Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 30
■ ■■■ ' MEIRIAGI í hugum flestra okkar er fallhlífarstökk tengt hraða og spennu. Það verður líklega ekki sagt að þetta áhugamál sé í eðli sínu „jarðbundið" þó að vissulega komi allt niður á endanum. En fyrir suma er fallhlífarstökkið ekki bara áhugamál heldur einnig björgunartæki sem beita má við erfiðar aðstæður. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík hefur sent menn á stökknámskeið hjá bandaríska hernum. Einn þeirra er Guðbjörn Óskarsson, 22 ára gamall bif- vélavirki, og það er forvitnilegt að heyra af dvöl hans í herbúðunum, fyrir utan almennt spjall um fallhlífar- stökk. „Ég gekk í flugbjörgunarsveitina þegar ég var 17 ára og þar kynntist ég fallhlífarstökkinu fyrst,“ sagði Guðbjörn þegar hann var spurður um upphafið. „Það hefur alltaf verið stokkið töluvert hjá sveitinni og kennsla í stökki á hverju sumri. Það komst svo á fullan skrið ’85 þegar það fór maður til útlanda og náði sér kennararéttindi á ferhyrndar fall- hiífar, sportfallhlífar, og fór að kenna á þær hér heima. Síðan þá hafa bæst við menn, ja svo til dag- lega. Ég stekk einmitt fyrsta stökkið sumarið ’85 og þá svonefnt sport- stökk." Hver er munur á sportstökki og björgunarstökki? „Sportstökkið er íþrótt þar sem notaðar eru ferhyrndar fallhlífar sem láta vel að stjórn, en þær eru ekki nothæfar nema í góðu veðri. í góðu veðri geta þyrlur athafnað sig svo að það er ekki þörf fyrir björg- unarstökk þá. Hins vegar eru hring- laga failhlífar notaðar í björgunar- stökk en tilgangurinn með því er að koma mannskap og búnaði örugg- Spjalloð vii Guðbjörn Óskarsson um dvöl hans hjá bandaríska hernum. lega niður á jörðina. Þetta eru fall- hlífar sem hafa verið notaðar óbreyttar frá því í síðari heims- styrjöld og eru nothæfar í vondum veðrum, það er engin hætta á að þær flækist.” EKKI HÆTTULEGRA EN HVAÐ ANNAÐ Hvaö er þad sem fallhlífarstökk hefur vid sig? „Það er spennan og ánægjan, ég er alltaf spenntur í flugvélinni þegar ég stekk. Síðan þegar falihlífin hefur opnast þá er þetta ægilega gaman.” Hvaö meö önnur áhugamál af sama tagi? „Ég er bæði í klettaklifri og ísklifri og er einnig að byrja svolítið í köf- un.“ Hvernig var fyrsta stökkiö? „Fyrsta stökkið var í sjálfu sér viss vonbrigði. Miðað við það sem mað- ur hafði heyrt átti þetta að vera al- veg rosalegt, en mér fannst þetta hálflítilfjörlegt eftir að ég var búinn að stökkva fyrsta stökkið.” Nú muna sumir ekkert eftir sínu fyrsta stökki? „Ég man alveg eftir mínu fyrsta stökki. Annað stökkið var hins veg- ar miklu erfiðara. Það var seinna sama dag og kominn meiri vindur. Þá átti ég miklu erfiðara með að koma mér út úr vélinni og ég fór virkilega að pæla í því hvort fallhlíf- in myndi örugglega opnast.” Hvaö ef menn vilja alls ekki fara út úr flugvélinni þegar á hólminn er komiö? „Þá eru þeir eiginlega plataðir út. Þeir eru beðnir að kíkja út, halla sér aðeins fram og sjá hvar þeir eiga að lenda og halla sér svo aðeins framar. Þá eru þeir komnir á brúnina og snúa ekki við. Það þarf bara að styðja örlítið við þá og þeir fara út af sjálfsdáðum. Það haida þeir að núnnsta kosti. Línan sem opnar fall- hlífina er bundin við vélina og hún opnast um leið án þess að byrjand- inn geri nokkuð. En ég verð að við- urkenna að ég veit til þess að menn hafi „frosið” og komið aftur niður með flugvélinni.” Hvaö þarfaö lœra áöur en maöur stekkur í fyrsta sinn? „Það þarf að læra að stjórna fall- hlífinni og læra að bregðast rétt við ef eitthvað bilar, þ.e. meta hvort reyna skuli að laga bilunina eða hvort skipta skuli strax yfir á vara- fallhlíf. Þarna skipta sekúndurnar máli. Svo þarf að læra lendingar. Þetta er yfirleitt kennt á þriggja kvölda námskeiði.” Er þetta hœttulegt? Ertu haldinn einhverrisérstakri löngun til þess aö stofna lífi þínu í hœttu? „Nei, þetta er í sjálfu sér ekkert hættulegra en að ganga yfir götu. Það sem skiptir máli er hvernig staðið er að hlutunum og ef farið er eftir öllum öryggisreglum er þetta ekki hættulegra en hvað annað." Er mikiö um meiösl, t.d. í lending- um? „Nei, ég hef aldrei meiðst í lend- ingu.” ENGIN HERDELLA Síöan feröu út aö lœra björgunar- stökk '87. „Já, ég stökk hjá flugbjörgunar- sveitinni hér heima annað slagið og fór út á hennar vegum á námskeið hjá bandaríska hernum í Fort Benn- ing í Georgíu-fylki vorið ’87. Það var heljarmikið mál fyrir sveitina að komast í samband við þessa aðila, en nú eigum við tvö piáss þarna á ári. Sveitin hefur fengið ýmsa á móti sér, t.d. herstöðvaandstæðinga, vegna þess að hún sendir menn í herskóla. Það er rangt að halda að menn í flugbjörgunarsveitinni séu með einhverja herdellu, það sem málið snýst um er að þarna fá menn 30 HELGARPÓSTURINN IEFTIR JÓN GEIR ÞORMAR

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.