar
tónlistarkonur svona hallærislega
klæddar þegar þær koma fram á
tónleikum?
„Guð! — Ja, ég held ég viti af
hverju. Maður verður að vera eins
og eldra fólkið segir. Má aldrei vera
með hárið eins og maður vill og
verður að vera í þessum klassísku
síðu kjólum. En það er ekkert við
þessu að gera. Eftir því sem maður
eldist hugsar maður minna um
þetta, mér finnst þetta allt í lagi nú-
orðið. Ég held líka að með því að
klæðast svona sýnum við virðingu
okkar fyrir klassískri tónlist og það
hefur mikið að segja. Annars eru
margir sem leggja ekki mikið upp úr
þessu. En mér finnst að það verði að
vera einhver ákveðin hefð... nú er
ég farin að tala eins og þau gömlu."
— Ferðu svo strax aftur til Banda-
ríkjanna?
„Já, ég fer á iaugardaginn. Beint
aftur í skólann."
EftirÁsu Haraldsdóttur, 15 ára nema í
Vogaskóla, í starfskynningu á HP.
HELGARPÓSTURiNN 23