Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 39
FRETTAPOSTUR Samnlngamá lin Ýmsar blikur eru á lofti varðandi samningamálin sem stendur og virðist svo sem átök geti orðið töluverð á vinnu- markaðnum. Svotil öll verkaðlýðsfélög í landinu felldu ný- gerða samninga VSÍ og VMSÍ og er því ljóst að hann skilar engu í samkomulagsátt. Grindvískir vinnuveitendur riðu síðan á vaðið og buðu verkafólki sínu mun betur en áður hafði þekkst og samþykkti verkafólkið það tilboð. VSÍ neit- aði hins vegar að samþykkja þá samninga. f Vestmannaeyj- um hefur verkakvennafélagið Snót sett á yflrvinnubann og verkalýðsfélagið þar hefur nú boðað verkfall. Dagsbrún hef- ur sett löndunarbann á skip frá Vestmannaeyjum sem sam- úðaraðgerð. Sömuleiðis hefur Alþýðusamband Norður- lands ákveðið yfirvinnubann og bónusverkfall. Alþýðusam- bönd landshlutanna hafa síðan verið að stinga saman nefj- um og gera kröfur um að samningar fari fram , ,heima í hér- aði“, enda getl fólögin ekki staðið undir því að senda samn- inganefndir til Reykjavíkur þann tíma sem samningar geta staðið yfir. Sáttasemjarl hefur orðið við þeirrl kröfu og munu vinnuveitendur því þurfa að ferðast milli landshluta til að semja við einstök svæðasamtök Alþýðusambandsins. Það er þungt hljóð í mönnum — báðum megin borðsins, en hins vegar heyrast líka þær raddir sem benda á fáránleika samningstilraunanna, þar sem næstum hvergi sé greitt eftir töxtum hvort eð er, og þar sem það er gert fái menn allskyns bónusa og bætur ofan á kaupið. Kennarar hafa nú nýverið bæst í hóp þeirra félaga sem hafa verið með aðgerðir og eru þeir, sem endranær, afar óánægðir með kjör sín. Segja mik- inn flótta úr stéttinni, benda á hvað það kemur niður á kennslunni og menntun þjóðarinnar þar með. Launakjörin eru að þeirra mati undirrót þessa flótta. Fréttapunktar • Nýleg hlustendakönnun á vegum Pólagsvísindastofnun- ar leiddi í ljós að Stjarnan er sú útvarpsstöð sem flestir hlusta á. Hins vegar kemst hún aðeins í 13% þegar mest er. Bylgjan hefur farið halloka. Sömuleiðls rás 2, en hún er þó að sækja í sig veðrið. Mest útvarpshlustun er þó enn sem fyrr á fréttatíma Ríkisútvarpsins, fer upp í allt að 50% á kvöldin. Ljósvakinn hefur minni hlustun en rás 1, kemst varla upp úr núllinu. í sömu könnun kom í ljós að fréttir í Ríkissjónvarpinu eru vtnsælasta sjónvarpsefnið. Frétta- magasín Stöðvar 2,19.19, nær naumlega að vera með 10 vin- sælustu sjónvarpsþáttunum, en hinir á topp tíu eru allir hjá Ríkissjónvarpinu. í helld hefur dregið örlítið úr útvarps- og sjónvarpsnotkun landsmanna þrátt fyrir melra val og fram- boð. • Feiknatap varð hjá Flugleiðum á síðasta ári og nemur það, miðað við árið á undan, eitthvað um hálfum milljarði. Hins vegar varð hagnaður á heildarrekstri félagsins vegna þess að því græddist fé á sölu eigna. Það er Norður-Atlantshafsleiðin sem er Flugleiðum fyrst og fremst fjötur um fót enda sam- keppni á þeirri leið með eindæmum hörð. Flugleiðir hafa ákveðið að bæta úr þessu með útgáfu jöfnunarhlutabréfa að verðmæti tæpra 150 milljóna, sem er um helmingur núver- andi hlutafjár. • Arnarflug skilaði hagnaði á síðasta ári, sem er nýlunda í rekstri félagsins. Árið áður nam tapið yfir 100 milljónum en í ár var hagnaður tæpar 5 milljónir. Arnarflugsmenn hafa líkt og Flugleiðlr ákveðið að auka hlutafé sitt, en um aðeins lægri upphæð, eða 100 milljónir. Sömu upphæð og þeir fengu inn á síðasta ári þegar hlutaféð var aukið. • Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, vann sigur í kosn- ingum til stúdentaráðs. Vaka fékk örfáum atkvæðum meira en nýstofnuð samtök félagshyggjufólks, Röskva. Það dugöi til að fá elnum fleiri fulltrúa í stúdentaráð en hins vegar fékk hvor tveggja fylkingin einn fulltrúa í háskólaráð. Kjör- sókn var um 50% • Miklar umræður hafa að undanförnu staðið um Áburðar- verksmiðjuna í Gufunesi, eða öllu heldur þann hluta henn- ar sem notaður er til að geyma ammoníak. Menn telja marg- ir alltof mikla hættu stafa af geymi þessum, enda myndi höf- uðborgarsvæðið leggjast í rúst ef hann spryngi og vindáttin væri „hagstæð”. Borgarráð hefur fundað um mállð og vlll helst að verksmiðjan verði látin hverfa. Forsvarsmenn hennar vilja hins vegar leysa mállð með því að byggja nýjan geymi en borgarráð hefur ekki tekið ákvörðun um þá beiðni. Meðal þeirra raka sem notuð eru gegn verksmiðjunni eru þau að hún sé ómöguleg hvort eð er, geri ekki annað en halda verði á áburði uppi og því ætti ríkið, sem er eigandi hennar, einfaldlega að loka henni. • Ráðhúslð, fyrirhugaða, í Reykjavík er enn sem fyrr í um- ræðunni. Nýlega gerði Skáís skoðanakönnun þar sem kann- aður var hugur Reykvíkinga til ráðhússins. í ljós kom að meirihluti er fy lgjandi byggingu hússins og á þeim stað sem því hefur verið valinn. Davíð Oddsson segir að bygging fyrsta áfangans hefjist í byrjun næsta mánaðar. • Nú eru tvær umferðir eftir af íslandsmótinu í handknatt- leik. FH-lngar standa eftir sem áður best að vígi. Valur er í öðru sætl. Gengl FH hefur komið á óvart þar sem liðið er að uppistöðu ungt og reynslulítið. Þórsarar frá Akureyri eru þegar fallnir, hafa ekki fengið stig. Hins vegar berjast þrjú lið um á hæl og hnakka til að forðast fall í aðra deild, ásamt Þórsurum; KA, Fram og ÍR. Það síöastnefnda stendur best að vígi. Frammarar hafa þegar tryggt sér meistaratitilinn í kvennaflokki, þrátt fyrir að mótinu sé lokið. • Um þessar mundir stendur yfir alþjóðlegt skákmót á Akureyri, sem haldið er í kjölfar Reykjavíkurskákmótsins. Þegar þetta er skrifað stendur Sovétmaðurinn Gurevitsj best að vígl, hefur fjóra og hálfan vinning. Jóhann Hjartarson er sem stendur í öðru sæti, hefur fjóra vinninga en á óteflda skák við Helga Ólafsson, sem var frestað í fyrstu umferð. • Skartgripaverslun við Hallærisplanið varð heldur en ekki fsrrir barðinu á fingraliprum um síðustu helgl. Einhver braut rúðuna og hirti fjöldann allan af skartgripum og svo þegar aðrir vegfarendur gengu framhjá létu þeir sömuleiðis greipar sópa í búðarglugganum. Talið er að tjónið nemi um 700.000 krónum. BÖN- OG ÞVOTTASTÖÐIN ÖS veitir eftirtalda þjónustu: tjöruþvott, djúphreinsun teppa og sœta, mótorþvott, mössum bónum og límum d rendur. Opiö virka daga kl. 8—19. Opið laugardaga kl. 10-16. Bón- og þvottastööin Ós, Langholtsvegi 109 Sími 688177 Drögum úr hraða ^ -ökum af skynsemi! ||UJ^ER0AR þÆGILEGUR þl 1- wMi I LISTIKOIHINN! OG SPENNANDI VERSLUNARMÁTI TVEIR NÝIR AUKALISTAR BVMAIl!! Fulit nafn Póstnúmer Heimilisfang I Nafn.nr: I_______________ Ég undirritöuö/aöur óska eftir aö fá sendan nýja pöntunarlistann i póstkröfu. □ freemans+ □aukalistar SENDIST TIL: Greiöir póstburöargjaldiö Másetja ólrimetkt ipóst jGQQííulIQIjDi^ PONTUNARLISTINN BÆJARHRAUNI 14 220 HAFNARFJÖRÐUR Pöntunarlistinn kostar 160 kr. ♦ póstburóargjald. o. *■ HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.