Helgarpósturinn - 17.03.1988, Page 7

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Page 7
flugfélögum eða á að sigla áfram í sama horfinu? Þetta eru ákvarðanir sem liggja fyrir nýju stjórninni sem kosin verður þann 22. mars og má mikið vera ef ekki verður tekist á um völdin þar. Nú eru fjórir af níu stjórnarmönnum í kjöri, þar af stjórnarformaður Eimskipafélags- ins, Halldór H. Jónsson. Eimskipa- félagið er nýbúið að auka hluta- bréfaeign sína í Flugleiðum og er forstjóri þess, Hörður Sigurgestsson, varastjórnarformaður Flugleiða. Ekki er við því að búast að þessir menn víki úr stjórn, en hins vegar gæti komið til álita að Hörður yrði nýr formaður stjórnar og tæki þá við af Sigurði Helgasyni hinum eldri. Eins er ekki talið ólíklegt að Eimskipafélagsmenn geri tilkall til enn eins félaga í stjórn í krafti ofan- greindrar hlutafjáraukningar og styrki þar með enn frekar tök sín í Flugleiðum. Ekki er talið líklegt að Sigurði Helgasyni forstjóra verði ýtt úr sessi, þó því hafi verið fleygt að Hörður Sigurgestsson tæki hugsan- lega sæti hans. í fyrsta lagi er ekki talið líklegt að Sigurður muni standa í vegi fyrir ,,framförum“, eins og einn heimildarmanna HP orðaði það, og í öðru lagi munu þeir Eim- skipafélagsmenn ekki telja sig hafa þörf á þessum titli, þeir stjórni því þegar sem þeir vilja. Sigurdur Helgason, forstjóri Flugleiöa: HEF EKKI VERIÐ GAGNRÝNDUR „Stefnan í Atlantshafsfluginu hef- ur verið lág fargjöld og lítill kostnað- ur, en nú eru þetta lág fargjöld en mikill kostnaður. Því er staðan eins og hún er.“ En þýöir þetta ekki aö þiö hafiö reiknaö dœmiö skakkt og ekki pass- aö upp á aö farþegahópurinn heföi breiöari samsetningu, þannig aö þaö væru fleiri sem borguöu hœrri fargjöld? „Það er óskadraumur allra flugfé- laga að geta stjórnað því hvaðan far- þegarnir koma og þegar dollarinn er lágt skráður reyna allir að selja í Evrópu, en í Ameríku þegar hann er hár. Okkur hefur tekist nokkuð vel að fleyta þessu þarna á milli, en enn- þá er meirihlutinn seldur fyrir vest- an. Aðalvandamál okkar er lítill heimamarkaður, en sterkur heima- markaður erlendra flugfélaga gerir þeim kleift að selja meira af fyrsta klassa og business-klassa fargjöld- um.“ En var þetta stjórnunarlegur feill aö sjá þetta ekki fyrir? „Ja, við sáum þetta tap á Atlants- hafinu fyrir strax á síðastliðnu sumri, þannig að það er ekkert nýtt. Við gerum okkar plön 6—8 mánuði fram í tímann til að geta markaðs- sett þau, þannig að við munum ekki breyta ferðatilhögun okkar að ráði í sumar. Við verðum með einni ferð færra til Orlando í sumar, en það er vegna þess hversu dýrt það flug hef- ur reynst. Við munum einbeita okk- ur meira að Evrópumarkaðnum í sumar og höfum látið þá hafa for- gang umfram Bandaríkjamenn, enda borga Evrópumenn kannski 30% hærra verð." En efþiö sáuö þetta tap fyrir strax síöastliöiö sumar, af hverju skáruö þiö þá ekki strax niöur feröir til Bandaríkjanna? „Þegar þetta kom í ljós og að ríkis- stjórnin ætlaði að halda fast í fast- gengisstefnu sína á sama tíma og dollarinn var að falla var lögð meiri áhersla á sölu á Norðurlöndum og í Þýskalandi." / En þarfekki augljóslega aö skera Bandaríkjaflugiö niöur? „Við ætlum ekkert að hætta í Norður-Atlantshafsfluginu, heldur er verið að íhuga hvernig umfangið í fluginu verður 1989 og af hvaða þáttum má hafa hagnað. Það má hafa töluverðan hagnað af ákveðn- um þáttum í Bandaríkjafluginu, t.d. hefur Saga Class-flug gengið, fragt- Sigurður Helgason flutningar og flug til New York sem er, eins og er, hagstæðasta flugleið- in. Ástæða þess að við fórum inn á aðrar ieiðir var sú að fyrir nokkrum árum var miklu meiri samkeppni til New York. Ég reikna með að við komum til með að minnka eitthvað umfangið á Norður-Atlantshafsflug- inu, en við erum betur undir það búnir heldur en þegar allt var að hrynja um 1980, því hlutdeild Norð- ur-Atlantshafsflugsins hefur farið minnkandi í umsvifum félagsins og mikilvægi þar með. Tekjur félagsins af þessu flugi eru nú um 50% af heildartekjum en voru um 85% 1980. Auk þess er eiginfjárstaða og lausafjárstaða fyrirtækisins betri en um iangan tíma.“ En í framhaldi afþví aö afkoman hefur versnaö um 420 milljónir á milli ára, finnst þér ástœöa til þess aö þú segir afþér sem forstjóri? „Nei, nei. Ég hef ekkert verið gagnrýndur fyrir þetta og stjórn fé- lagsins hefur fylgst með þessari þró- un, sem er að meirihluta til tilkomin vegna utanaðkomandi aðstæðna. Við þurfum að auka hlutafé okkar, sérstaklega vegna þess að við íhug- um að endurnýja allan flugvélaflota félagsins á næstu 5—7 árum. Ég reikna með að sterk eiginfjárstaða félagsins geri það að verkum að hlutabréf i félaginu haidi áfram að stíga i verði og að áhugi á kaupum haldist. En við vonumst jafnframt til að stjórnvöld breyti skattalögum varðandi meðferð hlutafjár, þannig að hlutabréfakaup geti orðið al- menningi að sparnaðarleið." Sveinn Björnsson gefur Dreyfus skýrslu HERMANN, ÓLAFUR 06 MOSKVA VILDU KOMMANA í STJÓRN Leyitiskjölin íslenska forsetaembættið hefur í seinni tíd kappkost- að að halda sig fjarri beinum stjórnmálaafskiptum og inngripi í samskipti stjórnmálaflokka landsins. Svo hefur þó ekki verið frá upphafi. Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins, hafði alla sína tíð sterk og mótandi áhrif á stjórnarmyndanir, og bakaði sér óvild Ólafs Thors og annarra forystumanna Sjálfstæðis- flokksins, vegna þess að hann hefði með óviður- kvæmilegum afskiptum komið í veg fyrir myndun þingræðisstjórnar á stríðsárunum, eftir haustkosn- ingarnar 1942, og komið á laggirnar þeirri einu utan- þingsstjórn, sem hér hefur setið, en talin var vera for- seta mjög að skapi. EFTIR ÓLAF HANNIBALSSON Sósíalistaflokku rinn gagnrýndi hins vegar Svein fyrir aö vera svo handgenginn Bandaríkjamönn- um, aö hann gœtti ekki viröingar þjóöhöföingjaembœttisins gagn- vart þeim. Louis G. Dreyfus, jr„ var sendi- herra Bandaríkjanna hér á landi í stríðslok og árin eftir stríðið og er áður minnst á þá einkunn, sem hann fær í bók Matthíasar Johann- essen um Ólaf Thors: „Framkoma hans minnti helst á yfirgang land- stjóra eða jarls, sem telur sig geta notað öll meðul í því skyni að koma fram vilja stjórnar sinnar í hálfkúguðu landi." Dreyfus sendiherra hafði þó mjög náin tengsl við Svein Björns- son forseta eins og sjá má af eftir- farandi skjali, er skýrir frá við- ræðum þeirra tveggja í Stokk- hólmi, en þá er Dreyfus farinn héðan og tekinn til starfa við sendiráðið í Stokkhólmi. Skjalið er dagsett 6. maí 1947. Viðtakandi er bandaríski utanríkisráðherrann. Ríkisstjórn Stefáns Jóhanns hafði verið mynduð þá fyrr um vetur- inn, þann 4. febrúar. „Sveinn Björnsson, forseti ís- lands, kom hingað í óopinberum erindagerðum (incognito) þann 2. maí í fylgd með Agnari Klemens Jónssyni, skrifstofustjóra utan- ríkisráðuneytisins. Hr. Björnsson kom hingað til stuttrar spítaladval- ar og smávægilegrar læknisskoð- unar. Hann sagði mér að ferð sín til Kaupmannahafnar til þátttöku í útfararathöfn Kristjáns konungs hefði verið mjög árangursrík, þar sem hann hefði hlotið óvenju hlýj- ar móttökur hjá drottningarmóð- urinni, hinum nýja konungi og öðrum í hinni konunglegu fjöl- skyldu. Rétt fyrir brottför sína hefði utanríkisráðherrann þakkað sér fyrir heimsóknina og sagt, að hann liti á hana sem vendipunkt í dansk-íslenskum samskiptum, sem skapa mundi grundvöll gagn- kvæms skilnings milli landanna. Björnsson sagðist mjög ánægður með þetta skref til sátta þjóðanna. Einnig sagði Björnsson mér, að hann væri mjög ánægður að hafa kommúnistana útúr ríkisstjórn- inni á íslandi og hann væri þeirrar skoðunar, að Kommúnistaflokk- urinn hefði verið á undanhaldi síð- ustu mánuðina. Björnsson rifjaði upp nýlega at- burði í sambandi við myndun hinnar nýju íslensku ríkisstjórnar, og sagði, að fyrst eftir að Thors- stjórnin hefði fallið, í október, hefðu kommúnistarnir sagt sér, að þeir mundu, í samræmi við hefð, halda áfram störfum sínum í starfsstjórn, en því aðeins, að stjórnarkreppan stæði ekki mjög lengi. Samt sem áður hefðu þeir alls ekki dregið sig í hlé þótt stjórn- arkreppan hefði dregist á langinn. Björnsson forseti sagði einnig, að mr. Hugh S. Cumming, deildar- stjóri Norður-Evrópumáladeildar- innar, hefði í nýlegri heimsókn til Reykjavíkur haft það eftir heimild- um í Moskvu, að Sovétstjórnin hefði áhuga á því að íslenski Kommúnistaflokkurinn tæki sæti í hvaða ríkisstjórn sem væri. Þessar fregnir, sagði forsetinn, hefðu ver- ið staðfestar af gangi mála á ís- landi. Þegar hann hefði falið Stef- áni Jóhanni Stefánssyni myndun ríkisstjórnar hefði verið ljóst, að það yrði ríkisstjórn án kommún- ista. Samningar hefðu þó orðið Stefáni erfiðir i fyrstu. Þegar þeir hefðu tekið að dragast á langinn, hefði kommúnistaleiðtoginn 01- geir (sic!) Olgeirsson komið að máli við forsetann og lagt til að tímabært væri að lofa öðrum að spreyta sig á stjórnarmyndun, og að hann teldi möguleika á sam- steypustjórn framsóknarmanna, Sjálfstæðisflokks og kommúnista. Framsóknarleiðtoginn Hermann Jónasson hefði einnig komið til sín með svipuð áform, sem sýndi, að leiðtogarnir tveir hefðu haft með sér samvinnu. Forsetinn kvaðst hafa gert það alveg skýrt, að það væru hans forréttindi að ákveða, hverjum væri falin stjórnarmynd- un. Þar sem hann sjáifur hefði óbeit á þátttöku kommúnista í ríkisstjórn hefði það verið sér mik- ill léttir, þegar Stefánssyni að lok- um hefði tekist að leiða málin til lykta. Að lokum lét forsetinn í ljós við mig eindregið samþykki sitt við þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að veita Grikklandi og Tyrklandi að- stoð með öllum þeim afleiðingum, sem af henni leiðir varðandi út- þenslu kommúnismans." Afrit af þessu bréfi Dreyfusar voru send til amerísku sendiráð- anna í Reykjavík, Kaupmanna- höfn og Moskvu. Mikið hefur verið rætt um Stefáns Jóhanns- eða öðru nafni Tangen-málið. Útvarpsráð, Morgunblaðið, Siðanefnd blaðamannafélagsins hafa dæmt og fordæmt fréttastofu Ríkisútvarpsins. Þessa dagana er fjórða dómstigið (Þór Whitehead f. h. menntamálaráðuneytisins) að ganga frá einni for- dæmingunni í viðbót. Ákæran er sú að láta skjal, sem ekki hefur fundist, og átti að orða Stefán Jóhann við bandarísku leyniþjónustuna CIA, verða til frekari hugleiðinga um stjórnmálaatburði þeirra ára þegar utanríkis- stefna okkar var í mótun og ákvarðanir teknar um inngönguna í NATO og amríska hersetu hér á landi. Reynt er að einangra umræðuna við þetta eina týnda eða tilvistarlausa skjal. Nálega engin umræða hefur orðið um þau skjöl, sem HP hefur verið að birta og sýna, svo ekki verður um villst, að samskipti bandaríska sendiráðsins við íslenska ráðamenn voru á þessum árum með öðrum hætti en nokkurn tíma fyrr eða siðar hefðu þótt sæm- andi. Menn kunna að finna þessu málsbætur í samhengi þess tíma, sem skjölin endurspegla, en hitt er staðreynd, að forstöðumaður amríska sendiráðsins á tíma Stefaníu er slíkur heimagangur í húsakynnum þjóð- höfðingja, forsætisráöherra og ráðuneytis, að Ijóst er, að hann er áhrifa- valdur, ef ekki „primus motor" í íslenskum stjórnmálum. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.